Lánadrottnar Gamma féllust á skilmálabreytingar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2019 13:54 Máni Atlason nýr framkvæmdastjóri Gamma og sjóðsstjóri Gamma:Novus segir mikilvægt að sjóðurinn fái aukið fjármagn. Máni Atlason, framkvæmdastjóri Gamma, fagnar fengu samþykki á skilmálabreytingum hjá skuldabréfaeigendum í fasteignafélaginu Upphafi á fundi aðilanna í dag. Máni segir breytingarnar nauðsynlegar til að ljúka viðbótarfjármögnun í fasteignaverkefinu að upphæð einn milljarður króna. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Gamma. Stjórnendur Gamma funduðu með kröfuhöfum í fagfjárfestasjóðnum Gamma:Novus í dag en Gamma Novus heldur utan um fasteignafélagið Upphaf. Framkvæmdir með 277 íbúðir Upphafs standa yfir og eru áætluð lok allra framkvæmda í árslok 2020. „Áætlunin miðar að því að tryggja tekjur af sölu íbúða og hámarka virði eigna. Til þess að áætlunin gangi eftir er unnið með fjárfestum að því að klára skilmála hins nýja skuldabréfs,“ segir í tilkynningu frá Gamma.Eignir í fjórum sjóðum hafa rýrnað í Gamma á síðustu misserum.gammaSkuldabréfakröfur á Gamma vegna verkefnisins nema um 2,7 milljörðum. Stjórnendur ætluðu að kynna fyrir skuldabréfaeigendum þrjár færar leiðir til að sækja milljarðinn sem Gamma telur sig þurfa til að geta keyrt verkefnið áfram. Voru valkostirnir þrír, eins og kom fram í fréttum okkar í gær; að kröfuhafar útvegi féð, að lánveiting komi til frá kröfuhöfum og öðrum, eða að nýir aðilar komi að borðinu. Ekki kemur fram í tilkynningunni frá Gamma hvað felst í nýsamþykktum skilmálabreytingum. Hefur fyrirspurn verið send á Mána Atlason vegna þessa. Eins og fram hefur komið töpuðu fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, tæpum þremur milljörðum króna vegna niðurfærslu á gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma. Gamma:Novus og Gamma:Anglia. Kvika banki undirritaði samning um kaup á Gamma í nóvember 2018 og fóru þau í gegn í mars á þessu ári. Um mánaðamótin sendi Kvika frá sér tilkynningu um að staða fyrrnefndra tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma væri umtalsvert verri en gert hefði verið ráð fyrir. Í skuldabréfaútboði sem fór fram í vor kom fram að gengi Gamma:Novus væri metið 183,7 og virðið 3,7 milljarðar. Á dögunum var það fært niður í tvo og virðið í 40 milljónir króna. Tilkynningu Gamma í heild má sjá að neðan.Kostnaðaráætlun samin innan Upphafs vegna framkvæmda við Hafnarbraut 12 var verulega vanmetin.Vísir/EgillSkilmálabreytingar á skuldum Upphafs samþykktarÁ fundi með skuldabréfaeigendendum fasteignafélagsins Upphafs fasteignafélags slhf. í dag voru samþykktar skilmálabreytingar á skuldum félagsins sem nauðsynlegar eru til að ljúka viðbótarfjármögnun með nýju skuldabréfi að fjárhæð 1. ma.kr. Fyrir fundinn hafði fjárfestum verið kynnt áætlun nýs stjórnendateymi GAMMA um að tryggja framgang framkvæmda á vegum fasteignafélagsins Upphafs, sem er að fullu í eigu fagfjárfestasjóðsins Novus sem er í stýringu hjá GAMMA. Upphaf er nú á hápunkti framkvæmda með 277 íbúðir í byggingu og eru áætluð lok allra framkvæmda í lok árs 2020. Áætlunin miðar að því að tryggja tekjur af sölu íbúða og hámarka virði eigna. Til þess að áætlunin gangi eftir er unnið með fjárfestum að því að klára skilmála hins nýja skuldabréfs. Frá því í júlí hefur nýtt stjórnendateymi GAMMA unnið að því að endurmeta stöðu Novus og Upphafs. Sú vinna leiddi í ljós að eigið fé Upphafs hafði verið ofmetið og kostnaður var vanmetinn. Ljóst er að tryggja þurfi Upphafi viðbótarfjármögnun til að tryggja framgang verkefna á vegum félagsins og tekjur af sölu eigna svo hámarka megi virði eigna. Greining nýs stjórnendateymis leiddi í ljós fjárþörf upp á um 1 ma. kr. til að ljúka fjármögnun uppbyggingar á vegum félagsins. Stjórn GAMMA lítur þá stöðu sem kom í ljós við endurmat nýs stjórnendateymis mjög alvarlegum augum. Eftir að raunstaða Novus og Upphafs kom í ljós var Fjármálaeftirlitið upplýst um stöðu sjóðsins og í framhaldi fjárfestar og skuldabréfaeigendur með sérstöku upplýsingablaði. Þá hefur stjórnin ráðið Grant Thornton sem óháða sérfræðinga til þess að fara yfir málefni Novus og Upphafs. Á grundvelli niðurstöðu úttektar þeirra verður lagt mat á hvaða frekari aðgerða verður gripið til að upplýsa um málið. Jafnframt munu stjórnendur vinna með haghöfum að frekari upplýsingaöflun og verður fundur eigenda sjóðsins boðaður innan skamms. Máni Atlason framkvæmdastjóri GAMMA: „Frá því í júlí höfum við unnið að endurmati á stöðu fasteignafélagins Upphafs. Samþykki kröfuhafa félagsins fyrir skilmálabreytingum er mikilvægt skref í átt að viðbótarfjármögnun sem tryggir framgang verkefna og hámörkun eigna eins og nýtt stjórnendateymi hefur lagt áherslu á. Við munum áfram kappkosta að reka smiðshöggið á endurskipulagningu félagsins sem fyrst og við munum áfram leggja áherslu á að komast til botns í því hvað fór úrskeiðis og upplýsa haghafa um það.“ Um GAMMA: Novus Fagfjárfestasjóðurinn GAMMA: Novus var stofnaður árið 2013. Stofnfé sjóðsins nam um 2,5 ma.kr. Árið 2017 greiddi sjóðurinn um 850 m.kr. til baka til eigenda í hlutfalli við eignarhlut þeirra. Fagfjárfestasjóðurinn GAMMA: Novus á fasteignaþróunarfélagið Upphaf fasteignafélag að fullu. Félagið hefur frá stofndegi byggt og selt yfir 400 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og hefur nú tæplega 280 íbúðir í byggingu. GAMMA Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Máni Atlason, framkvæmdastjóri Gamma, fagnar fengu samþykki á skilmálabreytingum hjá skuldabréfaeigendum í fasteignafélaginu Upphafi á fundi aðilanna í dag. Máni segir breytingarnar nauðsynlegar til að ljúka viðbótarfjármögnun í fasteignaverkefinu að upphæð einn milljarður króna. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Gamma. Stjórnendur Gamma funduðu með kröfuhöfum í fagfjárfestasjóðnum Gamma:Novus í dag en Gamma Novus heldur utan um fasteignafélagið Upphaf. Framkvæmdir með 277 íbúðir Upphafs standa yfir og eru áætluð lok allra framkvæmda í árslok 2020. „Áætlunin miðar að því að tryggja tekjur af sölu íbúða og hámarka virði eigna. Til þess að áætlunin gangi eftir er unnið með fjárfestum að því að klára skilmála hins nýja skuldabréfs,“ segir í tilkynningu frá Gamma.Eignir í fjórum sjóðum hafa rýrnað í Gamma á síðustu misserum.gammaSkuldabréfakröfur á Gamma vegna verkefnisins nema um 2,7 milljörðum. Stjórnendur ætluðu að kynna fyrir skuldabréfaeigendum þrjár færar leiðir til að sækja milljarðinn sem Gamma telur sig þurfa til að geta keyrt verkefnið áfram. Voru valkostirnir þrír, eins og kom fram í fréttum okkar í gær; að kröfuhafar útvegi féð, að lánveiting komi til frá kröfuhöfum og öðrum, eða að nýir aðilar komi að borðinu. Ekki kemur fram í tilkynningunni frá Gamma hvað felst í nýsamþykktum skilmálabreytingum. Hefur fyrirspurn verið send á Mána Atlason vegna þessa. Eins og fram hefur komið töpuðu fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, tæpum þremur milljörðum króna vegna niðurfærslu á gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma. Gamma:Novus og Gamma:Anglia. Kvika banki undirritaði samning um kaup á Gamma í nóvember 2018 og fóru þau í gegn í mars á þessu ári. Um mánaðamótin sendi Kvika frá sér tilkynningu um að staða fyrrnefndra tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma væri umtalsvert verri en gert hefði verið ráð fyrir. Í skuldabréfaútboði sem fór fram í vor kom fram að gengi Gamma:Novus væri metið 183,7 og virðið 3,7 milljarðar. Á dögunum var það fært niður í tvo og virðið í 40 milljónir króna. Tilkynningu Gamma í heild má sjá að neðan.Kostnaðaráætlun samin innan Upphafs vegna framkvæmda við Hafnarbraut 12 var verulega vanmetin.Vísir/EgillSkilmálabreytingar á skuldum Upphafs samþykktarÁ fundi með skuldabréfaeigendendum fasteignafélagsins Upphafs fasteignafélags slhf. í dag voru samþykktar skilmálabreytingar á skuldum félagsins sem nauðsynlegar eru til að ljúka viðbótarfjármögnun með nýju skuldabréfi að fjárhæð 1. ma.kr. Fyrir fundinn hafði fjárfestum verið kynnt áætlun nýs stjórnendateymi GAMMA um að tryggja framgang framkvæmda á vegum fasteignafélagsins Upphafs, sem er að fullu í eigu fagfjárfestasjóðsins Novus sem er í stýringu hjá GAMMA. Upphaf er nú á hápunkti framkvæmda með 277 íbúðir í byggingu og eru áætluð lok allra framkvæmda í lok árs 2020. Áætlunin miðar að því að tryggja tekjur af sölu íbúða og hámarka virði eigna. Til þess að áætlunin gangi eftir er unnið með fjárfestum að því að klára skilmála hins nýja skuldabréfs. Frá því í júlí hefur nýtt stjórnendateymi GAMMA unnið að því að endurmeta stöðu Novus og Upphafs. Sú vinna leiddi í ljós að eigið fé Upphafs hafði verið ofmetið og kostnaður var vanmetinn. Ljóst er að tryggja þurfi Upphafi viðbótarfjármögnun til að tryggja framgang verkefna á vegum félagsins og tekjur af sölu eigna svo hámarka megi virði eigna. Greining nýs stjórnendateymis leiddi í ljós fjárþörf upp á um 1 ma. kr. til að ljúka fjármögnun uppbyggingar á vegum félagsins. Stjórn GAMMA lítur þá stöðu sem kom í ljós við endurmat nýs stjórnendateymis mjög alvarlegum augum. Eftir að raunstaða Novus og Upphafs kom í ljós var Fjármálaeftirlitið upplýst um stöðu sjóðsins og í framhaldi fjárfestar og skuldabréfaeigendur með sérstöku upplýsingablaði. Þá hefur stjórnin ráðið Grant Thornton sem óháða sérfræðinga til þess að fara yfir málefni Novus og Upphafs. Á grundvelli niðurstöðu úttektar þeirra verður lagt mat á hvaða frekari aðgerða verður gripið til að upplýsa um málið. Jafnframt munu stjórnendur vinna með haghöfum að frekari upplýsingaöflun og verður fundur eigenda sjóðsins boðaður innan skamms. Máni Atlason framkvæmdastjóri GAMMA: „Frá því í júlí höfum við unnið að endurmati á stöðu fasteignafélagins Upphafs. Samþykki kröfuhafa félagsins fyrir skilmálabreytingum er mikilvægt skref í átt að viðbótarfjármögnun sem tryggir framgang verkefna og hámörkun eigna eins og nýtt stjórnendateymi hefur lagt áherslu á. Við munum áfram kappkosta að reka smiðshöggið á endurskipulagningu félagsins sem fyrst og við munum áfram leggja áherslu á að komast til botns í því hvað fór úrskeiðis og upplýsa haghafa um það.“ Um GAMMA: Novus Fagfjárfestasjóðurinn GAMMA: Novus var stofnaður árið 2013. Stofnfé sjóðsins nam um 2,5 ma.kr. Árið 2017 greiddi sjóðurinn um 850 m.kr. til baka til eigenda í hlutfalli við eignarhlut þeirra. Fagfjárfestasjóðurinn GAMMA: Novus á fasteignaþróunarfélagið Upphaf fasteignafélag að fullu. Félagið hefur frá stofndegi byggt og selt yfir 400 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og hefur nú tæplega 280 íbúðir í byggingu.
GAMMA Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira