Lögregla segir að um dýraníð hafi verið að ræða þar sem talið er að ökutæki hafi verið ekið á dýrin í úthverfinu Tura Beach milli 22:30 og 23:30 á laugardagskvöldið að staðartíma.
Í frétt Guardian segir að tuttugu kengúrur hafi drepist og að dýralæknar hlúi nú að þremur ungum sem einnig urðu á vegi bílsins.
Lögregla segir að ökumaðurinn hafi ekið á göngustígum þar sem kengúrurnar voru. Þykir mildi að enginn maður hafi slasast.