Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2019 09:00 Lovísa Anna og Unnur María Pálmadætur, þó ekki sama Pálma. Lovísa Anna Pálmadóttir og Unnur María Pálmadóttir hittust í hlíðum Helgafells í byrjun sumars. Nokkrum vikum síðar voru þær búnar að stofna markaðsstofuna Kvartz. Unnur María tekur strax fram að þær Pálmadætur, sem hafa unnið saman að ýmsum tegundum auglýsinga og viðburða hvort á sínum vinnustaðnum undanfarin ár, séu ekki systur. „Við erum miklar fjallageitur báðar og hittumst bókstaflega upp á miðju Helgafelli í byrjun sumars. Hún á leiðinni niður og ég upp. Á Helgafellinu hófst svo spjallið og mjög fljótlega þróaðist hugmyndin að Kvartz. Við höfum svo unnið að því síðastliðna mánuði að byggja fyrirtækið upp og koma okkur fyrir með skrifstofu í Skipholti,“ segir Unnur María. „Okkur finnst vanta að fleiri konur taki af skarið og láti verða að því að stofna sitt eigið og komi hugmyndum sínum í framkvæmd,“ segir Unnur María. Reynsla frá 365, Árvakri, Bestseller og Te&kaffi Unnur starfaði í auglýsingum hjá 365 áður en hún færði sig yfir til Árvakurs. Lovísa hefur starfað sem markaðsstjóri Bestseller og nú síðast hjá Te og kaffi. „Við vonumst vissulega til að ungar konur líti til fyrirtækja eins og Kvartz og að það veiti þeim innblástur. Kvartz tekur ekki bara að sér að aðstoða fyrirtæki við markaðssetningu á vörum og þjónustu heldur einnig skipulagningu og stjórnun viðburða. Hvort sem um er að ræða litla viðburði fyrir starfsfólk eða viðskiptavini, eða stærri viðburði fyrir neytendur.“ Þær telja vera rými á markaðnum hér heima fyrir markaðsstofu á borð við þeirra. „Þar sem hægt er að leita til aðila sem kemur inn í eininguna þína í þeim tilgangi að greina, útfæra og framkvæma verkefnin en í leiðinni þjálfa starfsfólk og innviði í því að taka við og viðhalda þeim verkefnum sem komið hefur verið í framkvæmd.“ Lovísa og Unnur eru engir nýgræðingar á þessum markaði en þær hafa báðar starfað við markaðsmál og viðburðastjórnun undanfarin 15 ár. Þær finna fyrir meðbyr og horfa björtum augum fram á veginn. Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Lovísa Anna Pálmadóttir og Unnur María Pálmadóttir hittust í hlíðum Helgafells í byrjun sumars. Nokkrum vikum síðar voru þær búnar að stofna markaðsstofuna Kvartz. Unnur María tekur strax fram að þær Pálmadætur, sem hafa unnið saman að ýmsum tegundum auglýsinga og viðburða hvort á sínum vinnustaðnum undanfarin ár, séu ekki systur. „Við erum miklar fjallageitur báðar og hittumst bókstaflega upp á miðju Helgafelli í byrjun sumars. Hún á leiðinni niður og ég upp. Á Helgafellinu hófst svo spjallið og mjög fljótlega þróaðist hugmyndin að Kvartz. Við höfum svo unnið að því síðastliðna mánuði að byggja fyrirtækið upp og koma okkur fyrir með skrifstofu í Skipholti,“ segir Unnur María. „Okkur finnst vanta að fleiri konur taki af skarið og láti verða að því að stofna sitt eigið og komi hugmyndum sínum í framkvæmd,“ segir Unnur María. Reynsla frá 365, Árvakri, Bestseller og Te&kaffi Unnur starfaði í auglýsingum hjá 365 áður en hún færði sig yfir til Árvakurs. Lovísa hefur starfað sem markaðsstjóri Bestseller og nú síðast hjá Te og kaffi. „Við vonumst vissulega til að ungar konur líti til fyrirtækja eins og Kvartz og að það veiti þeim innblástur. Kvartz tekur ekki bara að sér að aðstoða fyrirtæki við markaðssetningu á vörum og þjónustu heldur einnig skipulagningu og stjórnun viðburða. Hvort sem um er að ræða litla viðburði fyrir starfsfólk eða viðskiptavini, eða stærri viðburði fyrir neytendur.“ Þær telja vera rými á markaðnum hér heima fyrir markaðsstofu á borð við þeirra. „Þar sem hægt er að leita til aðila sem kemur inn í eininguna þína í þeim tilgangi að greina, útfæra og framkvæma verkefnin en í leiðinni þjálfa starfsfólk og innviði í því að taka við og viðhalda þeim verkefnum sem komið hefur verið í framkvæmd.“ Lovísa og Unnur eru engir nýgræðingar á þessum markaði en þær hafa báðar starfað við markaðsmál og viðburðastjórnun undanfarin 15 ár. Þær finna fyrir meðbyr og horfa björtum augum fram á veginn.
Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira