Eigum frábært samstarf við færustu sérfræðinga Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. október 2019 09:00 „Þó svæðin séu bara 37 á vefnum þá verða þau fleiri með tímanum,“ segir Dögg Matthíasdóttir. Fréttablaðið/Ernir Þetta verkefni er búið að vera lengi í vinnslu hjá okkur, það er hægt að telja þann tíma í árum,“ segir Dögg Matthíasdóttir, kynningarfulltrúi Fuglaverndar, um nýjan fræðsluvef um sjófuglabyggðir við Ísland. Markmið hans er að vera ítarefni fyrir kennslu á öllum skólastigum og almenningsfræðslu. Slóðin á hann er: fuglavernd.is/busvaedavernd/sjofuglabyggdir/. Dögg segir hann enn sýna bara brot af efninu sem til sé. „Þannig að þó svæðin séu bara 37 á vefnum þá verða þau fleiri með tímanum, vonandi.“ Fuglavernd er frjáls félagasamtök. Viðfangsefni þeirra felst í nafninu. Í samtökunum eru um 1.300 manns, að því er fram kemur í fréttabréfi frá þeim. Hvernig fara þau að því að vinna svona umfangsmikið starf eins og hinn nýja vef? „Þetta verkefni er byggt á rannsóknum okkar færustu vísindamanna sem eru að vinna hjá ýmsum stofnunum. Við eigum í frábæru samstarfi við bestu sérfræðinga landsins bæði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og hjá Náttúrustofunum allt í kringum landið. Svo fara upplýsingar fram og til baka, við pikkum í hitt og þetta fólk og fáum það til að lesa yfir,“ segir Dögg. Erpur Snær Hansen er þekktur fyrir árlega talningu sína á sjófuglum. „Erpur er stjórnarmaður hjá okkur, það er hér sjö manna stjórn og öll í sjálfboðavinnu. En við erum tvær sem erum launaðir starfsmenn Fuglaverndar, Hólmfríður Arnardóttir er framkvæmdastjóri í fullu starfi og ég er í hálfu starfi sem kynningarfulltrúi. Það er ekki síst því að þakka að breska fuglaverndarfélagið stendur svo þétt við bakið á okkur.“Lundanum hefur fækkað um þriðjung á Íslandi á síðustu árum.Fréttablaðið/StefánEr það vegna þess að Ísland er svo alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði? „Já, Bretar hafa verið að styrkja félagastarfsemi í Afríkuríkjunum en í þessu tilfelli horfa þeir til norðurslóða. Sem er frábært.“ Dögg segir stórstígar breytingar hafa orðið á fuglalífinu á síðustu tuttugu árum – til hins verra. „Hrun í sandsílastofninum og loðnustofninum hefur fæðuskort í för með sér fyrir sjófuglana, þannig að það hefur gríðarlegar afleiðingar. Þó svo að fréttir af lundastofninum í sumar bentu til að hann virtist heldur í sókn í Ingólfshöfða og Vestmannaeyjum, sem auðvitað var jákvætt, er engin vissa fyrir því að það ástand vari. Líkurnar eru meiri á því að þróunin verði sú sem hún hefur verið síðustu 20 ár og stofnum hnigni. Þess vegna verðum við að fylgjast mjög vel með.“ Hún segir vissar tegundir teljast í útrýmingarhættu, það komi vel fram í sjófuglabyggðunum. „Á hverju svæði erum við með lista yfir hvaða fuglar eru hvar á válistanum. Fækkun lunda úr þremur milljónum í tvær er til dæmis metin mjög alvarleg og sömuleiðis er skúmurinn tegund í bráðri hættu.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þetta verkefni er búið að vera lengi í vinnslu hjá okkur, það er hægt að telja þann tíma í árum,“ segir Dögg Matthíasdóttir, kynningarfulltrúi Fuglaverndar, um nýjan fræðsluvef um sjófuglabyggðir við Ísland. Markmið hans er að vera ítarefni fyrir kennslu á öllum skólastigum og almenningsfræðslu. Slóðin á hann er: fuglavernd.is/busvaedavernd/sjofuglabyggdir/. Dögg segir hann enn sýna bara brot af efninu sem til sé. „Þannig að þó svæðin séu bara 37 á vefnum þá verða þau fleiri með tímanum, vonandi.“ Fuglavernd er frjáls félagasamtök. Viðfangsefni þeirra felst í nafninu. Í samtökunum eru um 1.300 manns, að því er fram kemur í fréttabréfi frá þeim. Hvernig fara þau að því að vinna svona umfangsmikið starf eins og hinn nýja vef? „Þetta verkefni er byggt á rannsóknum okkar færustu vísindamanna sem eru að vinna hjá ýmsum stofnunum. Við eigum í frábæru samstarfi við bestu sérfræðinga landsins bæði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og hjá Náttúrustofunum allt í kringum landið. Svo fara upplýsingar fram og til baka, við pikkum í hitt og þetta fólk og fáum það til að lesa yfir,“ segir Dögg. Erpur Snær Hansen er þekktur fyrir árlega talningu sína á sjófuglum. „Erpur er stjórnarmaður hjá okkur, það er hér sjö manna stjórn og öll í sjálfboðavinnu. En við erum tvær sem erum launaðir starfsmenn Fuglaverndar, Hólmfríður Arnardóttir er framkvæmdastjóri í fullu starfi og ég er í hálfu starfi sem kynningarfulltrúi. Það er ekki síst því að þakka að breska fuglaverndarfélagið stendur svo þétt við bakið á okkur.“Lundanum hefur fækkað um þriðjung á Íslandi á síðustu árum.Fréttablaðið/StefánEr það vegna þess að Ísland er svo alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði? „Já, Bretar hafa verið að styrkja félagastarfsemi í Afríkuríkjunum en í þessu tilfelli horfa þeir til norðurslóða. Sem er frábært.“ Dögg segir stórstígar breytingar hafa orðið á fuglalífinu á síðustu tuttugu árum – til hins verra. „Hrun í sandsílastofninum og loðnustofninum hefur fæðuskort í för með sér fyrir sjófuglana, þannig að það hefur gríðarlegar afleiðingar. Þó svo að fréttir af lundastofninum í sumar bentu til að hann virtist heldur í sókn í Ingólfshöfða og Vestmannaeyjum, sem auðvitað var jákvætt, er engin vissa fyrir því að það ástand vari. Líkurnar eru meiri á því að þróunin verði sú sem hún hefur verið síðustu 20 ár og stofnum hnigni. Þess vegna verðum við að fylgjast mjög vel með.“ Hún segir vissar tegundir teljast í útrýmingarhættu, það komi vel fram í sjófuglabyggðunum. „Á hverju svæði erum við með lista yfir hvaða fuglar eru hvar á válistanum. Fækkun lunda úr þremur milljónum í tvær er til dæmis metin mjög alvarleg og sömuleiðis er skúmurinn tegund í bráðri hættu.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira