Stjórnendur virtu að vettugi kostnaðarmat verkfræðistofu Björn Þorfinnsson skrifar 3. október 2019 06:00 Kostnaðaráætlun samin innan Upphafs vegna Hafnarbrautar 12 var verulega vanmetin. Framkvæmdastjóri Ferils verkfræðistofu segir að kostnaðaráætlun sem fyrirtækið vann fyrir Upphaf fasteignafélag vegna verkefnis á Kársnesi standist og sé í takt við framvindu verksins. Mat fyrirtækisins hafi verið virt að vettugi og farið eftir annarri kostnaðaráætlun sem samin var innan Upphafs. Sú kostnaðaráætlun hafi verið verulega vanáætluð. Í byrjun vikunnar var greint frá því að staða tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri GAMMA, það er GAMMA: Novus og GAMMA: Anglia, hafi verið umtalsvert verri en gert var ráð fyrir. Um síðustu áramót var eigið fé GAMMA: Novus sagt vera 4,4 milljarðar króna en það var lækkað niður í 42 milljónir króna í vikunni. Helsta eign GAMMA: Novus er Upphaf fasteignafélag. Í tilkynningu sem GAMMA sendi frá sér vegna hinna válegu tíðinda kom fram að verulegar eignir væru í félaginu, meðal annars 277 íbúðir í byggingu. Stórt stak í því mengi er bygging 129 íbúða við Hafnarbraut 12 á Kársnesi. Samkvæmt áætlunum átti sala að hefjast á fyrstu íbúðunum í haust en ljóst er að töf verður á því. Í tilkynningu GAMMA kom fram að kostnaður við framkvæmdir verkefna Upphafs, þar á meðal við Hafnarbraut 12, hafi verið vanmetinn og að raunframvinda verkefna félagsins hafi verið ofmetin. Verkfræðistofunni Ferli var falið að gera kostnaðaráætlun vegna Hafnarbrautar 12 fyrir stjórnendur Upphafs. Sú kostnaðaráætlun var þó ekki höfð til hliðsjónar þegar verkefnið var kynnt fjárfestum. Þá kom fram í frétt Markaðarins í vikunni að til stæði að kanna greiðslur til félaga sem komu að verkefnum Upphafs, meðal annars verkfræðistofunnar, vegna vafa um hvort eðlilega hafi verið að þeim staðið. „Við vísum því alfarið á bug að óeðlilegar greiðslur hafi borist til okkar og skiljum ekki hvaðan sú umræða kemur. Það er rétt að við gerðum kostnaðaráætlun vegna verkefnisins á Hafnarbraut. Sú kostnaðaráætlun er raunsæ en það var ekki farið eftir henni. Stjórnendur Upphafs sömdu aðra kostnaðaráætlun innanhúss sem hefur ráðið för og virtu okkar mat að vettugi,“ segir Ásmundur Ingvarsson, framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar. Máni Atlason, nýráðinn framkvæmdastjóri GAMMA, segist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Nýir stjórnendur séu að rannsaka, með aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga eftir því sem við á, hvað hafi farið úrskeiðis. „Við höfum upplýst fjárfesta sjóðanna um hver staðan er og okkar vinna er að reyna að verja virði þeirra eigna sem eru í félaginu,“ segir Máni. Hann vildi ekki svara spurningu um hvort fyrri stjórnendur hefðu gerst sekir um saknæmt athæfi. Birtist í Fréttablaðinu GAMMA Markaðir Skipulag Tengdar fréttir Kanna greiðslur sem runnu frá félagi í stýringu GAMMA Grunur um að ekki hafi verið eðlilega staðið að greiðslum til félaga sem komu að verkefnum Upphafs. Félag Guðbjargar í Eyjum fjárfesti fyrir hundruð milljóna í sjóð GAMMA og Stoðir fyrir 500 milljónir í skuldabréfaútboði. 2. október 2019 08:00 Segir niðurfærslu Gamma:Novus ekki standast Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir að niðurfærsla á gengi Gamma:Novus rekstrarsjóðsins sé litið grafalvarlegum augum. 2. október 2019 13:00 Lífeyrissjóðir lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með stöðu sjóða hjá Gamma Nýir stjórnendur Gamma ætla að rannsaka hvað fór úrskeiðis í rekstri tveggja sjóða hjá félaginu 2. október 2019 21:00 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Framkvæmdastjóri Ferils verkfræðistofu segir að kostnaðaráætlun sem fyrirtækið vann fyrir Upphaf fasteignafélag vegna verkefnis á Kársnesi standist og sé í takt við framvindu verksins. Mat fyrirtækisins hafi verið virt að vettugi og farið eftir annarri kostnaðaráætlun sem samin var innan Upphafs. Sú kostnaðaráætlun hafi verið verulega vanáætluð. Í byrjun vikunnar var greint frá því að staða tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri GAMMA, það er GAMMA: Novus og GAMMA: Anglia, hafi verið umtalsvert verri en gert var ráð fyrir. Um síðustu áramót var eigið fé GAMMA: Novus sagt vera 4,4 milljarðar króna en það var lækkað niður í 42 milljónir króna í vikunni. Helsta eign GAMMA: Novus er Upphaf fasteignafélag. Í tilkynningu sem GAMMA sendi frá sér vegna hinna válegu tíðinda kom fram að verulegar eignir væru í félaginu, meðal annars 277 íbúðir í byggingu. Stórt stak í því mengi er bygging 129 íbúða við Hafnarbraut 12 á Kársnesi. Samkvæmt áætlunum átti sala að hefjast á fyrstu íbúðunum í haust en ljóst er að töf verður á því. Í tilkynningu GAMMA kom fram að kostnaður við framkvæmdir verkefna Upphafs, þar á meðal við Hafnarbraut 12, hafi verið vanmetinn og að raunframvinda verkefna félagsins hafi verið ofmetin. Verkfræðistofunni Ferli var falið að gera kostnaðaráætlun vegna Hafnarbrautar 12 fyrir stjórnendur Upphafs. Sú kostnaðaráætlun var þó ekki höfð til hliðsjónar þegar verkefnið var kynnt fjárfestum. Þá kom fram í frétt Markaðarins í vikunni að til stæði að kanna greiðslur til félaga sem komu að verkefnum Upphafs, meðal annars verkfræðistofunnar, vegna vafa um hvort eðlilega hafi verið að þeim staðið. „Við vísum því alfarið á bug að óeðlilegar greiðslur hafi borist til okkar og skiljum ekki hvaðan sú umræða kemur. Það er rétt að við gerðum kostnaðaráætlun vegna verkefnisins á Hafnarbraut. Sú kostnaðaráætlun er raunsæ en það var ekki farið eftir henni. Stjórnendur Upphafs sömdu aðra kostnaðaráætlun innanhúss sem hefur ráðið för og virtu okkar mat að vettugi,“ segir Ásmundur Ingvarsson, framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar. Máni Atlason, nýráðinn framkvæmdastjóri GAMMA, segist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Nýir stjórnendur séu að rannsaka, með aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga eftir því sem við á, hvað hafi farið úrskeiðis. „Við höfum upplýst fjárfesta sjóðanna um hver staðan er og okkar vinna er að reyna að verja virði þeirra eigna sem eru í félaginu,“ segir Máni. Hann vildi ekki svara spurningu um hvort fyrri stjórnendur hefðu gerst sekir um saknæmt athæfi.
Birtist í Fréttablaðinu GAMMA Markaðir Skipulag Tengdar fréttir Kanna greiðslur sem runnu frá félagi í stýringu GAMMA Grunur um að ekki hafi verið eðlilega staðið að greiðslum til félaga sem komu að verkefnum Upphafs. Félag Guðbjargar í Eyjum fjárfesti fyrir hundruð milljóna í sjóð GAMMA og Stoðir fyrir 500 milljónir í skuldabréfaútboði. 2. október 2019 08:00 Segir niðurfærslu Gamma:Novus ekki standast Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir að niðurfærsla á gengi Gamma:Novus rekstrarsjóðsins sé litið grafalvarlegum augum. 2. október 2019 13:00 Lífeyrissjóðir lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með stöðu sjóða hjá Gamma Nýir stjórnendur Gamma ætla að rannsaka hvað fór úrskeiðis í rekstri tveggja sjóða hjá félaginu 2. október 2019 21:00 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Kanna greiðslur sem runnu frá félagi í stýringu GAMMA Grunur um að ekki hafi verið eðlilega staðið að greiðslum til félaga sem komu að verkefnum Upphafs. Félag Guðbjargar í Eyjum fjárfesti fyrir hundruð milljóna í sjóð GAMMA og Stoðir fyrir 500 milljónir í skuldabréfaútboði. 2. október 2019 08:00
Segir niðurfærslu Gamma:Novus ekki standast Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir að niðurfærsla á gengi Gamma:Novus rekstrarsjóðsins sé litið grafalvarlegum augum. 2. október 2019 13:00
Lífeyrissjóðir lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með stöðu sjóða hjá Gamma Nýir stjórnendur Gamma ætla að rannsaka hvað fór úrskeiðis í rekstri tveggja sjóða hjá félaginu 2. október 2019 21:00