Skynjarar í dekkjunum eru tengdir við stjórntölvu bílsins og þaðan streyma hinar ýmsu upplýsingar. Upplýsingarnar kunna að nýtast til að auka hagkvæmni í akstri og til að tryggja aukið öryggi.

Kraftar sem verða til við hröðun pressa loft sem er svo geymt og nýtt ef þarf að bæta á. Með þessu má sem áður segir bæði auka öryggi og hagkvæmni. Það væri einkennilegt ef sjálfkeyrandi bílar framtíðarinnar neituðu að aka um vegna þess að loftþrýstingurinn er ekki réttur. Þá væri gott að vera með sjálfblásandi dekk.