Maðurinn sem leitað var að við Glym er fundinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. október 2019 22:37 Glymur er hæsti foss Íslands. Vísir/Tryggvi Björgunarsveitin á Akranesi fann á ellefta tímanum í kvöld mann sem leitað var að við fossinn Glym í Hvalfirði. Erlendur göngumaður var villtur á gönguleiðinni við fossinn og fóru björgunarsveitarhópar fótgangandi að leita hans. „Maðurinn fannst tuttugu mínútur fyrir ellefu. Þetta gekk mjög vel,“ sagði Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu í kvöld. „Eftir að tilkynningin barst til Neyðarlínunnar virtist ekki nást sambandi við hann. Það gekk því erfiðlega að reyna að staðsetja hann frekar.“ Maðurinn gat gefið til kynna hvoru megin við fossinn hann var, en hann rataði ekki niður. Davíð segir að gott veður hafi verið á svæðinu. „Fljótlega eftir að þau voru komin sáu þau ljós í hlíðinni og fóru beint þangað og fundu manninn. Það amaði ekkert að honum, hann var ekki slasaður og svona frekar brattur. Hann hafði bara tapað leiðinni í myrkrinu og hafði ekki ratað niður aftur. Björgunarsveitarfólkið fylgdi honum niður og komu honum á bílastæðið þar sem bíllinn hans var. Þar skildu leiðir og allir héldu til síns heima.“ Útkallið barst klukkan 21:27 í kvöld, eftir að tilkynning barst Neyðarlínunni frá göngumanninum. Fyrsti hópur björgunarfólks var kominn á svæðið um klukkan tíu. Fossinn Glymur er í Botnsdal, innst í Hvalfirði. Glymur er hæsti foss Íslands en fallhæð hans er 198 metrar. Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Fjallamennska Hvalfjarðarsveit Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Björgunarsveitin á Akranesi fann á ellefta tímanum í kvöld mann sem leitað var að við fossinn Glym í Hvalfirði. Erlendur göngumaður var villtur á gönguleiðinni við fossinn og fóru björgunarsveitarhópar fótgangandi að leita hans. „Maðurinn fannst tuttugu mínútur fyrir ellefu. Þetta gekk mjög vel,“ sagði Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu í kvöld. „Eftir að tilkynningin barst til Neyðarlínunnar virtist ekki nást sambandi við hann. Það gekk því erfiðlega að reyna að staðsetja hann frekar.“ Maðurinn gat gefið til kynna hvoru megin við fossinn hann var, en hann rataði ekki niður. Davíð segir að gott veður hafi verið á svæðinu. „Fljótlega eftir að þau voru komin sáu þau ljós í hlíðinni og fóru beint þangað og fundu manninn. Það amaði ekkert að honum, hann var ekki slasaður og svona frekar brattur. Hann hafði bara tapað leiðinni í myrkrinu og hafði ekki ratað niður aftur. Björgunarsveitarfólkið fylgdi honum niður og komu honum á bílastæðið þar sem bíllinn hans var. Þar skildu leiðir og allir héldu til síns heima.“ Útkallið barst klukkan 21:27 í kvöld, eftir að tilkynning barst Neyðarlínunni frá göngumanninum. Fyrsti hópur björgunarfólks var kominn á svæðið um klukkan tíu. Fossinn Glymur er í Botnsdal, innst í Hvalfirði. Glymur er hæsti foss Íslands en fallhæð hans er 198 metrar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Fjallamennska Hvalfjarðarsveit Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira