Fyrrverandi forseti Túnis er látinn Atli Ísleifsson skrifar 20. september 2019 10:15 Ben Ali var hrakinn frá völdum í byltingunni árið 2011 sem markaði upphaf Arabíska vorsins svokallaða. epa Zine al Abidine Ben Ali, fyrrverandi forseti Norður-Afríkuríkisins Túnis er látinn, 83 ára að aldri. Hann lést í Sádi-Arabíu í gær samkvæmt upplýsingum frá lögmanni Ben Ali og fulltrúa utanríkisráðuneytis Túnis. Ben Ali var hrakinn frá völdum og neyddist til að flýja land árið 2011 í kjölfar byltingarinnar í landinu sem markaði upphaf Arabíska vorsins svokallaða. Byltingin í Túnis hófst í raun í lok árs 2010 þegar ungur grænmetissölumaður, Mohamed Bouazizi, kveikti í sjálfum sér til að mótmæla miklu atvinnuleysi í landinu. Í frétt BBC segir að Ben Ali hafi stýrt landinu í 23 ár. Valdatíð hans hafi einkennst af nokkrum stöðugleika og talsverðri efnahagslegri hagsæld, en forsetinn var þó harðlega gagnrýndur fyrir að spilling hafi grasserað í stjórnkerfinu og að trampað væri á frelsi íbúa landsins. Dómstóll í Túnis dæmdi Ben Ali í 35 ára fangelsi í fjarveru hans fyrir fjárdrátt og spillingu árið 2011. Ári síðar hlaut hann lífstíðardóm vegna dauða mótmælenda árið 2011 og þá hlaut hann enn einn dóminn, 20 ár, fyrir að hafa hvatt til ofbeldis og morða í mótmælaöldunni 2011. Lögmaður Ben Ali segir að útför forsetans fyrrverandi fari fram í Sádi-Arabíu í dag. Andlát Sádi-Arabía Túnis Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Zine al Abidine Ben Ali, fyrrverandi forseti Norður-Afríkuríkisins Túnis er látinn, 83 ára að aldri. Hann lést í Sádi-Arabíu í gær samkvæmt upplýsingum frá lögmanni Ben Ali og fulltrúa utanríkisráðuneytis Túnis. Ben Ali var hrakinn frá völdum og neyddist til að flýja land árið 2011 í kjölfar byltingarinnar í landinu sem markaði upphaf Arabíska vorsins svokallaða. Byltingin í Túnis hófst í raun í lok árs 2010 þegar ungur grænmetissölumaður, Mohamed Bouazizi, kveikti í sjálfum sér til að mótmæla miklu atvinnuleysi í landinu. Í frétt BBC segir að Ben Ali hafi stýrt landinu í 23 ár. Valdatíð hans hafi einkennst af nokkrum stöðugleika og talsverðri efnahagslegri hagsæld, en forsetinn var þó harðlega gagnrýndur fyrir að spilling hafi grasserað í stjórnkerfinu og að trampað væri á frelsi íbúa landsins. Dómstóll í Túnis dæmdi Ben Ali í 35 ára fangelsi í fjarveru hans fyrir fjárdrátt og spillingu árið 2011. Ári síðar hlaut hann lífstíðardóm vegna dauða mótmælenda árið 2011 og þá hlaut hann enn einn dóminn, 20 ár, fyrir að hafa hvatt til ofbeldis og morða í mótmælaöldunni 2011. Lögmaður Ben Ali segir að útför forsetans fyrrverandi fari fram í Sádi-Arabíu í dag.
Andlát Sádi-Arabía Túnis Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira