Sjóvá áskilur sér rétt til að fá óháða úttekt á því hvað fór úrskeiðis hjá Gamma:Novus Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. október 2019 12:00 Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, segir félagið áskilja sér allan rétt til að gerð verði óháð úttekt á því hvað fór úrskeiðis hjá Gamma:Novus. Vísir/daníel Forstjóri Sjóvár segir að tryggingafélagið áskilji sér allan rétt til að fara fram á að gerð verði úttekt á því hvað fór úrskeiðis í rekstrarsjóðnum Gamma:Nova.Fulltrúar félagsins áttu fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær. Framkvæmdastjóri Gamma segir að lögð hafi verið fram áætlun um hvernig hægt sé að verja verðmæti kröfuhafa í sjóðnum. Tryggingafélagið TM tók þátt í skuldabréfaútboði Gamma:Nova í vor og var staða félagsins þá sögð sterk og eigið fé sagt 4,4 milljarðar. Þá á Sjóvá hlutdeildarskírteini í Gamma Novus. Eins og fram hefur komið var eigið fé síðan fært niður um 99% á mánudag og ástæðurnar sagðar endrumat, kostnaðarauki og aðrar uppgjöraðferðir nýrra stjórnenda. Sama dag sendu tryggingafélögin frá sér afkomuviðvaranir í Kauphöll vegna stöðunnar. Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, segir að fulltrúa félagsins hafi átt fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær í þeim tilgangi að afla upplýsinga og gagna. Það sé þó ljóst að Sjóvá áskilji sér allan rétt, t.d. um að fram fari óháð könnun á því hvað fór úrskeiðis í rekstrinum. Hins vegar sé of snemmt að segja til um til hvaða aðgerða verði gripið.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í fréttum Stöðvar 2 á mánudag að þetta gæti ýtt af stað iðgjaldahækkunum hjá tryggingafélögunum. Hermann segir að iðgjöld félagsins hækki ekki af þessum ástæðum og í svari frá TM kom fram að málið hefði engin áhrif á iðgjöld hjá þeim.Máni Atlason nýr framkvæmdastjóri Gamma og sjóðsstjóri Gamma:Novus segir mikilvægt að sjóðurinn fái aukið fjármagn.Gamma:Novus þarf nýtt fjármagn Máni Atlason framkvæmdastjóri Gamma segir að nú sé öllum árið róið að því að verja verðmæti kröfuhafa í Gamma:Novus. „Við teljum okkur hafa lagt fram trúverðuga áætlun um það hvernig við getum varið verðmæti kröfuhafa og höfuðstól skuldabréfsins og stóran hluta af vöxtunum en til þess að það gangi þá þurfa lánveitendur að vinna með okkur og við þurfum að safna auknu fjármagni,“ segir Máni. Aðspurður að því hvort refsiverð háttsemi hafi átt sér stað kringum rekstur Gamma:Novus segir Máni. „Ég geri ekki ráð fyrir neinu í þeim efnum. Ég sá umfjöllun Fréttablaðsins í gær en við munum rannsaka málið og viljum koma til botns í því en spörum stór ár þangað til við komum til botns í málinu. Við tilkynntum málið til Fjármálaeftirlitsins fyrir nokkrum dögum og munum halda þeim upplýstum,“ segir Máni. GAMMA Lífeyrissjóðir Tryggingar Tengdar fréttir Segir niðurfærslu Gamma:Novus ekki standast Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir að niðurfærsla á gengi Gamma:Novus rekstrarsjóðsins sé litið grafalvarlegum augum. 2. október 2019 13:00 „Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. 3. október 2019 12:00 Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Forstjóri Sjóvár segir að tryggingafélagið áskilji sér allan rétt til að fara fram á að gerð verði úttekt á því hvað fór úrskeiðis í rekstrarsjóðnum Gamma:Nova.Fulltrúar félagsins áttu fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær. Framkvæmdastjóri Gamma segir að lögð hafi verið fram áætlun um hvernig hægt sé að verja verðmæti kröfuhafa í sjóðnum. Tryggingafélagið TM tók þátt í skuldabréfaútboði Gamma:Nova í vor og var staða félagsins þá sögð sterk og eigið fé sagt 4,4 milljarðar. Þá á Sjóvá hlutdeildarskírteini í Gamma Novus. Eins og fram hefur komið var eigið fé síðan fært niður um 99% á mánudag og ástæðurnar sagðar endrumat, kostnaðarauki og aðrar uppgjöraðferðir nýrra stjórnenda. Sama dag sendu tryggingafélögin frá sér afkomuviðvaranir í Kauphöll vegna stöðunnar. Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, segir að fulltrúa félagsins hafi átt fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær í þeim tilgangi að afla upplýsinga og gagna. Það sé þó ljóst að Sjóvá áskilji sér allan rétt, t.d. um að fram fari óháð könnun á því hvað fór úrskeiðis í rekstrinum. Hins vegar sé of snemmt að segja til um til hvaða aðgerða verði gripið.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í fréttum Stöðvar 2 á mánudag að þetta gæti ýtt af stað iðgjaldahækkunum hjá tryggingafélögunum. Hermann segir að iðgjöld félagsins hækki ekki af þessum ástæðum og í svari frá TM kom fram að málið hefði engin áhrif á iðgjöld hjá þeim.Máni Atlason nýr framkvæmdastjóri Gamma og sjóðsstjóri Gamma:Novus segir mikilvægt að sjóðurinn fái aukið fjármagn.Gamma:Novus þarf nýtt fjármagn Máni Atlason framkvæmdastjóri Gamma segir að nú sé öllum árið róið að því að verja verðmæti kröfuhafa í Gamma:Novus. „Við teljum okkur hafa lagt fram trúverðuga áætlun um það hvernig við getum varið verðmæti kröfuhafa og höfuðstól skuldabréfsins og stóran hluta af vöxtunum en til þess að það gangi þá þurfa lánveitendur að vinna með okkur og við þurfum að safna auknu fjármagni,“ segir Máni. Aðspurður að því hvort refsiverð háttsemi hafi átt sér stað kringum rekstur Gamma:Novus segir Máni. „Ég geri ekki ráð fyrir neinu í þeim efnum. Ég sá umfjöllun Fréttablaðsins í gær en við munum rannsaka málið og viljum koma til botns í því en spörum stór ár þangað til við komum til botns í málinu. Við tilkynntum málið til Fjármálaeftirlitsins fyrir nokkrum dögum og munum halda þeim upplýstum,“ segir Máni.
GAMMA Lífeyrissjóðir Tryggingar Tengdar fréttir Segir niðurfærslu Gamma:Novus ekki standast Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir að niðurfærsla á gengi Gamma:Novus rekstrarsjóðsins sé litið grafalvarlegum augum. 2. október 2019 13:00 „Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. 3. október 2019 12:00 Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Segir niðurfærslu Gamma:Novus ekki standast Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir að niðurfærsla á gengi Gamma:Novus rekstrarsjóðsins sé litið grafalvarlegum augum. 2. október 2019 13:00
„Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. 3. október 2019 12:00
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent