Sparitréin í Kjarnaskógi fá sérstaka kanínuvernd Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. október 2019 20:00 Kanínur eru algeng sjón í Kjarnaskógi. Þær geta samt ekki étið þessi tré sem sjást hérna á myndinni. Vísir/Tryggvi Páll Tré sem flokkast sem sparitré í Kjarnaskóg við Akureyri njóta sérstakrar kanínuverndar. Samband staðarhaldara og kanínanna í skóginum er svokallað ástar/haturs samband. Kanínur eru komnar til að vera í Kjarnaskógi og þykir mörgum gaman að sjá þessa loðbolta hoppandi um skóginn. Fylgifiskur þeirra er þó að sum tré eru í hættu yfir veturinn. „Þær bara byrja að naga þar sem snjólínan er og naga allan börk uppeftir. Ef að börkurinn er tekinn hringinn, þá er tréið dautt. Þannig að við ætlum að halda þessum reyni frá þeim. Þær allavega fá í tennurnar með því að bryðja þetta hæsnanet,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélag Eyfirðinga, á meðan hann sýnir fréttamanni kanínuvarnirnar.Ingólfur Jóhannsson er ýmsu vanur í Kjarnaskógi.Vísir/Tryggvi PállKanínurnar sólgnar í kirsuberjatrén Staðarhaldarar hafa girt í kringum eða vafið hænsnaneti utan um kirsuberjatré og aðrar sérstakar tegundir. Sparitréin. „Við erum að setja hérna Ask og Hlyn og sjaldgæfari tegundir. Það reynum við að verja,“ útskýrir Ingólfur.Hvað hefði gerst ef þið hefðuð ekki sett þessar girðingar hérna í kring?„Þá væru öll þessi tré bara nöguð og steindauð.“Þær eru svolítið óvægnar hérna í þessu?„Í þessu. Kirsuber eru náttúrúlega það besta sem kanínur fá þannig að þær eru mjög harðar á því. Þær eru ekkert hrifnar af birki og ýmsum öðrum tegundum.“Þetta tré væri steindautt ef þetta hænsnet væri ekki til að verja það fyrir kanínunum.Vísir/Tryggvi PállÞessi hegðun hjá kanínunum vekur mismikla hrifningu. „Stundum er maður ógeðslega fúll og ef ég missi kirsuberjartré þá er ég bara verulega reiður. Þær geta valdið okkur tjóni en hins vegar eru þær komnar til að vera hérna og við ætlum að lifa með þeim. Þetta verður svona ást og hatur áfram held ég.“ Akureyri Dýr Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Tengdar fréttir Strandblak í mikilli sókn Strandblaksiðkun hefur farið sívaxandi á Akureyri og nágrenni með tilkomu strandblaksvalla í Kjarnaskógi og víðar. 29. júní 2019 22:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Tré sem flokkast sem sparitré í Kjarnaskóg við Akureyri njóta sérstakrar kanínuverndar. Samband staðarhaldara og kanínanna í skóginum er svokallað ástar/haturs samband. Kanínur eru komnar til að vera í Kjarnaskógi og þykir mörgum gaman að sjá þessa loðbolta hoppandi um skóginn. Fylgifiskur þeirra er þó að sum tré eru í hættu yfir veturinn. „Þær bara byrja að naga þar sem snjólínan er og naga allan börk uppeftir. Ef að börkurinn er tekinn hringinn, þá er tréið dautt. Þannig að við ætlum að halda þessum reyni frá þeim. Þær allavega fá í tennurnar með því að bryðja þetta hæsnanet,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélag Eyfirðinga, á meðan hann sýnir fréttamanni kanínuvarnirnar.Ingólfur Jóhannsson er ýmsu vanur í Kjarnaskógi.Vísir/Tryggvi PállKanínurnar sólgnar í kirsuberjatrén Staðarhaldarar hafa girt í kringum eða vafið hænsnaneti utan um kirsuberjatré og aðrar sérstakar tegundir. Sparitréin. „Við erum að setja hérna Ask og Hlyn og sjaldgæfari tegundir. Það reynum við að verja,“ útskýrir Ingólfur.Hvað hefði gerst ef þið hefðuð ekki sett þessar girðingar hérna í kring?„Þá væru öll þessi tré bara nöguð og steindauð.“Þær eru svolítið óvægnar hérna í þessu?„Í þessu. Kirsuber eru náttúrúlega það besta sem kanínur fá þannig að þær eru mjög harðar á því. Þær eru ekkert hrifnar af birki og ýmsum öðrum tegundum.“Þetta tré væri steindautt ef þetta hænsnet væri ekki til að verja það fyrir kanínunum.Vísir/Tryggvi PállÞessi hegðun hjá kanínunum vekur mismikla hrifningu. „Stundum er maður ógeðslega fúll og ef ég missi kirsuberjartré þá er ég bara verulega reiður. Þær geta valdið okkur tjóni en hins vegar eru þær komnar til að vera hérna og við ætlum að lifa með þeim. Þetta verður svona ást og hatur áfram held ég.“
Akureyri Dýr Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Tengdar fréttir Strandblak í mikilli sókn Strandblaksiðkun hefur farið sívaxandi á Akureyri og nágrenni með tilkomu strandblaksvalla í Kjarnaskógi og víðar. 29. júní 2019 22:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Strandblak í mikilli sókn Strandblaksiðkun hefur farið sívaxandi á Akureyri og nágrenni með tilkomu strandblaksvalla í Kjarnaskógi og víðar. 29. júní 2019 22:00