Þorgerður Katrín segir það skjóta skökku við að VG bjóði aðeins upp á vegan mat á landsfundi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2019 10:14 Þorgerður Katrín segir það skjóta skökku við að VG bjóði ekki upp á kjöt á landsfundi flokksins. vísir Landsfundur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hófst í gær en fundurinn er haldinn á Grand hóteli í Reykjavík og mun standa yfir alla helgina. Umhverfis- og loftslagsmál eru rauði þráðurinn á þessum landsfundi, sem er sá ellefti sem flokkurinn heldur. Upp úr hádegi í dag verða pallborðsumræður um loftslagsmál og verða gestir pallborðsins einstaklingar úr atvinnulífi, umhverfisfræðum og verkalýðshreyfingum. Þá tilkynnti flokkurinn að allar veitingar yrðu kjötlausar og verður enginn pappír á fundinum heldur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir kjötleysið skjóta skökku við. „Þetta er sami flokkur og hefur verið í fararbroddi og beinlínis í samkeppni við hina Framsóknarflokkana um að framleiðslutengja landbúnað upp á tugi milljarða. Aðallega í þágu milliliðanna en ekki bænda, neytenda og hvað þá náttúrunnar sjálfrar,“ skrifar Þorgerður á Facebook-síðu sinni. Hún segir margt benda til að vegan mataræði hafi jákvæð áhrif á heilsu og umhverfi og geti minnkað kolefnisfótspor. Hún velti fyrir sér hvort þetta sé kaldhæðni, hugsunarleysi eða „bara leiktjöld.“ „Framleiðið, framleiðið, framleiðið hafa verið skilaboðin frá VG í gegnum árin þannig að heilu kjötfjöllin myndast. Það sem við gátum ekki borðað fór síðan í útflutning enda framleiðslan 150% umfram þörfina á innanlandsmarkaði.“ Þá segir hún miklu nær hefði verið ef VG hefðu borðað kjöt alla helgina, kvölds og morgna hefði flokkurinn viljað vinna gegn kolefnisfótsporinu. Þá hefði flokkurinn síðan átt að gefa frá sér yfirlýsingu um að þau ætluðu að koma „með okkur“ í að breyta landbúnaðarstefnunni. „Allt lítur þetta vel út á yfirborðinu hjá VG en þegar betur er að gáð fara hljóð og mynd ekki saman. Og ekkert breytist,“ skrifar Þorgerður. Maturinn á landsfundinum er þó ekki aðeins vegan, en boðið er upp á vegan mat en einnig er boðið upp á fisk. Þá segir flokksmaður í samtali við fréttastofu að einhverjar kjötvörur séu einnig á boðstólnum þrátt fyrir tilkynningu flokksins um að fundurinn yrði kjötlaus. Loftslagsmál Umhverfismál Viðreisn Vinstri græn Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Landsfundur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hófst í gær en fundurinn er haldinn á Grand hóteli í Reykjavík og mun standa yfir alla helgina. Umhverfis- og loftslagsmál eru rauði þráðurinn á þessum landsfundi, sem er sá ellefti sem flokkurinn heldur. Upp úr hádegi í dag verða pallborðsumræður um loftslagsmál og verða gestir pallborðsins einstaklingar úr atvinnulífi, umhverfisfræðum og verkalýðshreyfingum. Þá tilkynnti flokkurinn að allar veitingar yrðu kjötlausar og verður enginn pappír á fundinum heldur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir kjötleysið skjóta skökku við. „Þetta er sami flokkur og hefur verið í fararbroddi og beinlínis í samkeppni við hina Framsóknarflokkana um að framleiðslutengja landbúnað upp á tugi milljarða. Aðallega í þágu milliliðanna en ekki bænda, neytenda og hvað þá náttúrunnar sjálfrar,“ skrifar Þorgerður á Facebook-síðu sinni. Hún segir margt benda til að vegan mataræði hafi jákvæð áhrif á heilsu og umhverfi og geti minnkað kolefnisfótspor. Hún velti fyrir sér hvort þetta sé kaldhæðni, hugsunarleysi eða „bara leiktjöld.“ „Framleiðið, framleiðið, framleiðið hafa verið skilaboðin frá VG í gegnum árin þannig að heilu kjötfjöllin myndast. Það sem við gátum ekki borðað fór síðan í útflutning enda framleiðslan 150% umfram þörfina á innanlandsmarkaði.“ Þá segir hún miklu nær hefði verið ef VG hefðu borðað kjöt alla helgina, kvölds og morgna hefði flokkurinn viljað vinna gegn kolefnisfótsporinu. Þá hefði flokkurinn síðan átt að gefa frá sér yfirlýsingu um að þau ætluðu að koma „með okkur“ í að breyta landbúnaðarstefnunni. „Allt lítur þetta vel út á yfirborðinu hjá VG en þegar betur er að gáð fara hljóð og mynd ekki saman. Og ekkert breytist,“ skrifar Þorgerður. Maturinn á landsfundinum er þó ekki aðeins vegan, en boðið er upp á vegan mat en einnig er boðið upp á fisk. Þá segir flokksmaður í samtali við fréttastofu að einhverjar kjötvörur séu einnig á boðstólnum þrátt fyrir tilkynningu flokksins um að fundurinn yrði kjötlaus.
Loftslagsmál Umhverfismál Viðreisn Vinstri græn Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira