Bjarni Mark Antonsson tryggði Brage sigur á Frej í sænsku B-deildinni í fótbolta í kvöld.
Brage mætti á heimavöll Frej í kvöld og var íslenski miðjumaðurinn búinn að koma gestunum yfir eftir ellefu mínútna leik. Mark hans skildi liðin að í hálfleik.
Heimamenn skoruðu tvö mörk á sjö mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks og komust yfir. Mattias Liljestrand jafnaði leikinn á nýjan leik á 63. mínútu.
Það var allt farið að stefna í jafntefli þegar Bjarni skoraði sigurmarkið fyrir Brage á 85. mínútu leiksins. Lokatölur urðu 3-2.
Brage fer með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar með 47 stig, stigi á eftir Mjallby á toppnum sem á þó leik til góða.
Í úrvalsdeildinni kom Daníel Hafsteinsson inn af varamannabekknum undir lok 2-0 sigurs Helsingborg á Kalmar.
Samúel Kári Friðjónsson spilaði allan leikinn fyrir Viking sem vann stórsigur á Mjondalen 4-1 í norsku úrvalsdeildinni.
Bjarni með sigurmark fyrir Brage
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti


Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti

