Gerðu uppreisn í „martraðarsiglingu“ þegar Íslandsstoppið var slegið af Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2019 14:10 Reiðir farþegar sjást hér gera hróp að skipverja um borð í skemmtiferðaskipinu Norwegian Spirit. Vísir/getty Sigling skemmtiferðaskipsins Norwegian Spirit breyttist í sannkallaða martraðarför í vikunni þegar óhagstæð veðurskilyrði settu strik í reikninginn. Farþegar komust þannig ekki í draumastoppið til Reykjavíkur, sem varð þess valdandi að upp úr sauð meðal hundruða farþega um borð, ef marka má myndbönd og myndir innan úr lúxusfleyinu.Skemmtiferðaskipið Norwegian Spirit.Vísir/gettyFjallað er um siglinguna í bresku fjölmiðlunum Daily Mail, Telegraph og The Sun í dag og í gær. Þar er ferð skipsins rakin en það lagði frá bryggju í bresku borginni Southampton þann 27. september síðastliðinn. Ekki hefur komið fram hversu margir eru um borð en skipið tekur rúmlega tvö þúsund farþega. Miðlarnir segja farþega hafa greitt allt að 5300 pund, eða rúmar 800 þúsund krónur, fyrir ferðina, sem auglýst var undir formerkjunum „sjóferð um dularfulla firði“ (e. „Mystical Fjord“ voyage). Koma átti við á „draumkenndum“ áfangastöðum í Noregi og á Íslandi, auk Amsterdam og Írlands. Babb kom í bátinn þegar hætt var við að stoppa í Amsterdam vegna veðurs. Skipið lagði í staðinn leið sína til Noregs þar sem komið var við í hálfgerðum draugabæ, að sögn farþega. Næst átti leiðin að liggja til Reykjavíkur en þeirri ferð var aflýst og skipinu óvænt siglt til Belfast, höfuðborg Norður-Írlands, á mánudag.Skipið var því samfleytt á siglingu í þrjá daga, að því er segir í frétt Telegraph. Mikillar óánægju hefur jafnframt gætt meðal farþega með ráðahaginn en þeir lýsa margir afar slæmum aðbúnaði um borð; gömlum mat og fleytifullum salernum. Óánægja farþeganna kemur svo bersýnilega í ljós í myndböndum og myndum sem birtar hafa verið innan úr skipinu síðustu daga. Í myndbandi Cody McNutts, eins farþega, sjást hundruð farþega samankomnir í sal skipsins þar sem þeir krefja áhöfnina svara. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að ofan. Í öðru myndbandi, sem birt er á vef Daily Mail, sjást farþegar gera hróp að skipverja. „Þú ert að ljúga!“ heyrist einn farþeginn m.a. hrópa. Í enn öðru myndbandi má svo sjá hundruð farþega kyrja „Við viljum endurgreitt!“. Denna Rowland, einn farþega, lýsti í gær yfir megnri óánægju með aðstæðurnar á skipinu í samtali við Daily Mail. Skapast hafi ófremdarástand um borð, raunar hálfgerð uppreisn. „Það eru margir reiðir um borð í þessu skipi og skortur á viðunandi útskýringum kom næstum því af stað óeirðum í morgun. Þetta er búið að vera martraðarfrí og nú eru mörg klósettanna í káetunum barmafull af skólpi. Þetta er heldur betur ekki eins og ég ímyndaði mér lúxussiglinguna mína.“ Daily Mail greinir frá því að stór hluti farþeganna hafi yfirgefið skipið þegar það kom til Belfast á mánudag. Telegraph hefur enn fremur eftir talsmanni Norwegian, sem gerir skipið út, að farþegum hafi verið boðin inneignarnóta upp í aðra siglingu með fyrirtækinu í sárabætur. Þá sé það miður að dagskrá siglingarinnar hafi breyst vegna veðurs. „Við hörmum öll óþægindi og vonbrigði sem gestir okkar kunna að hafa orðið fyrir. Við reynum ætíð eftir fremsta megni að veita gestum okkar ánægjulegt og eftirminnilegt frí en öryggi þeirra og áhafnar okkar er ætíð efst í forgangsröðinni.“Monday October 7th riots aboard Norwegian Spirit 15 days to Iceland after 5th port cancellation pic.twitter.com/PLgeaZEdQk— NCLHELL (@NCLHELL1) October 8, 2019 Bretland Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Sigling skemmtiferðaskipsins Norwegian Spirit breyttist í sannkallaða martraðarför í vikunni þegar óhagstæð veðurskilyrði settu strik í reikninginn. Farþegar komust þannig ekki í draumastoppið til Reykjavíkur, sem varð þess valdandi að upp úr sauð meðal hundruða farþega um borð, ef marka má myndbönd og myndir innan úr lúxusfleyinu.Skemmtiferðaskipið Norwegian Spirit.Vísir/gettyFjallað er um siglinguna í bresku fjölmiðlunum Daily Mail, Telegraph og The Sun í dag og í gær. Þar er ferð skipsins rakin en það lagði frá bryggju í bresku borginni Southampton þann 27. september síðastliðinn. Ekki hefur komið fram hversu margir eru um borð en skipið tekur rúmlega tvö þúsund farþega. Miðlarnir segja farþega hafa greitt allt að 5300 pund, eða rúmar 800 þúsund krónur, fyrir ferðina, sem auglýst var undir formerkjunum „sjóferð um dularfulla firði“ (e. „Mystical Fjord“ voyage). Koma átti við á „draumkenndum“ áfangastöðum í Noregi og á Íslandi, auk Amsterdam og Írlands. Babb kom í bátinn þegar hætt var við að stoppa í Amsterdam vegna veðurs. Skipið lagði í staðinn leið sína til Noregs þar sem komið var við í hálfgerðum draugabæ, að sögn farþega. Næst átti leiðin að liggja til Reykjavíkur en þeirri ferð var aflýst og skipinu óvænt siglt til Belfast, höfuðborg Norður-Írlands, á mánudag.Skipið var því samfleytt á siglingu í þrjá daga, að því er segir í frétt Telegraph. Mikillar óánægju hefur jafnframt gætt meðal farþega með ráðahaginn en þeir lýsa margir afar slæmum aðbúnaði um borð; gömlum mat og fleytifullum salernum. Óánægja farþeganna kemur svo bersýnilega í ljós í myndböndum og myndum sem birtar hafa verið innan úr skipinu síðustu daga. Í myndbandi Cody McNutts, eins farþega, sjást hundruð farþega samankomnir í sal skipsins þar sem þeir krefja áhöfnina svara. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að ofan. Í öðru myndbandi, sem birt er á vef Daily Mail, sjást farþegar gera hróp að skipverja. „Þú ert að ljúga!“ heyrist einn farþeginn m.a. hrópa. Í enn öðru myndbandi má svo sjá hundruð farþega kyrja „Við viljum endurgreitt!“. Denna Rowland, einn farþega, lýsti í gær yfir megnri óánægju með aðstæðurnar á skipinu í samtali við Daily Mail. Skapast hafi ófremdarástand um borð, raunar hálfgerð uppreisn. „Það eru margir reiðir um borð í þessu skipi og skortur á viðunandi útskýringum kom næstum því af stað óeirðum í morgun. Þetta er búið að vera martraðarfrí og nú eru mörg klósettanna í káetunum barmafull af skólpi. Þetta er heldur betur ekki eins og ég ímyndaði mér lúxussiglinguna mína.“ Daily Mail greinir frá því að stór hluti farþeganna hafi yfirgefið skipið þegar það kom til Belfast á mánudag. Telegraph hefur enn fremur eftir talsmanni Norwegian, sem gerir skipið út, að farþegum hafi verið boðin inneignarnóta upp í aðra siglingu með fyrirtækinu í sárabætur. Þá sé það miður að dagskrá siglingarinnar hafi breyst vegna veðurs. „Við hörmum öll óþægindi og vonbrigði sem gestir okkar kunna að hafa orðið fyrir. Við reynum ætíð eftir fremsta megni að veita gestum okkar ánægjulegt og eftirminnilegt frí en öryggi þeirra og áhafnar okkar er ætíð efst í forgangsröðinni.“Monday October 7th riots aboard Norwegian Spirit 15 days to Iceland after 5th port cancellation pic.twitter.com/PLgeaZEdQk— NCLHELL (@NCLHELL1) October 8, 2019
Bretland Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent