Sprenging í verslun Íslendinga með notuð föt Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2019 19:18 Í sænska bænum Eskilstuna er verslunarmiðstöðin ReTuna með fjórtán verslunum: fataverslanir, húsgagnaverslanir, hjólaverslun, blómabúð og bókabúð eins og í dæmigerðri verslunarmiðstöð nema munurinn er sá að í þessum verslunum eru allar vörurnar notaðar. Hér á Íslandi hafa notaðar vörur verið seldar í áratugi í Kolaportinu, í Rauðakrossbúðum og á sölusíðum á netinu. En nú spretta upp nytjamarkaðir þar sem fólk getur komið með fötin sín í umboðssölu. Barnaloppan og Trendport komu fyrst. Extraloppan opnaði svo í Smáralind í sumar og næstu mánaðarmót opnar Barnabasar í Kringlunni. Þetta eru mögulega fyrstu skrefin í átt að heilli verslunarmiðstöð. Eða hvað? Brynja Dan Gunnarsdóttir, eigandi Extraloppunnar, segir móttökurnar að minnsta kosti góðar og finnst það ekki fjarri lagi. „Ég held þetta sé komið til að vera. Unga kynslóðin tekur sérstaklega vel í þetta og það eru framtíðarkúnnarnir," segir Brynja Dan. Það er ekki ódýrt að vera með verslun í Smáralind þannig að það hlýtur að ganga vel með verslun að þessu tagi. „Við erum alla vega að lifa af,“ segir Brynja hlæjandi. Fleiri hundruð manns ákveða að selja fötin sín í Extraloppunni í hverjum mánuði og viðskiptavinirnir streyma í búðina. Gabríela Þórðardóttir er fastagestur en hún keypti ekki notuð föt áður en hún kynntist þessari verslun. „Ég er vandræðalega oft hérna. Ég er að fara að bóka mér bás og selja mín eigin föt," segir hún. Hún hefur vanalega gefið fötin sín í Rauða krossinn og mun halda því áfram en selja flíkurnar sem eru af dýrari gerðinni. Snædís Sól Ingvarsdóttir er alsæl með peysu sem hún keypti notaða. Hún kaupir oft notuð föt. „Mér finnst það umhverfisvænna en að vera alltaf að kaupa ný föt," segir hún. Neytendur Umhverfismál Verslun Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Í sænska bænum Eskilstuna er verslunarmiðstöðin ReTuna með fjórtán verslunum: fataverslanir, húsgagnaverslanir, hjólaverslun, blómabúð og bókabúð eins og í dæmigerðri verslunarmiðstöð nema munurinn er sá að í þessum verslunum eru allar vörurnar notaðar. Hér á Íslandi hafa notaðar vörur verið seldar í áratugi í Kolaportinu, í Rauðakrossbúðum og á sölusíðum á netinu. En nú spretta upp nytjamarkaðir þar sem fólk getur komið með fötin sín í umboðssölu. Barnaloppan og Trendport komu fyrst. Extraloppan opnaði svo í Smáralind í sumar og næstu mánaðarmót opnar Barnabasar í Kringlunni. Þetta eru mögulega fyrstu skrefin í átt að heilli verslunarmiðstöð. Eða hvað? Brynja Dan Gunnarsdóttir, eigandi Extraloppunnar, segir móttökurnar að minnsta kosti góðar og finnst það ekki fjarri lagi. „Ég held þetta sé komið til að vera. Unga kynslóðin tekur sérstaklega vel í þetta og það eru framtíðarkúnnarnir," segir Brynja Dan. Það er ekki ódýrt að vera með verslun í Smáralind þannig að það hlýtur að ganga vel með verslun að þessu tagi. „Við erum alla vega að lifa af,“ segir Brynja hlæjandi. Fleiri hundruð manns ákveða að selja fötin sín í Extraloppunni í hverjum mánuði og viðskiptavinirnir streyma í búðina. Gabríela Þórðardóttir er fastagestur en hún keypti ekki notuð föt áður en hún kynntist þessari verslun. „Ég er vandræðalega oft hérna. Ég er að fara að bóka mér bás og selja mín eigin föt," segir hún. Hún hefur vanalega gefið fötin sín í Rauða krossinn og mun halda því áfram en selja flíkurnar sem eru af dýrari gerðinni. Snædís Sól Ingvarsdóttir er alsæl með peysu sem hún keypti notaða. Hún kaupir oft notuð föt. „Mér finnst það umhverfisvænna en að vera alltaf að kaupa ný föt," segir hún.
Neytendur Umhverfismál Verslun Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent