„Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. október 2019 12:00 Ótal spurningum er ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. gamma Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. Rætt var við Hörð um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og snerist umræðan að mestu leyti um Gamma: Novus sem er fasteignasjóður með um 400 til 500 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á sínu snærum. Sagði Hörður að svo virtist sem allt utanumhald um þann sjóð og verkefni hans hafi verið í skötulíki. „Það kemur í ljós á mánudaginn að eigið fé sjóðsins virðist hafa gufað upp; farið frá því að vera tæpir fjórir milljarðar að því er menn héldu um mitt árið í fjörutíu milljónir. Endurskoðaður ársreikningur um áramótin hafði sýnt 4,8 milljarða eiginfjárstöðu. Þannig að menn eru núna að reyna að átta sig á því hvernig getur þetta gerst,“ sagði Hörður en í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi benti Máni Atlason, nýr framkvæmdastjóri Gamma og nýr sjóðsstjóri Novus, á þrjú atriði í þessu samhengi. „Vænt sala eigna Upphafs fasteignafélags sem var í rekstri hjá Gamma: Novus hefur verið endurmetið, kostnaðarhækkanir hafa verið vanmetnar og svo notum við aðra aðferð til að meta vaxtakostnað félagsins til framtíðr,“ sagði Máni.Hörður Ægisson er ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.Háir vextir í skuldabréfaútboði endurspegluðu mikla áhættu Hörður rifjaði það upp í morgun að í vor hafði Upphaf fasteignafélag, sem er í eigu Gamma: Novus, sótt sér 2,7 milljarða í lánsfé á skuldabréfamarkaði. Sagði Hörður að það hefði reynst félaginu dálítið erfitt að sækja sér féð en það endurspeglaðist meðal annars í því að vaxtakjörin í útboðinu, sem áttu upphaflega að vera 11 prósent, enduðu í því að vera 15 prósent. „Í tveggja ára skuldabréfaútboði er það á alla mælikvarða mjög hátt og endurspeglar að þarna er mikil áhætta,“ sagði Hörður og bætti við að þegar farið væri í slíkt útboð þyrfti að kynna fyrir fjárfestum viðamiklar fjárhagsupplýsingar sem væru lagðar á borðið. Var hann þá spurður af þáttastjórnanda hvort að það þyrfti ekki allt að vera rétt. „Jú, maður myndi halda það og stimplað í bak og fyrir. Og ekkert af því stenst virðist vera,“ sagði Hörður. Hann sagði að nýir stjórnendur hjá sjóðnum myndu væntanlega velta við öllum steinum til að komst til botns í því hvað gerðist og meðal annars skoða hvort einhverjar óeðlilegar greiðslur hefðu runnið úr félaginu á síðustu mánuðum. Aðspurður hvort einhver hefði gert mistök í málinu svaraði Hörður: „Tvímælalaust. Það virðist augljóst að allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki.“ Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem rangt var farið með í upphafi að þeir sem tóku þátt í skuldabréfaútboðinu myndu tapa öllu sínu fé. Það er ekki rétt og hefur verið lagfært. Hið rétta er að sjóðsfélagar í Novus hafa tapað öllu sínu. GAMMA Lífeyrissjóðir Markaðir Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með stöðu sjóða hjá Gamma Nýir stjórnendur Gamma ætla að rannsaka hvað fór úrskeiðis í rekstri tveggja sjóða hjá félaginu 2. október 2019 21:00 Stjórnendur virtu að vettugi kostnaðarmat verkfræðistofu Framkvæmdastjóri verkfræðistofu sem vann kostnaðarmat vegna byggingar 129 íbúða á Kársnesi segir að kostnaðaráætlun fyrirtækisins hafi verið hunsuð og stjórnendur Upphafs fasteignafélags hafi samið aðra áætlun innanhúss og kynnt hana hagsmunaaðilum. Sú áætlun hafi verið verulega vanáætluð. 3. október 2019 06:00 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. Rætt var við Hörð um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og snerist umræðan að mestu leyti um Gamma: Novus sem er fasteignasjóður með um 400 til 500 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á sínu snærum. Sagði Hörður að svo virtist sem allt utanumhald um þann sjóð og verkefni hans hafi verið í skötulíki. „Það kemur í ljós á mánudaginn að eigið fé sjóðsins virðist hafa gufað upp; farið frá því að vera tæpir fjórir milljarðar að því er menn héldu um mitt árið í fjörutíu milljónir. Endurskoðaður ársreikningur um áramótin hafði sýnt 4,8 milljarða eiginfjárstöðu. Þannig að menn eru núna að reyna að átta sig á því hvernig getur þetta gerst,“ sagði Hörður en í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi benti Máni Atlason, nýr framkvæmdastjóri Gamma og nýr sjóðsstjóri Novus, á þrjú atriði í þessu samhengi. „Vænt sala eigna Upphafs fasteignafélags sem var í rekstri hjá Gamma: Novus hefur verið endurmetið, kostnaðarhækkanir hafa verið vanmetnar og svo notum við aðra aðferð til að meta vaxtakostnað félagsins til framtíðr,“ sagði Máni.Hörður Ægisson er ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.Háir vextir í skuldabréfaútboði endurspegluðu mikla áhættu Hörður rifjaði það upp í morgun að í vor hafði Upphaf fasteignafélag, sem er í eigu Gamma: Novus, sótt sér 2,7 milljarða í lánsfé á skuldabréfamarkaði. Sagði Hörður að það hefði reynst félaginu dálítið erfitt að sækja sér féð en það endurspeglaðist meðal annars í því að vaxtakjörin í útboðinu, sem áttu upphaflega að vera 11 prósent, enduðu í því að vera 15 prósent. „Í tveggja ára skuldabréfaútboði er það á alla mælikvarða mjög hátt og endurspeglar að þarna er mikil áhætta,“ sagði Hörður og bætti við að þegar farið væri í slíkt útboð þyrfti að kynna fyrir fjárfestum viðamiklar fjárhagsupplýsingar sem væru lagðar á borðið. Var hann þá spurður af þáttastjórnanda hvort að það þyrfti ekki allt að vera rétt. „Jú, maður myndi halda það og stimplað í bak og fyrir. Og ekkert af því stenst virðist vera,“ sagði Hörður. Hann sagði að nýir stjórnendur hjá sjóðnum myndu væntanlega velta við öllum steinum til að komst til botns í því hvað gerðist og meðal annars skoða hvort einhverjar óeðlilegar greiðslur hefðu runnið úr félaginu á síðustu mánuðum. Aðspurður hvort einhver hefði gert mistök í málinu svaraði Hörður: „Tvímælalaust. Það virðist augljóst að allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki.“ Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem rangt var farið með í upphafi að þeir sem tóku þátt í skuldabréfaútboðinu myndu tapa öllu sínu fé. Það er ekki rétt og hefur verið lagfært. Hið rétta er að sjóðsfélagar í Novus hafa tapað öllu sínu.
GAMMA Lífeyrissjóðir Markaðir Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með stöðu sjóða hjá Gamma Nýir stjórnendur Gamma ætla að rannsaka hvað fór úrskeiðis í rekstri tveggja sjóða hjá félaginu 2. október 2019 21:00 Stjórnendur virtu að vettugi kostnaðarmat verkfræðistofu Framkvæmdastjóri verkfræðistofu sem vann kostnaðarmat vegna byggingar 129 íbúða á Kársnesi segir að kostnaðaráætlun fyrirtækisins hafi verið hunsuð og stjórnendur Upphafs fasteignafélags hafi samið aðra áætlun innanhúss og kynnt hana hagsmunaaðilum. Sú áætlun hafi verið verulega vanáætluð. 3. október 2019 06:00 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Lífeyrissjóðir lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með stöðu sjóða hjá Gamma Nýir stjórnendur Gamma ætla að rannsaka hvað fór úrskeiðis í rekstri tveggja sjóða hjá félaginu 2. október 2019 21:00
Stjórnendur virtu að vettugi kostnaðarmat verkfræðistofu Framkvæmdastjóri verkfræðistofu sem vann kostnaðarmat vegna byggingar 129 íbúða á Kársnesi segir að kostnaðaráætlun fyrirtækisins hafi verið hunsuð og stjórnendur Upphafs fasteignafélags hafi samið aðra áætlun innanhúss og kynnt hana hagsmunaaðilum. Sú áætlun hafi verið verulega vanáætluð. 3. október 2019 06:00