Fjórir lífeyrissjóðir hafa upplýst tap vegna sjóða Gamma Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. október 2019 18:30 Fasteignaþróunarfélagið Upphaf sem er í eigu Gamma:Novus er með hátt í þrjú hundruð íbúðir í byggingu eða sölu á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri Gamma segir mikilvægt að fá aukið fjármagn inní félagið til að halda framkvæmdum áfram. Rekstrarsjóðir Gamma sem færðir voru niður á mánudag um 99% og 60% eru svokallaðir fagfjárfestasjóðir. Í lögum um slíka sjóði kemur fram að rekstrarfélög skuli vera með eftirlitskerfi og vakta, meta og stýra áhættu einstakra eigna og eignasafns á hverjum tíma. Þá er Fjármálaeftirlitinu heimilt að setja nánari reglur um slíkt eftirlitskerfi. Mál Gamma:Novus er nú til rannsóknar hjá eftirlitinu eftir að nýir stjórnendur vísuðu málinu þangað fyrir nokkrum dögum. Eitthvað virðist kerfinu hafa verið ábótavant en fjárfestar í Gamma:Novus hafa kallað eftir rannsókn á því hvað fór úrskeiðis hjá sjóðnum undanfarna daga. Máni Atlason framkvæmdastjóri Gamma segir afar mikilvægt að útvega nýtt fjármagn inní félagið svo hægt sé að halda áfram með verkefni en Upphaf fasteignafélag Gamma:Novus er með 277 íbúðir í byggingu. Máni Atlason framkvæmdastjóri GammaVísir/Egill„Við teljum okkur hafa lagt fram trúverðuga áætlun um það hvernig við getum varið verðmæti kröfuhafa og höfuðstól skuldabréfsins og stóran hluta af vöxtunum en til þess að það gangi þá þurfa lánveitendur að vinna með okkur og við þurfum að safna auknu fjármagni,“ segir Máni. Fréttastofa sendi fyrirspurn til lífeyrissjóða um hvort þeir eigi hlutdeildarskírteini eða skuldabréf í rekstrarsjóðunum tveimur. Ekki þurfti að senda á alla því á heimasíðum þeirra kom fram að þeir ættu ekki í sjóðnum. Fjórir lífeyrissjóðir fjárfestu í Gamma:Novus eða Gamma:Anglia en það eru Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Festa, Birta og Lífsverk. GAMMA Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Sjóvá áskilur sér rétt til að fá óháða úttekt á því hvað fór úrskeiðis hjá Gamma:Novus Forstjóri Sjóvá segir að tryggingafélagið áskilji sér allan rétt til að fara fram á að gerð verði úttekt á því hvað fór úrskeiðis í rekstrarsjóðnum Gamma:Nova.Fulltrúar félagsins áttu fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær. Framkvæmdastjóri Gamma segir að lögð hafi verið fram áætlun um hvernig hægt sé að verja verðmæti kröfuhafa í sjóðnum. 3. október 2019 12:00 Sölvi Blöndal segir skilið við Gamma Sölvi Blöndal, sem starfað hefur sem efnahagsráðgjafi Gamma, hefur ákveðið að róa á önnur mið. 3. október 2019 11:30 „Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. 3. október 2019 12:00 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Fasteignaþróunarfélagið Upphaf sem er í eigu Gamma:Novus er með hátt í þrjú hundruð íbúðir í byggingu eða sölu á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri Gamma segir mikilvægt að fá aukið fjármagn inní félagið til að halda framkvæmdum áfram. Rekstrarsjóðir Gamma sem færðir voru niður á mánudag um 99% og 60% eru svokallaðir fagfjárfestasjóðir. Í lögum um slíka sjóði kemur fram að rekstrarfélög skuli vera með eftirlitskerfi og vakta, meta og stýra áhættu einstakra eigna og eignasafns á hverjum tíma. Þá er Fjármálaeftirlitinu heimilt að setja nánari reglur um slíkt eftirlitskerfi. Mál Gamma:Novus er nú til rannsóknar hjá eftirlitinu eftir að nýir stjórnendur vísuðu málinu þangað fyrir nokkrum dögum. Eitthvað virðist kerfinu hafa verið ábótavant en fjárfestar í Gamma:Novus hafa kallað eftir rannsókn á því hvað fór úrskeiðis hjá sjóðnum undanfarna daga. Máni Atlason framkvæmdastjóri Gamma segir afar mikilvægt að útvega nýtt fjármagn inní félagið svo hægt sé að halda áfram með verkefni en Upphaf fasteignafélag Gamma:Novus er með 277 íbúðir í byggingu. Máni Atlason framkvæmdastjóri GammaVísir/Egill„Við teljum okkur hafa lagt fram trúverðuga áætlun um það hvernig við getum varið verðmæti kröfuhafa og höfuðstól skuldabréfsins og stóran hluta af vöxtunum en til þess að það gangi þá þurfa lánveitendur að vinna með okkur og við þurfum að safna auknu fjármagni,“ segir Máni. Fréttastofa sendi fyrirspurn til lífeyrissjóða um hvort þeir eigi hlutdeildarskírteini eða skuldabréf í rekstrarsjóðunum tveimur. Ekki þurfti að senda á alla því á heimasíðum þeirra kom fram að þeir ættu ekki í sjóðnum. Fjórir lífeyrissjóðir fjárfestu í Gamma:Novus eða Gamma:Anglia en það eru Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Festa, Birta og Lífsverk.
GAMMA Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Sjóvá áskilur sér rétt til að fá óháða úttekt á því hvað fór úrskeiðis hjá Gamma:Novus Forstjóri Sjóvá segir að tryggingafélagið áskilji sér allan rétt til að fara fram á að gerð verði úttekt á því hvað fór úrskeiðis í rekstrarsjóðnum Gamma:Nova.Fulltrúar félagsins áttu fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær. Framkvæmdastjóri Gamma segir að lögð hafi verið fram áætlun um hvernig hægt sé að verja verðmæti kröfuhafa í sjóðnum. 3. október 2019 12:00 Sölvi Blöndal segir skilið við Gamma Sölvi Blöndal, sem starfað hefur sem efnahagsráðgjafi Gamma, hefur ákveðið að róa á önnur mið. 3. október 2019 11:30 „Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. 3. október 2019 12:00 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Sjóvá áskilur sér rétt til að fá óháða úttekt á því hvað fór úrskeiðis hjá Gamma:Novus Forstjóri Sjóvá segir að tryggingafélagið áskilji sér allan rétt til að fara fram á að gerð verði úttekt á því hvað fór úrskeiðis í rekstrarsjóðnum Gamma:Nova.Fulltrúar félagsins áttu fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær. Framkvæmdastjóri Gamma segir að lögð hafi verið fram áætlun um hvernig hægt sé að verja verðmæti kröfuhafa í sjóðnum. 3. október 2019 12:00
Sölvi Blöndal segir skilið við Gamma Sölvi Blöndal, sem starfað hefur sem efnahagsráðgjafi Gamma, hefur ákveðið að róa á önnur mið. 3. október 2019 11:30
„Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. 3. október 2019 12:00