Eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr við stríðsátök Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. október 2019 09:00 Mona er 11 mánaða gömul og býr í flóttamannabúðum í hinu stríðshrjáða Jemen. Hún er meðal annars vannærð en mamma hennar, Fatima, flúði frá borginni Taiz þegar hún var gengin átta mánuði með Monu þar sem átökin höfðu stigmagnast í borginni og matarskortur jókst sífellt. barnaheill 420 milljónir barna eða eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr við stríð í dag. Aldrei hafa fleiri börn búið á stríðshrjáðum svæðum en síðustu tuttugu ár. Þá deyr fjöldi barna ár hvert vegna stríðsátaka og í reynd láta mun fleiri börn lífið í stríði heldur en hermenn. Þannig létust 870 þúsund börn undir fimm ára aldri á árunum 2013 til 2017 í stríðsátökum í þeim tíu löndum í heiminum þar sem mest átök hafa geisað, þar af voru 550 þúsund kornabörn. Á sama tíma létu 175 þúsund hermenn lífið. Það þýðir að það lætur einn hermaður lífið í stríðsátökum á móti hverjum fimm börnum sem deyja af sömu ástæðu.Þær Guðrún Helga Jóhannsdóttir, verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Barnaheillum, og Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna hér á landi. Hluti af vitundarvakningu átaks Barnaheilla er að taka af sér mynd með útrétta hönd og setja á samfélagsmiðla ásamt ramma átaksins.vísir/vilhelmStaða barna sem búa við stríð versnað á síðustu 100 árum Þetta sýnir tölfræði alþjóðasamtakanna Barnaheilla (e. Save the Children) en í dag hefst hér á landi átakið „Stöðvum stríð gegn börnum“. Átakið er í tilefni af 100 ára afmæli samtakanna en Eglantyne Jebb stofnaði Save the Children árið 1919. „Hún stofnaði þetta upphaflega til þess að styðja við börn sem búa við stríð og núna 100 árum seinna erum við enn á sama stað með það að það er enn þá alltof mikið af börnum sem búa við stríð. Í stað þess að blása til einhverrar veislu og hafa húllumhæ og blöðrur þá viljum við nota 100 ára afmælið til þess að vekja athygli á stöðu barna sem búa við stríð. Sú staða hefur í raun bara versnað á þessum 100 árum þar sem börn eru orðin skotmark í dag á meðan þau voru kannski meira fórnarlömb afleiðinga hér áður fyrr,“ segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, hér á landi í samtali við Vísi. Guðrún Helga Jóhannsdóttir, verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Barnaheillum, segir að það séu þrír meginþættir sem samtökin vilji leggja áherslu á með átakinu nú.Klippa: 100 ára afmælisátak BarnaheillaMjög mikilvægt að styðja við þau börn sem hafa upplifað hörmungar stríðs „Í fyrsta lagi að það sé virt að börnum sé haldið utan við stríð. Að þær alþjóðasamþykktir sem til eru, að þær séu virtar og að það sé farið eftir þeim. Í því skyni viljum við skora á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir því að styðja við alþjóðasamþykktir sem vernda börn í stríði,“ segir Guðrún Helga. Í öðru lagi þurfi að draga þá til ábyrgðar sem brjóta gegn börnum. „Gerendur eru að komast meira upp með að brjóta gegn börnum í stríði og eru ekki dregnir nægilega til ábyrgðar fyrir sín brot.“ Þá nefnir Guðrún þriðja punktinn sem sé einn af þeim mikilvægustu. Það sé stuðningur við þau börn sem hafi upplifað hörmungar stríðsátaka. „Þau þurfa að fá stuðning og þau þurfa ekki síst að fá sálrænan stuðning til að geta unnið úr þessum hörmungum og þessum áföllum. Ef við erum með heila þjóð af börnum sem elst upp við stríð þá getum við ímyndað okkur hvernig þau verða sem fullorðnir einstaklingar ef þau fá ekki tækifæri og stuðning til að vinna úr þessu,“ segir Guðrún Helga.Svona var umhorfs í skóla í Jemen eftir að árás hafði verið gerð á hann. Börn eru í dag orðin skotmark í stríði, meira en þau voru áður fyrr.barnaheillStefna að því að safna 100 milljónum króna Átakið stendur í mánuð og er markmiðið að safna 100 milljónum króna sem fara munu í verkefni Barnaheilla í Sýrlandi og Jemen. Verkefnin snúa meðal annars að menntun, heilbrigðisþjónustu, mataraðstoð og ekki hvað síst sálfræðiþjónustu. Átakinu verður hleypt af stokkunum í Smáralind klukkan 16 í dag. Þar munu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid, forsetafrú, setja handarfar sitt á stóran, svartan vegg og skrifa þannig undir áskorun Barnaheilla um að stöðva stríð gegn börnum. Börnum og fjölskyldum gefst svo kostur á að skrifa undir með sama hætti á meðan átakið stendur yfir en handarfarið er gert með hvítri málningu sem auðvelt er að þvo af. Þá er það einnig hluti af átakinu að taka mynd af sér með útrétta hönd og setja á samfélagsmiðla ásamt ramma átaksins.Allar nánari upplýsingar um afmælisátak Barnaheilla, skýrslur með tölfræði, myndir og myndbrot má nálgast hér. Jemen Sýrland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
420 milljónir barna eða eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr við stríð í dag. Aldrei hafa fleiri börn búið á stríðshrjáðum svæðum en síðustu tuttugu ár. Þá deyr fjöldi barna ár hvert vegna stríðsátaka og í reynd láta mun fleiri börn lífið í stríði heldur en hermenn. Þannig létust 870 þúsund börn undir fimm ára aldri á árunum 2013 til 2017 í stríðsátökum í þeim tíu löndum í heiminum þar sem mest átök hafa geisað, þar af voru 550 þúsund kornabörn. Á sama tíma létu 175 þúsund hermenn lífið. Það þýðir að það lætur einn hermaður lífið í stríðsátökum á móti hverjum fimm börnum sem deyja af sömu ástæðu.Þær Guðrún Helga Jóhannsdóttir, verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Barnaheillum, og Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna hér á landi. Hluti af vitundarvakningu átaks Barnaheilla er að taka af sér mynd með útrétta hönd og setja á samfélagsmiðla ásamt ramma átaksins.vísir/vilhelmStaða barna sem búa við stríð versnað á síðustu 100 árum Þetta sýnir tölfræði alþjóðasamtakanna Barnaheilla (e. Save the Children) en í dag hefst hér á landi átakið „Stöðvum stríð gegn börnum“. Átakið er í tilefni af 100 ára afmæli samtakanna en Eglantyne Jebb stofnaði Save the Children árið 1919. „Hún stofnaði þetta upphaflega til þess að styðja við börn sem búa við stríð og núna 100 árum seinna erum við enn á sama stað með það að það er enn þá alltof mikið af börnum sem búa við stríð. Í stað þess að blása til einhverrar veislu og hafa húllumhæ og blöðrur þá viljum við nota 100 ára afmælið til þess að vekja athygli á stöðu barna sem búa við stríð. Sú staða hefur í raun bara versnað á þessum 100 árum þar sem börn eru orðin skotmark í dag á meðan þau voru kannski meira fórnarlömb afleiðinga hér áður fyrr,“ segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, hér á landi í samtali við Vísi. Guðrún Helga Jóhannsdóttir, verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Barnaheillum, segir að það séu þrír meginþættir sem samtökin vilji leggja áherslu á með átakinu nú.Klippa: 100 ára afmælisátak BarnaheillaMjög mikilvægt að styðja við þau börn sem hafa upplifað hörmungar stríðs „Í fyrsta lagi að það sé virt að börnum sé haldið utan við stríð. Að þær alþjóðasamþykktir sem til eru, að þær séu virtar og að það sé farið eftir þeim. Í því skyni viljum við skora á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir því að styðja við alþjóðasamþykktir sem vernda börn í stríði,“ segir Guðrún Helga. Í öðru lagi þurfi að draga þá til ábyrgðar sem brjóta gegn börnum. „Gerendur eru að komast meira upp með að brjóta gegn börnum í stríði og eru ekki dregnir nægilega til ábyrgðar fyrir sín brot.“ Þá nefnir Guðrún þriðja punktinn sem sé einn af þeim mikilvægustu. Það sé stuðningur við þau börn sem hafi upplifað hörmungar stríðsátaka. „Þau þurfa að fá stuðning og þau þurfa ekki síst að fá sálrænan stuðning til að geta unnið úr þessum hörmungum og þessum áföllum. Ef við erum með heila þjóð af börnum sem elst upp við stríð þá getum við ímyndað okkur hvernig þau verða sem fullorðnir einstaklingar ef þau fá ekki tækifæri og stuðning til að vinna úr þessu,“ segir Guðrún Helga.Svona var umhorfs í skóla í Jemen eftir að árás hafði verið gerð á hann. Börn eru í dag orðin skotmark í stríði, meira en þau voru áður fyrr.barnaheillStefna að því að safna 100 milljónum króna Átakið stendur í mánuð og er markmiðið að safna 100 milljónum króna sem fara munu í verkefni Barnaheilla í Sýrlandi og Jemen. Verkefnin snúa meðal annars að menntun, heilbrigðisþjónustu, mataraðstoð og ekki hvað síst sálfræðiþjónustu. Átakinu verður hleypt af stokkunum í Smáralind klukkan 16 í dag. Þar munu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid, forsetafrú, setja handarfar sitt á stóran, svartan vegg og skrifa þannig undir áskorun Barnaheilla um að stöðva stríð gegn börnum. Börnum og fjölskyldum gefst svo kostur á að skrifa undir með sama hætti á meðan átakið stendur yfir en handarfarið er gert með hvítri málningu sem auðvelt er að þvo af. Þá er það einnig hluti af átakinu að taka mynd af sér með útrétta hönd og setja á samfélagsmiðla ásamt ramma átaksins.Allar nánari upplýsingar um afmælisátak Barnaheilla, skýrslur með tölfræði, myndir og myndbrot má nálgast hér.
Jemen Sýrland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent