Grænlensku veiðimennirnir lýsa átökunum við björninn Kristján Már Unnarsson skrifar 22. september 2019 10:08 Hvítabjörn á Hornströndum árið 2011. Myndin var tekin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar áður en hann var skotinn. Mynd/Landhelgisgæslan. Grænlensku veiðimennirnir, sem Vísir sagði frá í vikunni, og lentu í átökum við hvítabjörn á svæðinu norðan Diskó-flóa, hafa nú lýst atburðinum nánar. Ríkisfjölmiðill Grænlands, KNR, tók viðtal við tvo þeirra, frændurna Ole og Samuel Kristensen, og birti myndir sem sýna meðal annars tannför bjarnarins í andliti Samuels. Þeir segja að björninn hafi virst mjór og horaður en hann réðst á þá í óbyggðum norðan bæjarins Uummannaq fyrir tíu dögum. Veiðimennirnir voru að gera að sauðnauti, sem þeir höfðu skotið, þegar einn þeirra uppgötvaði skyndilega að hvítabjörn stóð uppréttur á afturfótunum aðeins tvo til þrjá metra frá þeim. „Hann stóð uppréttur á afturfótunum. Og þegar ég stóð upp þá horfði ég upp til hans,“ segir Ole Kristensen, sem er 173 sentímetrar á hæð. Hann segist ekkert hafa geta gert annað en staðið og beðið eftir því hvað björninn myndi gera. „Þá reyndi hann að slá mig með framfótnum. En hann hitti mig ekki. Eða það hélt ég. Seinna uppgötvaði ég að hann hafði snert mig,“ segir Ole Kristensen. Björninn lamdi hann síðan með öflugum hramminum svo hann steinféll til jarðar. Því næst gerði hann atlögu með kjaftinum að höfði Ole. „Ég bar fyrir mig hægri handlegginn á móti en ísbjörninn hafði meiri áhuga á að bíta í hausinn á mér. Og þegar hann var að fara að bíta, þá grúfði ég höfuðið í jörðina í von um að þannig myndi ég skaðast minna,“ segir Ole Kristensen. Allt gerðist þetta á örskotsstundu, segir Ole, sem fékk opin sár á bæði kinn og eyra eftir tennur hvítabjarnarins. „Ísbjörninn var greinilega að reyna að mölva hausinn á mér,“ segir hann. Björninn réðst einnig á Samuel Kristensen, 58 ára gamlan frænda Ole. Samuel greip um háls bjarnarins meðan þriðji veiðifélagi þeirra tók riffil og skaut að honum. Hvítabjörninn beindi þá athygli sinni að þriðja veiðimanninum, sem tókst að hrekja hann burt. „Síðan skaut hann aftur og hitti hann líklega í fótinn,“ segir Ole Kristensen. Björninn flúði þá í átt að vatni og hefur ekki sést síðan. Það var fyrst rúmum sólarhring síðar þegar veiðimennirnir komu aftur heim í þorp sitt, Ikerasak, að þeir hringdu í lögregluna. Þeir vildu upplýsa yfirvöld um það sem gerðist. Lögreglan mæltist til þess að þeir færu á sjúkrahús til að láta skoða sárin og það gerðu þeir. En hvað varð um sauðnautið sem þeir voru að búta niður þegar björninn réðist á þá? Jú, þeim tókst að koma því heim í frystinn. Örlög þeirra hvítabjarna sem sést hafa á Íslandi í seinni tíð hafa öll orðið þau sömu; þeir hafa verið skotnir. Það þykir umdeilanlegt, eins og sjá má í þessari frétt Stöðvar 2 frá árinu 2011: Dýr Grænland Umhverfismál Tengdar fréttir Segir hvítabirni friðaða og lögbrot að drepa þá Ævar Petersen dýrafræðingur segir hvítabirni friðaða og telur það lögbrot að skjóta alla birni sem koma til Íslands. Þetta kom fram í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í fyrravor en þar sagði Ævar að Ísland væri hluti af eðlilegu lífsmunstri hvítabjarna. Það væri því röng stefna að drepa þá. 4. júlí 2012 22:15 Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13 Grænlenskir veiðimenn bitnir í andlitið í átökum við hvítabjörn Þrír grænlenskir veiðimenn þykja hafa sloppið ótrúlega vel frá átökum við hvítabjörn á norðvesturströnd Grænlands. Björninn náði að bíta tvo þeirra í andlitið. 19. september 2019 23:15 Grænlendingum ráðlagt að nota pottlok gegn hvítabjörnum Grænlensk stjórnvöld freista þess nú með öllum ráðum að koma í veg fyrir að ísbirnir séu skotnir að óþörfu. Umgengnisreglur hafa verið settar sem banna mönnum að fæða ísbirni og íbúar eru eindregið varaðir við því að elta þá uppi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sjávarútvegs-, veiði- og landbúnaðarráðuneytis Grænlands í tilefni af því að hvítabjörn var skotinn við Nuuk síðastliðinn sunnudag. 8. júní 2012 11:15 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Sjá meira
Grænlensku veiðimennirnir, sem Vísir sagði frá í vikunni, og lentu í átökum við hvítabjörn á svæðinu norðan Diskó-flóa, hafa nú lýst atburðinum nánar. Ríkisfjölmiðill Grænlands, KNR, tók viðtal við tvo þeirra, frændurna Ole og Samuel Kristensen, og birti myndir sem sýna meðal annars tannför bjarnarins í andliti Samuels. Þeir segja að björninn hafi virst mjór og horaður en hann réðst á þá í óbyggðum norðan bæjarins Uummannaq fyrir tíu dögum. Veiðimennirnir voru að gera að sauðnauti, sem þeir höfðu skotið, þegar einn þeirra uppgötvaði skyndilega að hvítabjörn stóð uppréttur á afturfótunum aðeins tvo til þrjá metra frá þeim. „Hann stóð uppréttur á afturfótunum. Og þegar ég stóð upp þá horfði ég upp til hans,“ segir Ole Kristensen, sem er 173 sentímetrar á hæð. Hann segist ekkert hafa geta gert annað en staðið og beðið eftir því hvað björninn myndi gera. „Þá reyndi hann að slá mig með framfótnum. En hann hitti mig ekki. Eða það hélt ég. Seinna uppgötvaði ég að hann hafði snert mig,“ segir Ole Kristensen. Björninn lamdi hann síðan með öflugum hramminum svo hann steinféll til jarðar. Því næst gerði hann atlögu með kjaftinum að höfði Ole. „Ég bar fyrir mig hægri handlegginn á móti en ísbjörninn hafði meiri áhuga á að bíta í hausinn á mér. Og þegar hann var að fara að bíta, þá grúfði ég höfuðið í jörðina í von um að þannig myndi ég skaðast minna,“ segir Ole Kristensen. Allt gerðist þetta á örskotsstundu, segir Ole, sem fékk opin sár á bæði kinn og eyra eftir tennur hvítabjarnarins. „Ísbjörninn var greinilega að reyna að mölva hausinn á mér,“ segir hann. Björninn réðst einnig á Samuel Kristensen, 58 ára gamlan frænda Ole. Samuel greip um háls bjarnarins meðan þriðji veiðifélagi þeirra tók riffil og skaut að honum. Hvítabjörninn beindi þá athygli sinni að þriðja veiðimanninum, sem tókst að hrekja hann burt. „Síðan skaut hann aftur og hitti hann líklega í fótinn,“ segir Ole Kristensen. Björninn flúði þá í átt að vatni og hefur ekki sést síðan. Það var fyrst rúmum sólarhring síðar þegar veiðimennirnir komu aftur heim í þorp sitt, Ikerasak, að þeir hringdu í lögregluna. Þeir vildu upplýsa yfirvöld um það sem gerðist. Lögreglan mæltist til þess að þeir færu á sjúkrahús til að láta skoða sárin og það gerðu þeir. En hvað varð um sauðnautið sem þeir voru að búta niður þegar björninn réðist á þá? Jú, þeim tókst að koma því heim í frystinn. Örlög þeirra hvítabjarna sem sést hafa á Íslandi í seinni tíð hafa öll orðið þau sömu; þeir hafa verið skotnir. Það þykir umdeilanlegt, eins og sjá má í þessari frétt Stöðvar 2 frá árinu 2011:
Dýr Grænland Umhverfismál Tengdar fréttir Segir hvítabirni friðaða og lögbrot að drepa þá Ævar Petersen dýrafræðingur segir hvítabirni friðaða og telur það lögbrot að skjóta alla birni sem koma til Íslands. Þetta kom fram í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í fyrravor en þar sagði Ævar að Ísland væri hluti af eðlilegu lífsmunstri hvítabjarna. Það væri því röng stefna að drepa þá. 4. júlí 2012 22:15 Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13 Grænlenskir veiðimenn bitnir í andlitið í átökum við hvítabjörn Þrír grænlenskir veiðimenn þykja hafa sloppið ótrúlega vel frá átökum við hvítabjörn á norðvesturströnd Grænlands. Björninn náði að bíta tvo þeirra í andlitið. 19. september 2019 23:15 Grænlendingum ráðlagt að nota pottlok gegn hvítabjörnum Grænlensk stjórnvöld freista þess nú með öllum ráðum að koma í veg fyrir að ísbirnir séu skotnir að óþörfu. Umgengnisreglur hafa verið settar sem banna mönnum að fæða ísbirni og íbúar eru eindregið varaðir við því að elta þá uppi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sjávarútvegs-, veiði- og landbúnaðarráðuneytis Grænlands í tilefni af því að hvítabjörn var skotinn við Nuuk síðastliðinn sunnudag. 8. júní 2012 11:15 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Sjá meira
Segir hvítabirni friðaða og lögbrot að drepa þá Ævar Petersen dýrafræðingur segir hvítabirni friðaða og telur það lögbrot að skjóta alla birni sem koma til Íslands. Þetta kom fram í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í fyrravor en þar sagði Ævar að Ísland væri hluti af eðlilegu lífsmunstri hvítabjarna. Það væri því röng stefna að drepa þá. 4. júlí 2012 22:15
Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13
Grænlenskir veiðimenn bitnir í andlitið í átökum við hvítabjörn Þrír grænlenskir veiðimenn þykja hafa sloppið ótrúlega vel frá átökum við hvítabjörn á norðvesturströnd Grænlands. Björninn náði að bíta tvo þeirra í andlitið. 19. september 2019 23:15
Grænlendingum ráðlagt að nota pottlok gegn hvítabjörnum Grænlensk stjórnvöld freista þess nú með öllum ráðum að koma í veg fyrir að ísbirnir séu skotnir að óþörfu. Umgengnisreglur hafa verið settar sem banna mönnum að fæða ísbirni og íbúar eru eindregið varaðir við því að elta þá uppi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sjávarútvegs-, veiði- og landbúnaðarráðuneytis Grænlands í tilefni af því að hvítabjörn var skotinn við Nuuk síðastliðinn sunnudag. 8. júní 2012 11:15