Tomsick: Mætti með smá auka orku í þennan leik Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 4. október 2019 21:11 Tomsick spilaði með Þór síðasta vetur en er nú kominn í Garðabæinn vísir/daníel Nick Tomsick var flottur fyrir Stjörnuna í leik þeirra gegn gamla liðinu hans, Þór Þorlákshöfn í kvöld í Icelandic Glacial-höllinni. Nick skoraði 20 stig og reyndist erfiður viðureignar á köflum fyrir sína gömlu liðsfélaga, en Stjarnan vann leikinn að lokum 80-92. „Þetta var einn af þessum leikjum sem að maður merkir við í dagatalinu sínu. Maður mætir einbeittur í svona leiki og það var vissulega gaman að keppa við gömlu liðsfélagana. Ætli ég hafi ekki mætt með smá auka orku í leikinn.“ Nick bar gamla bænum sínum, Þorlákshöfn, vel söguna og fannst gott að koma heim. „Þetta er íslenska heimilið mitt, hellingur af fólki hér sem að mér þykir vænt um og það var gaman að heilsa upp á það fyrir og eftir leik,“ sagði hann og kvaðst hafa fundið fyrir spennu við að mæta á gamla heimavöllinn. Stuðningsmenn Þórsara þekkja Tomsick vel frá því á seinasta tímabili og hefðu eflaust viljað að hann hefði átt aðeins lakari leik. „Það var gott að koma hingað og ná í sigur,“ sagði Nick þreyttur en sáttur að leikslokum. Stjarnan hefur tekið vel á móti Tomsick og ákvörðunin að fara í Garðabæinn var að hans sögn ekki mjög erfið. „Ég fór í Stjörnuna til að hjálpa þeim að vinna titill og þetta var fyrsta skrefið í áttina að því, þessi sigur. Mér líður vel í Stjörnunni, fíla nýju liðsfélagana og að allir spili fyrir liðsheildina,“ sagði hann og taldi upp hvernig leikmenn Stjörnunnar hafi skipst á að skora og taka yfir í leiknum til að sækja þennan fyrsta sigur. Græni drekinn var ekki mjög hávær í leik kvöldsins en Nick hlakkaði til að sjá hve hátt þeir í Garðabænum gætu haft í leikjum. „Ég elska gömlu stuðningsmennina mína hér í Þorlákshöfn, þetta eru einhverjir bestu stuðningsmennirnir á Íslandi, en ég hlakka hins vegar líka til að spila fyrir framan nýju stuðningsmennina mína í næstu viku gegn ÍR heima og vona að þau komi með lætin fyrir okkur,“ sagði hann að lokum og kallaði þar með eftir mætingu Silfurskeiðarinnar (stuðningssveitar Stjörnunnar) og allra annarra áhangenda Stjörnunnar að mæta í fyrsta heimaleik liðsins næsta fimmtudag (10. október) í Garðabænum gegn ÍR. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Stjarnan 80-92 | Meistaraefnin byrjuðu á sigri Stjörnumenn eru líklegir til árangurs í vetur og vilja gera betur á síðasta tímabili en Friðrik Ingi Rúnarsson er tekinn við Þór Þorlákshöfn. 4. október 2019 23:00 Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira
Nick Tomsick var flottur fyrir Stjörnuna í leik þeirra gegn gamla liðinu hans, Þór Þorlákshöfn í kvöld í Icelandic Glacial-höllinni. Nick skoraði 20 stig og reyndist erfiður viðureignar á köflum fyrir sína gömlu liðsfélaga, en Stjarnan vann leikinn að lokum 80-92. „Þetta var einn af þessum leikjum sem að maður merkir við í dagatalinu sínu. Maður mætir einbeittur í svona leiki og það var vissulega gaman að keppa við gömlu liðsfélagana. Ætli ég hafi ekki mætt með smá auka orku í leikinn.“ Nick bar gamla bænum sínum, Þorlákshöfn, vel söguna og fannst gott að koma heim. „Þetta er íslenska heimilið mitt, hellingur af fólki hér sem að mér þykir vænt um og það var gaman að heilsa upp á það fyrir og eftir leik,“ sagði hann og kvaðst hafa fundið fyrir spennu við að mæta á gamla heimavöllinn. Stuðningsmenn Þórsara þekkja Tomsick vel frá því á seinasta tímabili og hefðu eflaust viljað að hann hefði átt aðeins lakari leik. „Það var gott að koma hingað og ná í sigur,“ sagði Nick þreyttur en sáttur að leikslokum. Stjarnan hefur tekið vel á móti Tomsick og ákvörðunin að fara í Garðabæinn var að hans sögn ekki mjög erfið. „Ég fór í Stjörnuna til að hjálpa þeim að vinna titill og þetta var fyrsta skrefið í áttina að því, þessi sigur. Mér líður vel í Stjörnunni, fíla nýju liðsfélagana og að allir spili fyrir liðsheildina,“ sagði hann og taldi upp hvernig leikmenn Stjörnunnar hafi skipst á að skora og taka yfir í leiknum til að sækja þennan fyrsta sigur. Græni drekinn var ekki mjög hávær í leik kvöldsins en Nick hlakkaði til að sjá hve hátt þeir í Garðabænum gætu haft í leikjum. „Ég elska gömlu stuðningsmennina mína hér í Þorlákshöfn, þetta eru einhverjir bestu stuðningsmennirnir á Íslandi, en ég hlakka hins vegar líka til að spila fyrir framan nýju stuðningsmennina mína í næstu viku gegn ÍR heima og vona að þau komi með lætin fyrir okkur,“ sagði hann að lokum og kallaði þar með eftir mætingu Silfurskeiðarinnar (stuðningssveitar Stjörnunnar) og allra annarra áhangenda Stjörnunnar að mæta í fyrsta heimaleik liðsins næsta fimmtudag (10. október) í Garðabænum gegn ÍR.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Stjarnan 80-92 | Meistaraefnin byrjuðu á sigri Stjörnumenn eru líklegir til árangurs í vetur og vilja gera betur á síðasta tímabili en Friðrik Ingi Rúnarsson er tekinn við Þór Þorlákshöfn. 4. október 2019 23:00 Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Stjarnan 80-92 | Meistaraefnin byrjuðu á sigri Stjörnumenn eru líklegir til árangurs í vetur og vilja gera betur á síðasta tímabili en Friðrik Ingi Rúnarsson er tekinn við Þór Þorlákshöfn. 4. október 2019 23:00