Segir Boris hafa verið niðurlægðan í dag Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2019 18:40 Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, varð fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja þá lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnsons áður en atkvæði verða greidd um hann. Þýðir þetta frekari frestun á útgöngunni, sem Johnson gaf í skyn að hann myndi jafnvel ekki fara fram á. Boris Johnson hafði róið að því öllum árum undanfarna daga að fá samning sinn samþykktan og boðaði til þingfundar á laugardegi sem hafði ekki gerst í 37 ár. Oliver Letwin, sem Johnson rak úr Íhaldsflokknum fyrir að fara gegn stefnu hans, lagði hins vegar fram fyrrnefnda breytingartillögu í dag sem náðist meirihluti fyrir. Mikil fagnaðarlæti brutust út við þinghúsið þegar niðurstaðan var ljós. Johnson þarf nú að óska eftir frestun á Brexit líkt og áskilið var ef samningurinn yrði ekki samþykktur fyrir kvöldið. Óvíst er hins vegar hvort Evrópusambandið verði við þeirri ósk. Johnson gaf einnig í skyn í dag að hann myndi ekki verða við því og sagði raunar að honum bæri engin lagaleg skylda til að óska eftir frestun. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir Johnson ekki stætt á öðru en að sækja um frest. „Hann verður að gera það lögum samkvæmt, annars eru það viðurlög í réttarsal ef hann gerir það ekki. Hann getur hins vegar hugsanleg fundið einhverja leið til að afgera gjörðina pólitískt, sem hann varð að framkvæma lagalega.“ Hann segir gerlegt að einhveru leyti að samþykkja allar nauðsynlegar lagabreytingar fyrir 31. október. „En er það mjög vönduð lagasetning, það er kannski bara önnur spurning. Eitt af því sem stóð í mönnum í dag var að samþykkja gríðarlega flókinn samning sem þingmenn höfðu ekki haft ráðrúm til að gaumgæfa nægjanlega.“ Hann segir niðurstöðuna niðurlægjandi fyrir Johnsons og ákvörðun hans að reka 21 þingmann úr flokknum hafi komið í bakið á honum. „Sú ákvörðun var auðvitað tekin til að reyna að þvinga menn til að standa með ríkisstjórninni þá og setja þá þessi hörðu viðurlög við því að hlaupast undan merkjum. En það gekk ekki upp þá og er svolítið að koma í bakið á þeim. En þó er það nú þannig að nálega helmingur þessara þingmanna kaus með ríkisstjórninni í dag sem er vísbending um að þeir munu gera það líka þegar til atkvæðagreiðslunnar um samninginn sjálfan kemur í næstu viku.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Frekari frestun á Brexit sé tilgangslaus og kostnaðarsöm Breska þingið kom saman í dag til að greiða atkvæði um nýjan útgöngusamning forsætisráðherrans. 19. október 2019 11:57 Breska þingið greiðir ekki atkvæði um Brexit-samninginn í dag Ekki verða greidd atkvæði um Brexit-samning Boris Johnson forsætisráðherra í dag líkt og til stóð. 19. október 2019 15:23 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, varð fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja þá lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnsons áður en atkvæði verða greidd um hann. Þýðir þetta frekari frestun á útgöngunni, sem Johnson gaf í skyn að hann myndi jafnvel ekki fara fram á. Boris Johnson hafði róið að því öllum árum undanfarna daga að fá samning sinn samþykktan og boðaði til þingfundar á laugardegi sem hafði ekki gerst í 37 ár. Oliver Letwin, sem Johnson rak úr Íhaldsflokknum fyrir að fara gegn stefnu hans, lagði hins vegar fram fyrrnefnda breytingartillögu í dag sem náðist meirihluti fyrir. Mikil fagnaðarlæti brutust út við þinghúsið þegar niðurstaðan var ljós. Johnson þarf nú að óska eftir frestun á Brexit líkt og áskilið var ef samningurinn yrði ekki samþykktur fyrir kvöldið. Óvíst er hins vegar hvort Evrópusambandið verði við þeirri ósk. Johnson gaf einnig í skyn í dag að hann myndi ekki verða við því og sagði raunar að honum bæri engin lagaleg skylda til að óska eftir frestun. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir Johnson ekki stætt á öðru en að sækja um frest. „Hann verður að gera það lögum samkvæmt, annars eru það viðurlög í réttarsal ef hann gerir það ekki. Hann getur hins vegar hugsanleg fundið einhverja leið til að afgera gjörðina pólitískt, sem hann varð að framkvæma lagalega.“ Hann segir gerlegt að einhveru leyti að samþykkja allar nauðsynlegar lagabreytingar fyrir 31. október. „En er það mjög vönduð lagasetning, það er kannski bara önnur spurning. Eitt af því sem stóð í mönnum í dag var að samþykkja gríðarlega flókinn samning sem þingmenn höfðu ekki haft ráðrúm til að gaumgæfa nægjanlega.“ Hann segir niðurstöðuna niðurlægjandi fyrir Johnsons og ákvörðun hans að reka 21 þingmann úr flokknum hafi komið í bakið á honum. „Sú ákvörðun var auðvitað tekin til að reyna að þvinga menn til að standa með ríkisstjórninni þá og setja þá þessi hörðu viðurlög við því að hlaupast undan merkjum. En það gekk ekki upp þá og er svolítið að koma í bakið á þeim. En þó er það nú þannig að nálega helmingur þessara þingmanna kaus með ríkisstjórninni í dag sem er vísbending um að þeir munu gera það líka þegar til atkvæðagreiðslunnar um samninginn sjálfan kemur í næstu viku.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Frekari frestun á Brexit sé tilgangslaus og kostnaðarsöm Breska þingið kom saman í dag til að greiða atkvæði um nýjan útgöngusamning forsætisráðherrans. 19. október 2019 11:57 Breska þingið greiðir ekki atkvæði um Brexit-samninginn í dag Ekki verða greidd atkvæði um Brexit-samning Boris Johnson forsætisráðherra í dag líkt og til stóð. 19. október 2019 15:23 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Frekari frestun á Brexit sé tilgangslaus og kostnaðarsöm Breska þingið kom saman í dag til að greiða atkvæði um nýjan útgöngusamning forsætisráðherrans. 19. október 2019 11:57
Breska þingið greiðir ekki atkvæði um Brexit-samninginn í dag Ekki verða greidd atkvæði um Brexit-samning Boris Johnson forsætisráðherra í dag líkt og til stóð. 19. október 2019 15:23