Haukfránir varðveislumenn stríðsminja kemba Hlíðarfjall Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. október 2019 21:45 Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á dögunum í Hlíðarfjall við Akureyri til að athuga með grunsamlegan hlut sem þar fannst frá tímum Seinni heimstyrjaldarinnar. Vösk sveit manna gengur reglulega á fjallið til að varðveita stríðsminjar sem þar má finna. Sögukennarinn Brynjar Karl Óttarsson fer fyrir fjögurra manna teymi sem kallar sig Varðveislumenn minjanna. Í Hlíðarfjalli, norðan við skíðasvæðið, hafa þeir fundið ýmis konar merki um veru breskra- og bandaríska hermanna á tímum Seinni heimstyrjaldarinnar. Þar á meðal um 300 skothylki, en einnig margt annað „Sprengjubrot og svo eitt og annað sem tengist veru þeirra hérna. Þeir settu upp búðir hérna, hluta af kabyssum sem þeir notuðu til að hita upp tjöldin og svo persónulega muni. Það hafa þrír peningar komið í ljós sem er svolítið skemmtilegt,“ segir Brynjar Karl í samtali við fréttamann eftir að þeir klöngruðust upp rætur Hlíðarfjalls.Brot af því sem fundist hefurMynd/Brynjar Karl ÓttarssonStríðsminjarnar séu hálfgert olnbogabarn Félagarnir eru með nefið ofan í jörðinni við leitina og eru orðnir ansi lunknir í að koma auga á stríðsminjarnar sem þó eru ekki nógu gamlar til að teljast forngripir eða leifar. „Það er svolítið dapurlegt hvernig þetta er með þessar stríðsminjar að þetta er hálfgert olnbogabarn. Þetta er ekki orðið nógu gamalt til að falla undir lög og reglugerðir um fornleifar, ég held að það þurfi að vera orðið 100 ára gamalt. Þetta er nú að nálgast það en af því að það er ekki orðið 100 ára þá er þetta bara eins og hvert annað drasl út í náttúrunni,“ segir Brynjar Karl.Sjónin er í lagi hjá varðveislumönnum en fréttamaður trúði varla eigin augum að Brynjar Karl hafi rekið augun í þetta litla hálfgrafna hylki sem sjá má á myndinni.Vísir/Tryggvi PállÁ dögunum gekk Brynjar fram á torkennileg hlut í fjallinu og þótti vissara að senda Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar mynd af hlutnum. „Út frá myndinni gátu þeir ekki metið það þannig að þetta væri hættulaust þannig að þeir komu hérna upp eftir. En svo eftir að hafa rýnt í þetta og skoðað var þetta alveg hættulaust en þetta var einhver hluti sprengikúla,“ segir Brynjar Karl. Talið er að um kveikibúnað sprengikúlu frá tímum heimstyrjaldarinnar sé að ræða frá og töldu liðsmenn Landhelgisgæslunnar líklegt að sprengikúluna sjálfa mætti finna í grennd við staðinn þar sem kveikibúnaðurinn fannst, en mögulega hafi hún grafist ofan í jörðinaÞannig að það er kannski vissara að hafa augun hjá sér úti í náttúrunni? „Það er nefnilega málið og kannski boðskapur sem er á gætt að koma á framfæri hér. Nú erum við farin að labba upp til fjalla og inn til dala kannski meira en áður. Fólk er alls staðar að ganga. Að vera á varðbergi,“ segir Brynjar Karl. Vonir Varðveislumannanna standa til að einn daginn verði hægt að sýna stríðsminjarnar „Þetta eru auðvitað bara minjar um mjög merkilega tíma í okkar sögu og auðvitað á að varðveita þetta.“Sprengjusérfræðingar hjá Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar að störfum í Hlíðarfjalli.Mynd/Brynjar Karl Óttarsson Akureyri Fornminjar Tengdar fréttir Stríðsminjar skemmast í Öskjuhlíð Breikkun göngu- og hjólastígs við rætur Öskjuhlíðar hefur orðið til þess að minjar frá seinni heimsstyrjöld hafa skemmst. "Óbætanlegur skaði,“ segir fræðingur. 29. apríl 2014 07:00 Stríðsminjar rifnar án samráðs við minjavernd Flugmálayfirvöld eru sökuð um skemmdarverk með niðurrifi stríðsminja við gamla flugturninn á Reykjavíkurflugvelli. Forstöðumaður húsafriðunarnefndar segir nánast óásættanlegt að byggingarfulltrúinn í Reykjavík skyldi leyfa niðurrifið án samráðs við minjavörslur ríkis og borgar. 15. september 2010 18:56 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira
Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á dögunum í Hlíðarfjall við Akureyri til að athuga með grunsamlegan hlut sem þar fannst frá tímum Seinni heimstyrjaldarinnar. Vösk sveit manna gengur reglulega á fjallið til að varðveita stríðsminjar sem þar má finna. Sögukennarinn Brynjar Karl Óttarsson fer fyrir fjögurra manna teymi sem kallar sig Varðveislumenn minjanna. Í Hlíðarfjalli, norðan við skíðasvæðið, hafa þeir fundið ýmis konar merki um veru breskra- og bandaríska hermanna á tímum Seinni heimstyrjaldarinnar. Þar á meðal um 300 skothylki, en einnig margt annað „Sprengjubrot og svo eitt og annað sem tengist veru þeirra hérna. Þeir settu upp búðir hérna, hluta af kabyssum sem þeir notuðu til að hita upp tjöldin og svo persónulega muni. Það hafa þrír peningar komið í ljós sem er svolítið skemmtilegt,“ segir Brynjar Karl í samtali við fréttamann eftir að þeir klöngruðust upp rætur Hlíðarfjalls.Brot af því sem fundist hefurMynd/Brynjar Karl ÓttarssonStríðsminjarnar séu hálfgert olnbogabarn Félagarnir eru með nefið ofan í jörðinni við leitina og eru orðnir ansi lunknir í að koma auga á stríðsminjarnar sem þó eru ekki nógu gamlar til að teljast forngripir eða leifar. „Það er svolítið dapurlegt hvernig þetta er með þessar stríðsminjar að þetta er hálfgert olnbogabarn. Þetta er ekki orðið nógu gamalt til að falla undir lög og reglugerðir um fornleifar, ég held að það þurfi að vera orðið 100 ára gamalt. Þetta er nú að nálgast það en af því að það er ekki orðið 100 ára þá er þetta bara eins og hvert annað drasl út í náttúrunni,“ segir Brynjar Karl.Sjónin er í lagi hjá varðveislumönnum en fréttamaður trúði varla eigin augum að Brynjar Karl hafi rekið augun í þetta litla hálfgrafna hylki sem sjá má á myndinni.Vísir/Tryggvi PállÁ dögunum gekk Brynjar fram á torkennileg hlut í fjallinu og þótti vissara að senda Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar mynd af hlutnum. „Út frá myndinni gátu þeir ekki metið það þannig að þetta væri hættulaust þannig að þeir komu hérna upp eftir. En svo eftir að hafa rýnt í þetta og skoðað var þetta alveg hættulaust en þetta var einhver hluti sprengikúla,“ segir Brynjar Karl. Talið er að um kveikibúnað sprengikúlu frá tímum heimstyrjaldarinnar sé að ræða frá og töldu liðsmenn Landhelgisgæslunnar líklegt að sprengikúluna sjálfa mætti finna í grennd við staðinn þar sem kveikibúnaðurinn fannst, en mögulega hafi hún grafist ofan í jörðinaÞannig að það er kannski vissara að hafa augun hjá sér úti í náttúrunni? „Það er nefnilega málið og kannski boðskapur sem er á gætt að koma á framfæri hér. Nú erum við farin að labba upp til fjalla og inn til dala kannski meira en áður. Fólk er alls staðar að ganga. Að vera á varðbergi,“ segir Brynjar Karl. Vonir Varðveislumannanna standa til að einn daginn verði hægt að sýna stríðsminjarnar „Þetta eru auðvitað bara minjar um mjög merkilega tíma í okkar sögu og auðvitað á að varðveita þetta.“Sprengjusérfræðingar hjá Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar að störfum í Hlíðarfjalli.Mynd/Brynjar Karl Óttarsson
Akureyri Fornminjar Tengdar fréttir Stríðsminjar skemmast í Öskjuhlíð Breikkun göngu- og hjólastígs við rætur Öskjuhlíðar hefur orðið til þess að minjar frá seinni heimsstyrjöld hafa skemmst. "Óbætanlegur skaði,“ segir fræðingur. 29. apríl 2014 07:00 Stríðsminjar rifnar án samráðs við minjavernd Flugmálayfirvöld eru sökuð um skemmdarverk með niðurrifi stríðsminja við gamla flugturninn á Reykjavíkurflugvelli. Forstöðumaður húsafriðunarnefndar segir nánast óásættanlegt að byggingarfulltrúinn í Reykjavík skyldi leyfa niðurrifið án samráðs við minjavörslur ríkis og borgar. 15. september 2010 18:56 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira
Stríðsminjar skemmast í Öskjuhlíð Breikkun göngu- og hjólastígs við rætur Öskjuhlíðar hefur orðið til þess að minjar frá seinni heimsstyrjöld hafa skemmst. "Óbætanlegur skaði,“ segir fræðingur. 29. apríl 2014 07:00
Stríðsminjar rifnar án samráðs við minjavernd Flugmálayfirvöld eru sökuð um skemmdarverk með niðurrifi stríðsminja við gamla flugturninn á Reykjavíkurflugvelli. Forstöðumaður húsafriðunarnefndar segir nánast óásættanlegt að byggingarfulltrúinn í Reykjavík skyldi leyfa niðurrifið án samráðs við minjavörslur ríkis og borgar. 15. september 2010 18:56