Krefst 7,5 milljóna í tryggingu frá ekkju Aðalheiður Ámundadóttir og Garðar Örn Úlfarsson skrifa 5. október 2019 07:00 Arngrímur Jóhannsson. Vísir/Valgarður Gíslason Arngrímur Jóhannsson vill að ekkja sem höfðar bótamál gegn honum vegna andláts eiginmanns skili 7,5 milljóna króna tryggingu fyrir málskostnaði. Lögmaður ekkjunnar segir það myndu hindra aðgang hennar að dómstólum. Berglind Glóð Garðarsdóttir, lögmaður Roslyn Wagstaff, segir kröfu lögmanns Arngríms Jóhannssonar um að Roslyn greiði 7,5 milljónir króna til tryggingar greiðslu málskostnaðar sæta furðu. Roslyn er ekkja Grants Wagstaff sem fórst í flugslysi í Eyjafirði í ágúst 2015. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu hefur Roslyn stefnt Arngrími og tryggingafélagi hans Sjóvá sem neita að greiða henni bætur vegna eiginmannsins.Roslyn Wagstaff, ekkja Grants Wagstaff.Friðrik Smárason, lögmaður Arngríms, krafðist þess fyrir hans hönd í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að Roslyn reiði fram 7,5 milljónir króna til að tryggja að Arngrímur fái greiddan málskostnað vinni hann málið. Vísaði Friðrik meðal annars til þess að Roslyn væri búsett í Kanada og erfitt gæti reynst að innheimta málskostnað yrði hún dæmd til að borga hann. Lögmaður ekkjunnar lýsti furðu sinni á kröfugerð Arngríms. Mikið hagsmunamál væri að fá úr því skorið hvað átti sér stað á slysdeginum og hvort gáleysi hefði átt þar hlut að máli. Það væri ekki aðeins hagsmunamál ekkjunnar heldur einnig Arngríms sjálfs. „Að reyna að koma í veg fyrir að það sé hægt, með því að hindra aðgang stefnanda, ekkju Arthurs Grant, að fá leyst úr málinu fyrir dómstólum með því að fara fram á himinháa málskostnaðartryggingu, kom því á óvart,“ sagði Berglind Glóð Garðarsdóttir. Benti Berglind á að Roslyn hefði þegar fengið gjafsókn frá íslenska ríkinu til að reka málið. Með veitingu gjafsóknar hefði íslenska ríkið staðfest að nægileg ástæða væri til málshöfðunar og einnig að kostnaður við málarekstur yrði henni ofviða og réttlætanlegt að kostnaðurinn væri greiddur af hinu opinbera. Fyrir dóminum í gær sagði lögmaður Arngríms málið mjög umfangsmikið með málskjöl og skýrslur upp á mörg hundruð blaðsíður sem þegar hefðu verið lagðar fram af hálfu lögmanns Roslyn. Að auki þyrfti mögulega að afla matsgerða. Ljóst væri að málskostnaður kynni að verða mjög hár. Krafan væri lögð fram til að tryggja að Arngrímur gæti gengið að fénu ynni hann málið og yrði dæmdur málskostnaður. Friðrik benti á að þegar lægi fyrir ítarleg lögregluskýrsla um flugslysið og einnig skýrsla frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Berglind sagði hins vegar eðlilegt að aðilar málsins væru ósammála um aðdraganda og atvik á slysdeginum. Allir hlytu því að vera sammála um að málið væri ekki byggt á sandi og margt benti til að skoða þurfi atvik nánar til að leiða sannleikann í ljós. Lögmaður ekkjunnar mótmælti kröfunni eindregið og sagði að ef fallist yrði á hana væri verið að útiloka aðgang efnalítils fólks að dómstólum. Vísaði Berglind til ákvæða stjórnarskrár um rétt til aðgangs að dómstólum og ákvæða um bann við mismunun á grundvelli bæði efnahags og þjóðernis. Þannig sagði Berglind að ef fallist yrði á kröfu um málskostnaðartryggingu lægi það fyrir að aðgengi Roslyn að dómstólum yrði mjög skert og hreinlega ekki fyrir hendi. Með vísan til stjórnarskrárákvæða fælist veruleg mismunun í því að setja slíkar hömlur á erlenda borgara með takmörkuð fjárráð. Dómari úrskurðar um kröfu Arngríms í næstu viku. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Fjölskylda flugmanns slegin vegna athafnar Fjölskylda Grants Wagstaff, sem lést í flugslysi í Eyjafirði, kveðst harmi slegin vegna minningarathafnar án sinnar vitneskju. Arngrímur Jóhannsson, sem flaug vélinni og ekkjan stefnir í dómsmáli, stóð að uppsetningu minnismerkis. 28. ágúst 2019 07:00 Enginn dómari skipaður enn í máli flugmannsekkju Enn hefur ekki verið skipaður dómari í máli ekkju Kanadamannsins sem fórst í flugslysi í Barkárdal gegn flugmanninum og tryggingafélaginu Sjóvá. 12. ágúst 2019 06:00 Safnar fyrir málsókn vegna flugslyss föður Sarah Wagstaff, dóttir Kanadamanns sem lést í flugslysi í Barkárdal, safnar nú fé fyrir málsókn gegn Sjóvá og líklega einnig Arngrími Jóhannssyni sem átti vélina og flaug henni. Móðir hennar rekur þegar mál gegn Arngrími og Sjóvá. 16. júlí 2019 06:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
Arngrímur Jóhannsson vill að ekkja sem höfðar bótamál gegn honum vegna andláts eiginmanns skili 7,5 milljóna króna tryggingu fyrir málskostnaði. Lögmaður ekkjunnar segir það myndu hindra aðgang hennar að dómstólum. Berglind Glóð Garðarsdóttir, lögmaður Roslyn Wagstaff, segir kröfu lögmanns Arngríms Jóhannssonar um að Roslyn greiði 7,5 milljónir króna til tryggingar greiðslu málskostnaðar sæta furðu. Roslyn er ekkja Grants Wagstaff sem fórst í flugslysi í Eyjafirði í ágúst 2015. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu hefur Roslyn stefnt Arngrími og tryggingafélagi hans Sjóvá sem neita að greiða henni bætur vegna eiginmannsins.Roslyn Wagstaff, ekkja Grants Wagstaff.Friðrik Smárason, lögmaður Arngríms, krafðist þess fyrir hans hönd í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að Roslyn reiði fram 7,5 milljónir króna til að tryggja að Arngrímur fái greiddan málskostnað vinni hann málið. Vísaði Friðrik meðal annars til þess að Roslyn væri búsett í Kanada og erfitt gæti reynst að innheimta málskostnað yrði hún dæmd til að borga hann. Lögmaður ekkjunnar lýsti furðu sinni á kröfugerð Arngríms. Mikið hagsmunamál væri að fá úr því skorið hvað átti sér stað á slysdeginum og hvort gáleysi hefði átt þar hlut að máli. Það væri ekki aðeins hagsmunamál ekkjunnar heldur einnig Arngríms sjálfs. „Að reyna að koma í veg fyrir að það sé hægt, með því að hindra aðgang stefnanda, ekkju Arthurs Grant, að fá leyst úr málinu fyrir dómstólum með því að fara fram á himinháa málskostnaðartryggingu, kom því á óvart,“ sagði Berglind Glóð Garðarsdóttir. Benti Berglind á að Roslyn hefði þegar fengið gjafsókn frá íslenska ríkinu til að reka málið. Með veitingu gjafsóknar hefði íslenska ríkið staðfest að nægileg ástæða væri til málshöfðunar og einnig að kostnaður við málarekstur yrði henni ofviða og réttlætanlegt að kostnaðurinn væri greiddur af hinu opinbera. Fyrir dóminum í gær sagði lögmaður Arngríms málið mjög umfangsmikið með málskjöl og skýrslur upp á mörg hundruð blaðsíður sem þegar hefðu verið lagðar fram af hálfu lögmanns Roslyn. Að auki þyrfti mögulega að afla matsgerða. Ljóst væri að málskostnaður kynni að verða mjög hár. Krafan væri lögð fram til að tryggja að Arngrímur gæti gengið að fénu ynni hann málið og yrði dæmdur málskostnaður. Friðrik benti á að þegar lægi fyrir ítarleg lögregluskýrsla um flugslysið og einnig skýrsla frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Berglind sagði hins vegar eðlilegt að aðilar málsins væru ósammála um aðdraganda og atvik á slysdeginum. Allir hlytu því að vera sammála um að málið væri ekki byggt á sandi og margt benti til að skoða þurfi atvik nánar til að leiða sannleikann í ljós. Lögmaður ekkjunnar mótmælti kröfunni eindregið og sagði að ef fallist yrði á hana væri verið að útiloka aðgang efnalítils fólks að dómstólum. Vísaði Berglind til ákvæða stjórnarskrár um rétt til aðgangs að dómstólum og ákvæða um bann við mismunun á grundvelli bæði efnahags og þjóðernis. Þannig sagði Berglind að ef fallist yrði á kröfu um málskostnaðartryggingu lægi það fyrir að aðgengi Roslyn að dómstólum yrði mjög skert og hreinlega ekki fyrir hendi. Með vísan til stjórnarskrárákvæða fælist veruleg mismunun í því að setja slíkar hömlur á erlenda borgara með takmörkuð fjárráð. Dómari úrskurðar um kröfu Arngríms í næstu viku.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Fjölskylda flugmanns slegin vegna athafnar Fjölskylda Grants Wagstaff, sem lést í flugslysi í Eyjafirði, kveðst harmi slegin vegna minningarathafnar án sinnar vitneskju. Arngrímur Jóhannsson, sem flaug vélinni og ekkjan stefnir í dómsmáli, stóð að uppsetningu minnismerkis. 28. ágúst 2019 07:00 Enginn dómari skipaður enn í máli flugmannsekkju Enn hefur ekki verið skipaður dómari í máli ekkju Kanadamannsins sem fórst í flugslysi í Barkárdal gegn flugmanninum og tryggingafélaginu Sjóvá. 12. ágúst 2019 06:00 Safnar fyrir málsókn vegna flugslyss föður Sarah Wagstaff, dóttir Kanadamanns sem lést í flugslysi í Barkárdal, safnar nú fé fyrir málsókn gegn Sjóvá og líklega einnig Arngrími Jóhannssyni sem átti vélina og flaug henni. Móðir hennar rekur þegar mál gegn Arngrími og Sjóvá. 16. júlí 2019 06:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
Fjölskylda flugmanns slegin vegna athafnar Fjölskylda Grants Wagstaff, sem lést í flugslysi í Eyjafirði, kveðst harmi slegin vegna minningarathafnar án sinnar vitneskju. Arngrímur Jóhannsson, sem flaug vélinni og ekkjan stefnir í dómsmáli, stóð að uppsetningu minnismerkis. 28. ágúst 2019 07:00
Enginn dómari skipaður enn í máli flugmannsekkju Enn hefur ekki verið skipaður dómari í máli ekkju Kanadamannsins sem fórst í flugslysi í Barkárdal gegn flugmanninum og tryggingafélaginu Sjóvá. 12. ágúst 2019 06:00
Safnar fyrir málsókn vegna flugslyss föður Sarah Wagstaff, dóttir Kanadamanns sem lést í flugslysi í Barkárdal, safnar nú fé fyrir málsókn gegn Sjóvá og líklega einnig Arngrími Jóhannssyni sem átti vélina og flaug henni. Móðir hennar rekur þegar mál gegn Arngrími og Sjóvá. 16. júlí 2019 06:00