Juventus vann þægilegan sigur á Bayer Leverkusen í Meistaradeild Evrópu. Atletico Madrid og Paris Saint-Germain unnu útisigra.
Juventus vann 3-0 sigur á Leverkusen á heimavelli sínum á Ítalíu í kvöld.
Gonzalo Higuain nýtti sér mistök Jonathan Tah í fyrsta marki Juventus áður en Federico Bernardeschi skoraði annað markið.
Seint í leiknum náði Cristiano Ronaldo að innsigla sigurinn með þriðja marki Juventus.
Í sama riðli vann Atletico Madrid 2-0 útisigur á Lokomotiv Moskvu.
Atletico og Juventus eru bæði með fjögur stig á toppi riðilsins.
Úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni:
Real Madrid - Club Brugge 2-2
Atalanta - Shakhtar Donetsk 1-2
Galatasaray - PSG 0-1
Rauða stjarnan - Olympiakos 3-1
Tottenham - Bayern München 2-7
Manchester City - Dinamo Zagreb 2-0
Juventus - Bayer Leverkusen 3-0
Lokomotiv Moskva - Atletico Madrid 0-2
Þægilegur sigur Juventus
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn




Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti



Lést á leiðinni á æfingu
Sport

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn