Gunnhildur: Veit eiginlega ekki hvað gerðist Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 9. október 2019 22:08 Gunnhildur í baráttunni í kvöld vísir/vilhelm Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, var furðu brött eftir stórt tap gegn feiknasterku liði Vals, 110-75. „Æji, við vorum bara fljótar að missa hausinn. Í byrjun hélt ég að við værum að fara standa í þeim og við gerðum vel, svo fór þetta úr tveimur stigum í 17 og ég veit eiginlega ekki hvað gerðist eftir það,“ sagði hún, en Snæfell fór úr því að hafa nokkurra stiga forystu á fyrstu mínútunum í það að vera undir með 11 stigum í lok fyrsta leikhluta. „Við unnum þriðja leikhluta, það er allavega eitthvað jákvætt í þessu,“ sagði Gunnhildur og virtist ekkert vera að stressa sig á þessum fyrsta tapleik tímabilsins. Kristen McCarthy, bandarískur leikmaður Snæfells í fyrra og náin vinkona Gunnhildar, var ekki komin aftur til landsins þegar spurt var um hana, og er samkvæmt Gunnhildi að fara koma inn í nýju hlutverki. „Kristen kemur inn í þjálfarateymið,“ sagði hún um vinkonu sína sem fékk heilahristing á seinasta tímabili og hefur ekki spilað né æft síðan. „Hún er ekki einu sinni byrjuð að æfa að skjóta, búin að fá græna ljósið til að fara í flugvél. Það kæmi mér mjög á óvart ef að Kristen væri að fara spila með okkur í vetur,“ sagði Gunnhildur um Kristen McCarthy, sem var stundum kölluð Gunnarsdóttir vegna þess hve náin hún væri Gunnhildi og Berglindi. Fyrst að Berglind, systir Gunnhildar, er úti vegna skurðaðgerðar á öxl þá hafa ungar og efnilegar Snæfellsstelpur fengið góð tækifæri í síðasta leik og í þessum. Anna Soffía Lárúsdóttir átti frábæran fyrsta leik gegn Breiðablik en átti erfitt uppdráttar gegn Val. „Anna Soffía rokkaði lífið í síðasta leik og stundum er erfitt að reyna gera jafn vel í leik sem þessum. Hún fékk verðugt verkefni í dag að dekka Helenu og mér fannst hún standa sig vel,“ sagði Gunnhildur og bætti við að þær ungu í liðinu væru mjög duglegar og ættu margar mikið meira inni. Gunnhildur þurfti að spila eilítið takmarkaðar mínútur í dag vegna villuvandræða, en hún hafði fengið fjórar villur á sig snemma í þriðja leikhluta. „Kemur þetta eitthvað á óvart?“ spurði Gunnhildur létt í bragði en bætti við að hún yrði að vanda sig betur í næstu leikjum. „Ég verð bara að rífa mig í gang og passa mig að halda mér inni á vellinum,“ sagði hún að lokum áður en hún hélt inn í búningsklefa. Dominos-deild kvenna Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Fleiri fréttir Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Sjá meira
Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, var furðu brött eftir stórt tap gegn feiknasterku liði Vals, 110-75. „Æji, við vorum bara fljótar að missa hausinn. Í byrjun hélt ég að við værum að fara standa í þeim og við gerðum vel, svo fór þetta úr tveimur stigum í 17 og ég veit eiginlega ekki hvað gerðist eftir það,“ sagði hún, en Snæfell fór úr því að hafa nokkurra stiga forystu á fyrstu mínútunum í það að vera undir með 11 stigum í lok fyrsta leikhluta. „Við unnum þriðja leikhluta, það er allavega eitthvað jákvætt í þessu,“ sagði Gunnhildur og virtist ekkert vera að stressa sig á þessum fyrsta tapleik tímabilsins. Kristen McCarthy, bandarískur leikmaður Snæfells í fyrra og náin vinkona Gunnhildar, var ekki komin aftur til landsins þegar spurt var um hana, og er samkvæmt Gunnhildi að fara koma inn í nýju hlutverki. „Kristen kemur inn í þjálfarateymið,“ sagði hún um vinkonu sína sem fékk heilahristing á seinasta tímabili og hefur ekki spilað né æft síðan. „Hún er ekki einu sinni byrjuð að æfa að skjóta, búin að fá græna ljósið til að fara í flugvél. Það kæmi mér mjög á óvart ef að Kristen væri að fara spila með okkur í vetur,“ sagði Gunnhildur um Kristen McCarthy, sem var stundum kölluð Gunnarsdóttir vegna þess hve náin hún væri Gunnhildi og Berglindi. Fyrst að Berglind, systir Gunnhildar, er úti vegna skurðaðgerðar á öxl þá hafa ungar og efnilegar Snæfellsstelpur fengið góð tækifæri í síðasta leik og í þessum. Anna Soffía Lárúsdóttir átti frábæran fyrsta leik gegn Breiðablik en átti erfitt uppdráttar gegn Val. „Anna Soffía rokkaði lífið í síðasta leik og stundum er erfitt að reyna gera jafn vel í leik sem þessum. Hún fékk verðugt verkefni í dag að dekka Helenu og mér fannst hún standa sig vel,“ sagði Gunnhildur og bætti við að þær ungu í liðinu væru mjög duglegar og ættu margar mikið meira inni. Gunnhildur þurfti að spila eilítið takmarkaðar mínútur í dag vegna villuvandræða, en hún hafði fengið fjórar villur á sig snemma í þriðja leikhluta. „Kemur þetta eitthvað á óvart?“ spurði Gunnhildur létt í bragði en bætti við að hún yrði að vanda sig betur í næstu leikjum. „Ég verð bara að rífa mig í gang og passa mig að halda mér inni á vellinum,“ sagði hún að lokum áður en hún hélt inn í búningsklefa.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Fleiri fréttir Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga