Fór hörðum orðum um ríkisstjórnina Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. október 2019 12:21 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, flytur ræðu á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir. Vísir/Arnar Samfylkingin mun gegna lykilhlutverki við að reyna að fella ríkisstjórnina í næstu kosningum. Þetta segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann segir loftslagsmálin í lamasessi og menntamálin í afturför undir stjórn núverandi ríkisstjórnar. Þetta kom fram í máli Loga í formannsræðu hans á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir í Austurbæ. Logi fór hörðum orðum um ríkisstjórnina og sagði ríkisstjórnarflokkana hafa fyrir löngu misst tiltrú og stuðning meirihluta kjósenda. „Við erum hér komin til að ræða áskoranir framtíðarinnar en líka við erum líka komin til að ræða stöðuna í stjórnmálum. Og við erum með ríkisstjórn sem að er mynduð af flokkum pólanna á milli og niðurstaðan er lægsti samnefnari í öllum málum og moð og það er ekki það sem við þurfum á að halda í dag,” segir Logi í samtali við fréttastofu. Í ræðu sinni sagði Logi það vera skýrt markmið flokksins að fella ríkisstjórnina í næstu þingkosningum 2021. „Við stöndum frammi fyrir áskorunum sem krefjast bara djarfra ákvarðana og frumlegra lausna og markvissra aðgerða og það held ég að verði ekki gert nema umbótaöflin taki höndum saman og myndi ríkisstjórn eftir næstu kosningar,” segir Logi. Samfylkingin fagnar 20 ára afmæli á næsta ári. Logi kveðst binda vonir við að flokkur hans fái umboð til að leiða saman ríkisstjórn í næstu kosningum en Samfylkingin hefur mælst næst stærsti flokkurinn á eftir Sjálfstæðisflokknum í skoðanakönnunum að undanförnu. Seint kæmi til greina að mati Loga að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Flokkur á borð við Vinstri græna gæti náð meiri árangri í annars konar ríkisstjórn, til að mynda með tilliti til loftslagsmála. „Það er vissulega aukning í loftslagsmál en prósentuhækkun úr engu í nokkra milljarða er auðvitað á blaði töluvert mikið en langt í frá það sem við þurfum. Og ég held að Vinstri græn myndu ná miklu betri árangri ef þau störfuðu saman með flokkum sem að raunverulega taka þetta verkefni alvarlega og vilja stíga fastari skref,” segir Logi. Samfylkingin Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira
Samfylkingin mun gegna lykilhlutverki við að reyna að fella ríkisstjórnina í næstu kosningum. Þetta segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann segir loftslagsmálin í lamasessi og menntamálin í afturför undir stjórn núverandi ríkisstjórnar. Þetta kom fram í máli Loga í formannsræðu hans á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir í Austurbæ. Logi fór hörðum orðum um ríkisstjórnina og sagði ríkisstjórnarflokkana hafa fyrir löngu misst tiltrú og stuðning meirihluta kjósenda. „Við erum hér komin til að ræða áskoranir framtíðarinnar en líka við erum líka komin til að ræða stöðuna í stjórnmálum. Og við erum með ríkisstjórn sem að er mynduð af flokkum pólanna á milli og niðurstaðan er lægsti samnefnari í öllum málum og moð og það er ekki það sem við þurfum á að halda í dag,” segir Logi í samtali við fréttastofu. Í ræðu sinni sagði Logi það vera skýrt markmið flokksins að fella ríkisstjórnina í næstu þingkosningum 2021. „Við stöndum frammi fyrir áskorunum sem krefjast bara djarfra ákvarðana og frumlegra lausna og markvissra aðgerða og það held ég að verði ekki gert nema umbótaöflin taki höndum saman og myndi ríkisstjórn eftir næstu kosningar,” segir Logi. Samfylkingin fagnar 20 ára afmæli á næsta ári. Logi kveðst binda vonir við að flokkur hans fái umboð til að leiða saman ríkisstjórn í næstu kosningum en Samfylkingin hefur mælst næst stærsti flokkurinn á eftir Sjálfstæðisflokknum í skoðanakönnunum að undanförnu. Seint kæmi til greina að mati Loga að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Flokkur á borð við Vinstri græna gæti náð meiri árangri í annars konar ríkisstjórn, til að mynda með tilliti til loftslagsmála. „Það er vissulega aukning í loftslagsmál en prósentuhækkun úr engu í nokkra milljarða er auðvitað á blaði töluvert mikið en langt í frá það sem við þurfum. Og ég held að Vinstri græn myndu ná miklu betri árangri ef þau störfuðu saman með flokkum sem að raunverulega taka þetta verkefni alvarlega og vilja stíga fastari skref,” segir Logi.
Samfylkingin Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira