Átta ára stúlka féll fyrir hendi lögreglu í Brasilíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2019 16:52 Ágatha var aðeins átta ára gömul þegar hún lést. AP/Leo Correa Mótmæli brutust út í Rio de Janeiro í Brasilíu eftir að átta ára gömul stúlka lést þegar hún varð fyrir byssukúlu lögreglumanna. Rúmlega tólf hundruð almennir borgarar hafa látið lífið í aðgerðum lögreglu í Rio de Janero það sem af er ári. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ágatha Vitória Sales Félix, átta ára gömul, var með ömmu sinni í sendiferðabíl þegar hún var skotin í bakið í fátækrahverfi á föstudag. Íbúar á svæðinu segja lögreglu hafa verið að eltast við mótorhjólamann þegar hún varð fyrir skotinu. Lögregla segir hins vegar að hún hafi verið að bregðast við árás 1.249 manns hafa látið lífið í álíka aðgerðum í Ríó frá því í Janúar fram í Ágúst. Ágatha er fimmta barnið til að deyja vegna ofbeldis sem lögreglunni hefur verið kennt um. Gagnrýnendur segja að harðlínu stefnan sem er framfylgt af Wilson Witzel, íhaldssams ríkisstjóra Ríó, sem tók við embætti í janúar, sé ástæða fjölda dauðsfalla í fátækrahverfum borgarinnar.Moradores do Complexo do Alemão estão neste momento realizando uma manifestação na entrada da Grota pela violência na favela e pela morte da Ágatha Félix, de 8 anos. pic.twitter.com/tCzzDNoLxb — Voz das Comunidades (@vozdacomunidade) September 21, 2019 Á laugardag söfnuðust saman tugir einstaklinga í Alemao, einu stærsta fátækrahverfi Ríó, þar sem Ágatha varð fyrir skoti á föstudagskvöld. Hún var færð á sjúkrahús en dó þar. Einhverjir mótmælendur héldu á spjöldum sem á stóð „Líf í fátækrahverfum skipta máli“ og „Hættið að drepa okkur.“ Búið er að skipuleggja mótmæli sem haldin verða á sunnudag. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að lögreglumennirnir hafi svarað tilkynningu um árásir, sem leiddi til þess að til átaka kom á milli lögreglu og glæpamanna. Málið er nú í rannsókn. Fjölskylda Ágöthu mótmælti þessu og sögðu að lögregla hafi verið að miða á mótorhjólamann þegar hún varð fyrir skotinu og að enginn skotbardagi hafi átt sér stað. „Maður kom á mótorhjóli og lögreglan bað hann um að stoppa. Hann stoppaði ekki og fór, hann bar ekki vopn og lögreglan skaut. Það voru engin átök, bara lögreglan skaut,“ sagði Elías, frændi stúlkunnar.Uppfært 23.9.2019 Orðalagi fréttarinnar um dauða stúlkunnar var breytt. Í upphaflegri útgáfu hennar sagði að stúlkan hefði verið myrt. Brasilía Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Mótmæli brutust út í Rio de Janeiro í Brasilíu eftir að átta ára gömul stúlka lést þegar hún varð fyrir byssukúlu lögreglumanna. Rúmlega tólf hundruð almennir borgarar hafa látið lífið í aðgerðum lögreglu í Rio de Janero það sem af er ári. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ágatha Vitória Sales Félix, átta ára gömul, var með ömmu sinni í sendiferðabíl þegar hún var skotin í bakið í fátækrahverfi á föstudag. Íbúar á svæðinu segja lögreglu hafa verið að eltast við mótorhjólamann þegar hún varð fyrir skotinu. Lögregla segir hins vegar að hún hafi verið að bregðast við árás 1.249 manns hafa látið lífið í álíka aðgerðum í Ríó frá því í Janúar fram í Ágúst. Ágatha er fimmta barnið til að deyja vegna ofbeldis sem lögreglunni hefur verið kennt um. Gagnrýnendur segja að harðlínu stefnan sem er framfylgt af Wilson Witzel, íhaldssams ríkisstjóra Ríó, sem tók við embætti í janúar, sé ástæða fjölda dauðsfalla í fátækrahverfum borgarinnar.Moradores do Complexo do Alemão estão neste momento realizando uma manifestação na entrada da Grota pela violência na favela e pela morte da Ágatha Félix, de 8 anos. pic.twitter.com/tCzzDNoLxb — Voz das Comunidades (@vozdacomunidade) September 21, 2019 Á laugardag söfnuðust saman tugir einstaklinga í Alemao, einu stærsta fátækrahverfi Ríó, þar sem Ágatha varð fyrir skoti á föstudagskvöld. Hún var færð á sjúkrahús en dó þar. Einhverjir mótmælendur héldu á spjöldum sem á stóð „Líf í fátækrahverfum skipta máli“ og „Hættið að drepa okkur.“ Búið er að skipuleggja mótmæli sem haldin verða á sunnudag. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að lögreglumennirnir hafi svarað tilkynningu um árásir, sem leiddi til þess að til átaka kom á milli lögreglu og glæpamanna. Málið er nú í rannsókn. Fjölskylda Ágöthu mótmælti þessu og sögðu að lögregla hafi verið að miða á mótorhjólamann þegar hún varð fyrir skotinu og að enginn skotbardagi hafi átt sér stað. „Maður kom á mótorhjóli og lögreglan bað hann um að stoppa. Hann stoppaði ekki og fór, hann bar ekki vopn og lögreglan skaut. Það voru engin átök, bara lögreglan skaut,“ sagði Elías, frændi stúlkunnar.Uppfært 23.9.2019 Orðalagi fréttarinnar um dauða stúlkunnar var breytt. Í upphaflegri útgáfu hennar sagði að stúlkan hefði verið myrt.
Brasilía Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira