Kvika leggur Upphafi til um 500 milljónir króna Hörður Ægisson skrifar 9. október 2019 07:15 Marinó Örn Tryggvason forstjóri Kviku. Kvika banki mun leggja Upphafi fasteignafélagi, sem er í eigu sjóðsins Novus í stýringu GAMMA, til um 500 milljónir króna í aukið fjármagn með kaupum á forgangsskuldabréfi til tveggja ára, samkvæmt heimildum Markaðarins. Fjárhæð skuldabréfaútgáfunnar, sem ætti að klárast formlega á allra næstu dögum, mögulega strax í dag, miðvikudag, nemur samtals einum milljarði og kaupir bankinn því helming útgáfunnar. Kvika banki, sem er eigandi GAMMA, skuldbatt sig til að sölutryggja skuldabréfaútgáfuna, sem er sögð nauðsynleg viðbótarfjármögnun til að leysa lausafjárvanda fasteignafélagsins, að fjárhæð samtals 500 milljónir króna. Samkvæmt heimildum Markaðarins hefur náðst samkomulag við helstu skuldabréfaeigendur Upphafs um að leggja félaginu til samtals 500 milljónir með kaupum á nýju forgangsskuldabréfi en afgangurinn verður þá fjármagnaður af Kviku banka. Á meðal stærstu skuldabréfaeigenda Upphafs, sem gaf út 2,7 milljarða skuldabréf til tveggja ára í júní, eru fjárfestingafélagið Stoðir, TM og félag í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, aðaleiganda Ísfélags Vestmannaeyja. Forgangsskuldabréfin verða framar í kröfuröð en skuldabréf í fyrri skuldabréfaútgáfunni og munu þau bera 12 prósent fasta vexti. Á fundi með skuldabréfaeigendum í gær samþykktu þeir tilteknar breytingar á skilmálum skuldabréfanna sem eru nauðsynlegar til að ljúka viðbótarfjármögnun upp á einn milljarð. Samþykki að lágmarki 90 prósent skuldabréfaeigenda þurfti fyrir breytingunum. Þær lúta meðal annars að því að fastir vextir lækki með afturvirkum hætti úr 15-16,5 prósentum niður í 6 prósent en verði jafnframt tengdir afkomu fasteignafélagsins. Í bréfi til sjóðsfélaga Novus í síðustu viku voru þeir upplýstir um að við endurmat á eignum og áætlunum sjóðsins væri eigið fé, sem þremur mánuðum áður var metið á um 3,9 milljarða, nú aðeins talið vera um 42 milljónir. Þá var gengi sjóðsins, sem fór hæst í 250 í árslok 2017, lækkað niður í 2 en það bráðabirgðagengi byggir á því að áform um viðbótarfjármögnun gangi eftir. Í tilkynningu frá GAMMA í gær kom fram að nýtt stjórnendateymi félagsins hefði frá því í júlí unnið að því að endurmeta stöðu Novus og Upphafs. Sú vinna leiddi í ljós að framvinda margra verkefna Upphafs hefði reynst ofmetin, kostnaður við framkvæmdir var langt yfir áætlunum og þá tóku fyrri matsaðferðir ekki að fullu tillit fjármagnskostnaðar félagsins. Upphaf er á hápunkti framkvæmda með um 280 íbúðir í byggingu og eru áætluð lok allra framkvæmda í árslok 2020. Til að áætlanir gangi eftir um að tryggja tekjur af sölu íbúða og hámarka virði eigna þarf að ljúka útgáfu hins nýja skuldabréfs. Stjórn GAMMA hefur ráðið Grant Thornton sem óháða sérfræðinga til þess að fara yfir málefni Novus og Upphafs. Á grundvelli niðurstöðu úttektar þeirra verður lagt mat á til hvaða frekari aðgerða verður gripið til að upplýsa hvað fór úrskeiðis. Birta lífeyrissjóður, sem er á meðal sjóðsfélaga í Novus, óskaði í síðustu viku eftir að boðað yrði til hluthafafundar þar sem meðal annars yrði rætt um umfang þeirrar úttektar sem til stendur að ráðast í. Gert er ráð fyrir að boðað verði til þess fundar innan skams. Birtist í Fréttablaðinu GAMMA Íslenskir bankar Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Kvika banki mun leggja Upphafi fasteignafélagi, sem er í eigu sjóðsins Novus í stýringu GAMMA, til um 500 milljónir króna í aukið fjármagn með kaupum á forgangsskuldabréfi til tveggja ára, samkvæmt heimildum Markaðarins. Fjárhæð skuldabréfaútgáfunnar, sem ætti að klárast formlega á allra næstu dögum, mögulega strax í dag, miðvikudag, nemur samtals einum milljarði og kaupir bankinn því helming útgáfunnar. Kvika banki, sem er eigandi GAMMA, skuldbatt sig til að sölutryggja skuldabréfaútgáfuna, sem er sögð nauðsynleg viðbótarfjármögnun til að leysa lausafjárvanda fasteignafélagsins, að fjárhæð samtals 500 milljónir króna. Samkvæmt heimildum Markaðarins hefur náðst samkomulag við helstu skuldabréfaeigendur Upphafs um að leggja félaginu til samtals 500 milljónir með kaupum á nýju forgangsskuldabréfi en afgangurinn verður þá fjármagnaður af Kviku banka. Á meðal stærstu skuldabréfaeigenda Upphafs, sem gaf út 2,7 milljarða skuldabréf til tveggja ára í júní, eru fjárfestingafélagið Stoðir, TM og félag í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, aðaleiganda Ísfélags Vestmannaeyja. Forgangsskuldabréfin verða framar í kröfuröð en skuldabréf í fyrri skuldabréfaútgáfunni og munu þau bera 12 prósent fasta vexti. Á fundi með skuldabréfaeigendum í gær samþykktu þeir tilteknar breytingar á skilmálum skuldabréfanna sem eru nauðsynlegar til að ljúka viðbótarfjármögnun upp á einn milljarð. Samþykki að lágmarki 90 prósent skuldabréfaeigenda þurfti fyrir breytingunum. Þær lúta meðal annars að því að fastir vextir lækki með afturvirkum hætti úr 15-16,5 prósentum niður í 6 prósent en verði jafnframt tengdir afkomu fasteignafélagsins. Í bréfi til sjóðsfélaga Novus í síðustu viku voru þeir upplýstir um að við endurmat á eignum og áætlunum sjóðsins væri eigið fé, sem þremur mánuðum áður var metið á um 3,9 milljarða, nú aðeins talið vera um 42 milljónir. Þá var gengi sjóðsins, sem fór hæst í 250 í árslok 2017, lækkað niður í 2 en það bráðabirgðagengi byggir á því að áform um viðbótarfjármögnun gangi eftir. Í tilkynningu frá GAMMA í gær kom fram að nýtt stjórnendateymi félagsins hefði frá því í júlí unnið að því að endurmeta stöðu Novus og Upphafs. Sú vinna leiddi í ljós að framvinda margra verkefna Upphafs hefði reynst ofmetin, kostnaður við framkvæmdir var langt yfir áætlunum og þá tóku fyrri matsaðferðir ekki að fullu tillit fjármagnskostnaðar félagsins. Upphaf er á hápunkti framkvæmda með um 280 íbúðir í byggingu og eru áætluð lok allra framkvæmda í árslok 2020. Til að áætlanir gangi eftir um að tryggja tekjur af sölu íbúða og hámarka virði eigna þarf að ljúka útgáfu hins nýja skuldabréfs. Stjórn GAMMA hefur ráðið Grant Thornton sem óháða sérfræðinga til þess að fara yfir málefni Novus og Upphafs. Á grundvelli niðurstöðu úttektar þeirra verður lagt mat á til hvaða frekari aðgerða verður gripið til að upplýsa hvað fór úrskeiðis. Birta lífeyrissjóður, sem er á meðal sjóðsfélaga í Novus, óskaði í síðustu viku eftir að boðað yrði til hluthafafundar þar sem meðal annars yrði rætt um umfang þeirrar úttektar sem til stendur að ráðast í. Gert er ráð fyrir að boðað verði til þess fundar innan skams.
Birtist í Fréttablaðinu GAMMA Íslenskir bankar Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira