Hvorki stjórnarskrá né EES koma í veg fyrir hömlur á jarðakaup Heimir Már Pétursson skrifar 8. október 2019 19:00 Forsætisráðherra segir hvorki stjórnarskrá né samninginn um Evrópska efnahagssvæðið setja stjórnvöldum skorður í lagasetningu varðandi eignarhald á jörðum. Alþingi þurfi að sýna meiri djörfung í lagasetningu til að verja vatnsréttindi og aðrar auðlindir. Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um eignarhald á jörðum á Íslandi. Kveikjan að umræðunni er augljóslega kaup breska fjárfestisins James Ratcliffe á um fjörutíu jörðum fyrir austan. „Mig langar því að spyrja hver er staðan í vinnu á vegum forsætisráðuneytisins við gerð skýrari lagaramma fyrir jarða og landaviðskipti. Er vinnan sem fram fer bundin við jarða- og ábúðarlög eða falla fleiri aðgerðir og verkefni þar undir,“ spurði Líneik Anna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði málið ekki snúast um einn lagabálk þannig að hugsanlega yrði lagður fram bandormur um breytingar á nokkrum lögum, vonandi síðar á haustþingi. Hvorki eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar né EES samningurinn útiloki að löggjafinn setji reglur um eignarhald og nýtingu fasteigna í þágu almannahagsmuna. „Við erum með fjöldamörg dæmi frá okkar samstarfslöndum innan EES, hvort sem það er Danmörk, Noregur, Írland og ég gæti haldið áfram. Sem hafa heimildir til handa stjórnvöldum í hverju landi til þess að grípa til ráðstafana ef um er að ræða of mikla samþjöppun á landi. Til að mynda landi sem ætlað er til landbúnaðarnota,“ sagði forsætisráðherra og bætti við að það ætti einnig við um land sem stjórnvöld teldu mikilvægt fyrir fullveldishagsmuni. Katrín sagði Alþingi hins vegar ekki hafa nálgast málið af nógu mikilli sókndirfsku á undanförnum árum. Þingmenn allra flokka tóku almennt vel í að skýra lög um landareign en vilja ganga mislangt hvað varðar hömlur eftir þjóðerni eigenda lands eða varðandi kröfur um ábúð. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði einnig erfitt að setja hömlur á kaup á landi eftir ríkidæmi þeirra sem í hlut ættu. Það yrði erfitt að skilgreina það. „Helsta hættan sem blasir við í þeim efnum sem um ræðir er samþjöppun eignarhalds. Hún getur á þessu sviði, nákvæmlega eins og á öllum örðum, orðið of mikil og um leið dregið úr samkeppni og hamlað um leið frumkvölakrafti,“ sagði Þorgerður Katrín. Jarðakaup útlendinga Stjórnarskrá Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Forsætisráðherra segir hvorki stjórnarskrá né samninginn um Evrópska efnahagssvæðið setja stjórnvöldum skorður í lagasetningu varðandi eignarhald á jörðum. Alþingi þurfi að sýna meiri djörfung í lagasetningu til að verja vatnsréttindi og aðrar auðlindir. Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um eignarhald á jörðum á Íslandi. Kveikjan að umræðunni er augljóslega kaup breska fjárfestisins James Ratcliffe á um fjörutíu jörðum fyrir austan. „Mig langar því að spyrja hver er staðan í vinnu á vegum forsætisráðuneytisins við gerð skýrari lagaramma fyrir jarða og landaviðskipti. Er vinnan sem fram fer bundin við jarða- og ábúðarlög eða falla fleiri aðgerðir og verkefni þar undir,“ spurði Líneik Anna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði málið ekki snúast um einn lagabálk þannig að hugsanlega yrði lagður fram bandormur um breytingar á nokkrum lögum, vonandi síðar á haustþingi. Hvorki eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar né EES samningurinn útiloki að löggjafinn setji reglur um eignarhald og nýtingu fasteigna í þágu almannahagsmuna. „Við erum með fjöldamörg dæmi frá okkar samstarfslöndum innan EES, hvort sem það er Danmörk, Noregur, Írland og ég gæti haldið áfram. Sem hafa heimildir til handa stjórnvöldum í hverju landi til þess að grípa til ráðstafana ef um er að ræða of mikla samþjöppun á landi. Til að mynda landi sem ætlað er til landbúnaðarnota,“ sagði forsætisráðherra og bætti við að það ætti einnig við um land sem stjórnvöld teldu mikilvægt fyrir fullveldishagsmuni. Katrín sagði Alþingi hins vegar ekki hafa nálgast málið af nógu mikilli sókndirfsku á undanförnum árum. Þingmenn allra flokka tóku almennt vel í að skýra lög um landareign en vilja ganga mislangt hvað varðar hömlur eftir þjóðerni eigenda lands eða varðandi kröfur um ábúð. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði einnig erfitt að setja hömlur á kaup á landi eftir ríkidæmi þeirra sem í hlut ættu. Það yrði erfitt að skilgreina það. „Helsta hættan sem blasir við í þeim efnum sem um ræðir er samþjöppun eignarhalds. Hún getur á þessu sviði, nákvæmlega eins og á öllum örðum, orðið of mikil og um leið dregið úr samkeppni og hamlað um leið frumkvölakrafti,“ sagði Þorgerður Katrín.
Jarðakaup útlendinga Stjórnarskrá Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira