FA segir bann líklegt til að laða fólk að svarta markaðnum Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2019 14:28 Félagið tekur undir ummæli Ölmu Möller, landlæknis, að niðurstaða könnunar sem sýni að fimmtán prósent tíundubekkinga noti rafrettur, sé áhyggjuefni. Vísir/Getty Félag atvinnurekenda segir nærtækara að tryggja að farið sé eftir lögum og reglum um rafrettur hér á landi, frekar en að herða þær. Þær séu strangar fyrir og félagið bendir á að þau alvarlegu tilvik um lungnasjúkdóma sem komið hafa upp í Bandaríkjunum megi að mestu rekja til notkunar ólöglegra rafrettuvökva sem keyptir voru á svörtum markaði. Félagið hefur sent bréf til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna málsins. „Lögin um rafrettur kveða meðal annars á um eftirlit stjórnvalda með rafrettum og vökvum til að tryggja öryggi neytenda og bann við sölu til barna og unglinga,“ segir í yfirlýsingu á vef félagsins.Þar segir einnig að ekkert af þessu eftirliti hafi farið fram þegar einstaklingar kaupa rafrettuvökva á svörtum markaði. „Því væri réttast af yfirvöldum að brýna fyrir fólki að eiga einungis í viðskiptum við rafrettuverslanir sem eru eftirlitsskyldar og fara eftir gildandi lögum og reglum. Félagsmenn FA leggja ríka áherslu á að selja eingöngu vörur sem uppfylla CE-staðla og skilyrði laga og reglna.“ Félagið tekur undir ummæli Ölmu Möller, landlæknis, að niðurstaða könnunar sem sýni að fimmtán prósent tíundubekkinga noti rafrettur, sé áhyggjuefni. Alma hefur lagt til við ráðherra að eftirlit með núverandi löggjöf verði hert, að bragðbættir rafrettuvökvar verði bannaðir og að merkingar á rafrettum verði bættar. FA bendir þó á að í lögum um rafrettur sé bannað að hafa texta eða myndmál sem höfði til barna og ungmenn á rafrettum og auglýsingar á vörum séu bannaðar. „Að mati landlæknis er réttast að banna veipvökva með einkennandi bragðefnum. Slíkt hefur þó ekkert með heilsuvernd að gera og kemur heldur ekki í veg fyrir að einstaklingar verði sér úti um slíka vökva. Ef bragðbættir veipvökvar verða bannaðir er hætt við því að einstaklingar, þar með talin börn og unglingar, nálgist með ólögmætum hætti slíka vökva, sem falla þá ekki undir opinbert eftirlit. Bragðbættir vökvar sem búið er að smygla inn til landsins lúta ekki lögum um rafrettur og munu þ.a.l. lagalegar takmarkanir ekki koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar afhendi börnum og ungmennum bragðbætta vökva. Afleiðingarnar gætu orðið þveröfugar við það sem ætlunin er.“ Rafrettur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira
Félag atvinnurekenda segir nærtækara að tryggja að farið sé eftir lögum og reglum um rafrettur hér á landi, frekar en að herða þær. Þær séu strangar fyrir og félagið bendir á að þau alvarlegu tilvik um lungnasjúkdóma sem komið hafa upp í Bandaríkjunum megi að mestu rekja til notkunar ólöglegra rafrettuvökva sem keyptir voru á svörtum markaði. Félagið hefur sent bréf til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna málsins. „Lögin um rafrettur kveða meðal annars á um eftirlit stjórnvalda með rafrettum og vökvum til að tryggja öryggi neytenda og bann við sölu til barna og unglinga,“ segir í yfirlýsingu á vef félagsins.Þar segir einnig að ekkert af þessu eftirliti hafi farið fram þegar einstaklingar kaupa rafrettuvökva á svörtum markaði. „Því væri réttast af yfirvöldum að brýna fyrir fólki að eiga einungis í viðskiptum við rafrettuverslanir sem eru eftirlitsskyldar og fara eftir gildandi lögum og reglum. Félagsmenn FA leggja ríka áherslu á að selja eingöngu vörur sem uppfylla CE-staðla og skilyrði laga og reglna.“ Félagið tekur undir ummæli Ölmu Möller, landlæknis, að niðurstaða könnunar sem sýni að fimmtán prósent tíundubekkinga noti rafrettur, sé áhyggjuefni. Alma hefur lagt til við ráðherra að eftirlit með núverandi löggjöf verði hert, að bragðbættir rafrettuvökvar verði bannaðir og að merkingar á rafrettum verði bættar. FA bendir þó á að í lögum um rafrettur sé bannað að hafa texta eða myndmál sem höfði til barna og ungmenn á rafrettum og auglýsingar á vörum séu bannaðar. „Að mati landlæknis er réttast að banna veipvökva með einkennandi bragðefnum. Slíkt hefur þó ekkert með heilsuvernd að gera og kemur heldur ekki í veg fyrir að einstaklingar verði sér úti um slíka vökva. Ef bragðbættir veipvökvar verða bannaðir er hætt við því að einstaklingar, þar með talin börn og unglingar, nálgist með ólögmætum hætti slíka vökva, sem falla þá ekki undir opinbert eftirlit. Bragðbættir vökvar sem búið er að smygla inn til landsins lúta ekki lögum um rafrettur og munu þ.a.l. lagalegar takmarkanir ekki koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar afhendi börnum og ungmennum bragðbætta vökva. Afleiðingarnar gætu orðið þveröfugar við það sem ætlunin er.“
Rafrettur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira