Arsenal upp í þriðja sætið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. október 2019 15:00 Luiz og félagar fagna í dag. vísir/getty Arsenal vann góðan 1-0 sigur á Bournemouth á heimavelli sínum í Lundúnum í dag. David Luiz var hetja heimamanna en hann skoraði eina mark leiksins með skalla eftir hornspyrnu á níundu mínútu leiksins. Gestirnir komust næst því að jafna metin í síðari hálfleik er Callum Wilson komst í færi en að öðru leyti gekk þeim illa að ógna Bernd Leno, markverði Arsenal. Með sigrinum komst Arsenal upp fyrir Leicester, Burnley og Crystal Palace og situr nú í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig, einu á eftir Manchester City sem tapaði fyrir Wolves í dag. Liverpool trónir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, 24 stig, eftir átta umferðir. Enski boltinn
Arsenal vann góðan 1-0 sigur á Bournemouth á heimavelli sínum í Lundúnum í dag. David Luiz var hetja heimamanna en hann skoraði eina mark leiksins með skalla eftir hornspyrnu á níundu mínútu leiksins. Gestirnir komust næst því að jafna metin í síðari hálfleik er Callum Wilson komst í færi en að öðru leyti gekk þeim illa að ógna Bernd Leno, markverði Arsenal. Með sigrinum komst Arsenal upp fyrir Leicester, Burnley og Crystal Palace og situr nú í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig, einu á eftir Manchester City sem tapaði fyrir Wolves í dag. Liverpool trónir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, 24 stig, eftir átta umferðir.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti