Sjáum hversu langt við erum komin Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. október 2019 15:00 Jón Þór ræðir við Hlín og Söru eftir leik Íslands í haust. Fréttablaðið/Valli Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í knattspyrnu mæta Frakklandi í æfingaleik ytra í dag. Þjálfarinn á von á erfiðum leik gegn einu af sterkustu liðum heims og gerir ráð fyrir að dreifa álaginu vel enda aðeins þrír dagar í keppnisleik gegn Lettlandi í Ríga. Íslenska kvennalandsliðið mætir einu af sterkustu liðum heims í kvöld þegar Stelpurnar okkar mæta Frökkum í æfingaleik í Nimes. Leikurinn er hluti af undirbúningi Íslands fyrir leik gegn Lettlandi í undankeppni EM 2021 og flýgur íslenska liðið yfir til Lettlands strax morguninn eftir leik. Franska landsliðið komst í átta liða úrslitin á HM í sumar og féll þar úr leik gegn verðandi sigurvegurunum í bandaríska landsliðinu. Þetta verður ellefta viðureign liðanna og hefur Ísland, til þessa, unnið einn leik. Það var fyrir tólf árum þar sem Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eina mark leiksins. Síðan þá hafa liðin mæst fimm sinnum og Frakkar unnið alla leikina, þar á meðal 1-0 sigur í lokakeppni EM 2017. Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins, segist hafa úr öllum leikmannahópnum að velja en Dagný Brynjarsdóttir þarf að spila með grímu ef hún kemur við sögu eftir að hafa nefbrotnað í leik Portland Thorns um síðustu helgi. „Dagný spilar með grímu eftir að hafa nefbrotnað í leiknum um helgina. Hún hefur verið að máta grímuna á æfingum og verður klár í slaginn.“ Jón Þór tók undir að það væru ólíkir andstæðingar sem Ísland væri að fara að mæta. Franska liðið er í 3. sæti á styrkleikalista FIFA en Lettland í 92. sæti. „Þetta eru tveir mjög ólíkir andstæðingar og við þurfum að huga að því í kvöld, dreifa álaginu vel því leikmenn fá rétt nokkra tíma í endurhæfingu áður en haldið er til Lettlands. Við erum með sex skiptingar á morgun en í hreinskilni sagt væri ég gjarnan til í fleiri.“ Aðspurður sagði Jón Þór að það væri spennandi að mæta jafn sterku liði og Frakklandi. „Það er ekkert leyndarmál að franska liðið er eitt af þeim bestu í heiminum. Það er jákvætt fyrir okkur að fá að kljást við þessi bestu lið heimsins og máta okkur við þau. Við finnum að það er hugur í leikmönnunum að gera vel í kvöld,“ sagði Jón Þór. „Við teljum okkur hafa fundið veika bletti á franska liðinu og það er okkar að sækja á þá. Það eru líka margir styrkleikar sem við þurfum að kljást við og stöðva en við reynum að einbeita okkur að okkur, halda áfram okkar vegferð og sjá hversu langt við erum komin.“ Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í knattspyrnu mæta Frakklandi í æfingaleik ytra í dag. Þjálfarinn á von á erfiðum leik gegn einu af sterkustu liðum heims og gerir ráð fyrir að dreifa álaginu vel enda aðeins þrír dagar í keppnisleik gegn Lettlandi í Ríga. Íslenska kvennalandsliðið mætir einu af sterkustu liðum heims í kvöld þegar Stelpurnar okkar mæta Frökkum í æfingaleik í Nimes. Leikurinn er hluti af undirbúningi Íslands fyrir leik gegn Lettlandi í undankeppni EM 2021 og flýgur íslenska liðið yfir til Lettlands strax morguninn eftir leik. Franska landsliðið komst í átta liða úrslitin á HM í sumar og féll þar úr leik gegn verðandi sigurvegurunum í bandaríska landsliðinu. Þetta verður ellefta viðureign liðanna og hefur Ísland, til þessa, unnið einn leik. Það var fyrir tólf árum þar sem Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eina mark leiksins. Síðan þá hafa liðin mæst fimm sinnum og Frakkar unnið alla leikina, þar á meðal 1-0 sigur í lokakeppni EM 2017. Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins, segist hafa úr öllum leikmannahópnum að velja en Dagný Brynjarsdóttir þarf að spila með grímu ef hún kemur við sögu eftir að hafa nefbrotnað í leik Portland Thorns um síðustu helgi. „Dagný spilar með grímu eftir að hafa nefbrotnað í leiknum um helgina. Hún hefur verið að máta grímuna á æfingum og verður klár í slaginn.“ Jón Þór tók undir að það væru ólíkir andstæðingar sem Ísland væri að fara að mæta. Franska liðið er í 3. sæti á styrkleikalista FIFA en Lettland í 92. sæti. „Þetta eru tveir mjög ólíkir andstæðingar og við þurfum að huga að því í kvöld, dreifa álaginu vel því leikmenn fá rétt nokkra tíma í endurhæfingu áður en haldið er til Lettlands. Við erum með sex skiptingar á morgun en í hreinskilni sagt væri ég gjarnan til í fleiri.“ Aðspurður sagði Jón Þór að það væri spennandi að mæta jafn sterku liði og Frakklandi. „Það er ekkert leyndarmál að franska liðið er eitt af þeim bestu í heiminum. Það er jákvætt fyrir okkur að fá að kljást við þessi bestu lið heimsins og máta okkur við þau. Við finnum að það er hugur í leikmönnunum að gera vel í kvöld,“ sagði Jón Þór. „Við teljum okkur hafa fundið veika bletti á franska liðinu og það er okkar að sækja á þá. Það eru líka margir styrkleikar sem við þurfum að kljást við og stöðva en við reynum að einbeita okkur að okkur, halda áfram okkar vegferð og sjá hversu langt við erum komin.“
Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira