Tilgangur Jim Ratcliffe sagður bara einn Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. september 2019 22:30 Laxastigi í Selá utan við Vopnafjörð. Vísir/Jóhann K. Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe vinnur nú að uppbyggingu lax og lífríkis í ám á Norðausturlandi. Talsmaður hans segir Íslendinga ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur af fyrirætlunum hans því verkefnið sé bara eitt. Það hefur orðið hnignun á þessu svæði. Það eina sem vaki fyrir Jim Ratcliffe og fjárfestum á hans vegum með jarðarkaupum, að þeirra sögn, er að vernda íslenska laxinn og þar með laxinn í Norður-Atlantshafinu. Hann ásamt sveitarfélögum á svæðinu vilja að árnar og laxinn verði sjálfbær en talið er að laxastofninn nú sé ekki nema fjórðungur af því sem hann var í kringum 1970, en flestar tegundir sem hafa orðið slíkri hnignun hafa verið flokkaðar í útrýmingarhættu. Fjölmiðlamönnum var boðið í dag að kynnast verkefninu og skoða árnar. Í ágúst staðfesti breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe að hann hefði fest kaup á jörðinni Brúarlandi 2 í Þistilfirði, en fyrir á hann þónokkrar jarðir á Norðausturlandi, sem sagðar eru keyptar sem hluti af uppbyggingu á sjálfbæru verndarsvæði laxa. Auk þessa jarðarkaupa er Ratcliffe meirihlutaeigandi í Veiðifélaginu Streng.Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Veiðifélagsins StrengsVísir/Jóhann K.Laxastigar hjálpa til Hluti af aðgerðum hans til verndar laxinum, sem áætlaðar eru á næstu fimm árum, snýr að því að útvíkka hrygningarsvæði laxins með byggingu nýrra laxastiga í Hafralónsá, Hofsá og Miðfjarðará í Vopnafirði. Þá er fyrirhuguð umfangsmikil slepping á frjóvguðum hrognum í þessum ám, auk Selár. Verður það í samræmi við almenna veiðireglu ánna um að veiddum fiski sé sleppt aftur. „Það hefur verið mjög farsælt verndunarstarf stundað, sérstaklega hér, í Vopnafirði, við þessar ár hér. Við höfum takmarkað veiðiálag. Við höfum farið í það að vera með veiði og sleppa,“ segir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Veiðfélagsins Strengs.SeláVísir/Jóhann K.Vinna að gróðuruppbyggingu líka Með þeirri uppbyggingu sem Ratcliffe vinnur að er að auki unnið gegn jarðeyðinu og bættu heilsufari vistkerfis ánna, með fjárfestingu skóga og endurheimt gróðurfars. „Skógræktarverkefnið sjáum við bara þegar tré fara að vaxa og ef það gengur allt saman og hrognagröfturinn er mældur og afraksturinn er mældur árlega og það kemur út skýrsla frá Hafrannsóknarstofnun , sem er gefin út á hverju ári, og þar má sjá árangurinn af því starfi sem hér er verið að vinna,“ segir Gísli. Ratcliffe og Hafrannsóknarstofnun undirrituðu samkomulag um miðjan ágúst um rannsókn, sem er að fullu fjármögnuð af Ratcliffe. Rannsóknin nær til nýrra sviða vistfræði og hegðunar laxins. Hefur umræðan um jarðakaup auðmanna skyggt á þetta verkefni? “Maður skilur áhyggjurnar sem að hafa vaknað út af fjárfestingum á jörðum á Íslandi. Við höfum bara farið eftir þeim reglum og lögum sem gilda og höfum fengið færa vísindamenn til þess að hjálpa okkur við að stefna að því sem að við viljum gera. Það er bara það sem við ætlum að gera áfram,” segir Gísli. Jarðakaup útlendinga Stangveiði Vopnafjörður Tengdar fréttir Ein aðalástæðan fyrir jarðarkaupum Ratcliffes er að vernda íslenska laxinn Fulltrúi breska auðjöfursins Jim Ratcliffes segir eina aðal ástæðu þess að hann fjárfesti í jörðum hér á landi, að vernda íslenska laxastofninn og umhverfi hans. 12. ágúst 2019 18:45 Ratcliffe boðar nýja laxastiga og miklar hrognasleppingar Auðmaðurinn Jim Ratcliffe vill útvíkka hrygningarsvæði laxa á Norðausturlandi þar sem hann á fjölda bújarða. Í yfirlýsingu segir að hann standi að ítarlegri langtímarannsókn á afkomu laxa í íslenskum ám og í norðanverðu Atlantshafi í samstarfi við Hafrannsóknastofnun hér og íslenska og erlenda háskóla. 6. ágúst 2019 06:30 Víðtæk áhrif á Atlantshafslax af áformum Ratcliffes ólíkleg Formaður Landssambands veiðifélaga telur ekki ólíklegt að fyrirhugaðar framkvæmdir Jims Ratcliffe gætu haft jákvæð áhrif í þeim ám sem framkvæmdirnar snúa að. Hins vegar geri þær lítið fyrir stofninn í heild sinni. Sveitarstjórnarrráðherra undrast seinagang í stjórnsýslunni og vill lagafrumvarp í haust. 7. ágúst 2019 06:15 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe vinnur nú að uppbyggingu lax og lífríkis í ám á Norðausturlandi. Talsmaður hans segir Íslendinga ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur af fyrirætlunum hans því verkefnið sé bara eitt. Það hefur orðið hnignun á þessu svæði. Það eina sem vaki fyrir Jim Ratcliffe og fjárfestum á hans vegum með jarðarkaupum, að þeirra sögn, er að vernda íslenska laxinn og þar með laxinn í Norður-Atlantshafinu. Hann ásamt sveitarfélögum á svæðinu vilja að árnar og laxinn verði sjálfbær en talið er að laxastofninn nú sé ekki nema fjórðungur af því sem hann var í kringum 1970, en flestar tegundir sem hafa orðið slíkri hnignun hafa verið flokkaðar í útrýmingarhættu. Fjölmiðlamönnum var boðið í dag að kynnast verkefninu og skoða árnar. Í ágúst staðfesti breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe að hann hefði fest kaup á jörðinni Brúarlandi 2 í Þistilfirði, en fyrir á hann þónokkrar jarðir á Norðausturlandi, sem sagðar eru keyptar sem hluti af uppbyggingu á sjálfbæru verndarsvæði laxa. Auk þessa jarðarkaupa er Ratcliffe meirihlutaeigandi í Veiðifélaginu Streng.Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Veiðifélagsins StrengsVísir/Jóhann K.Laxastigar hjálpa til Hluti af aðgerðum hans til verndar laxinum, sem áætlaðar eru á næstu fimm árum, snýr að því að útvíkka hrygningarsvæði laxins með byggingu nýrra laxastiga í Hafralónsá, Hofsá og Miðfjarðará í Vopnafirði. Þá er fyrirhuguð umfangsmikil slepping á frjóvguðum hrognum í þessum ám, auk Selár. Verður það í samræmi við almenna veiðireglu ánna um að veiddum fiski sé sleppt aftur. „Það hefur verið mjög farsælt verndunarstarf stundað, sérstaklega hér, í Vopnafirði, við þessar ár hér. Við höfum takmarkað veiðiálag. Við höfum farið í það að vera með veiði og sleppa,“ segir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Veiðfélagsins Strengs.SeláVísir/Jóhann K.Vinna að gróðuruppbyggingu líka Með þeirri uppbyggingu sem Ratcliffe vinnur að er að auki unnið gegn jarðeyðinu og bættu heilsufari vistkerfis ánna, með fjárfestingu skóga og endurheimt gróðurfars. „Skógræktarverkefnið sjáum við bara þegar tré fara að vaxa og ef það gengur allt saman og hrognagröfturinn er mældur og afraksturinn er mældur árlega og það kemur út skýrsla frá Hafrannsóknarstofnun , sem er gefin út á hverju ári, og þar má sjá árangurinn af því starfi sem hér er verið að vinna,“ segir Gísli. Ratcliffe og Hafrannsóknarstofnun undirrituðu samkomulag um miðjan ágúst um rannsókn, sem er að fullu fjármögnuð af Ratcliffe. Rannsóknin nær til nýrra sviða vistfræði og hegðunar laxins. Hefur umræðan um jarðakaup auðmanna skyggt á þetta verkefni? “Maður skilur áhyggjurnar sem að hafa vaknað út af fjárfestingum á jörðum á Íslandi. Við höfum bara farið eftir þeim reglum og lögum sem gilda og höfum fengið færa vísindamenn til þess að hjálpa okkur við að stefna að því sem að við viljum gera. Það er bara það sem við ætlum að gera áfram,” segir Gísli.
Jarðakaup útlendinga Stangveiði Vopnafjörður Tengdar fréttir Ein aðalástæðan fyrir jarðarkaupum Ratcliffes er að vernda íslenska laxinn Fulltrúi breska auðjöfursins Jim Ratcliffes segir eina aðal ástæðu þess að hann fjárfesti í jörðum hér á landi, að vernda íslenska laxastofninn og umhverfi hans. 12. ágúst 2019 18:45 Ratcliffe boðar nýja laxastiga og miklar hrognasleppingar Auðmaðurinn Jim Ratcliffe vill útvíkka hrygningarsvæði laxa á Norðausturlandi þar sem hann á fjölda bújarða. Í yfirlýsingu segir að hann standi að ítarlegri langtímarannsókn á afkomu laxa í íslenskum ám og í norðanverðu Atlantshafi í samstarfi við Hafrannsóknastofnun hér og íslenska og erlenda háskóla. 6. ágúst 2019 06:30 Víðtæk áhrif á Atlantshafslax af áformum Ratcliffes ólíkleg Formaður Landssambands veiðifélaga telur ekki ólíklegt að fyrirhugaðar framkvæmdir Jims Ratcliffe gætu haft jákvæð áhrif í þeim ám sem framkvæmdirnar snúa að. Hins vegar geri þær lítið fyrir stofninn í heild sinni. Sveitarstjórnarrráðherra undrast seinagang í stjórnsýslunni og vill lagafrumvarp í haust. 7. ágúst 2019 06:15 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Ein aðalástæðan fyrir jarðarkaupum Ratcliffes er að vernda íslenska laxinn Fulltrúi breska auðjöfursins Jim Ratcliffes segir eina aðal ástæðu þess að hann fjárfesti í jörðum hér á landi, að vernda íslenska laxastofninn og umhverfi hans. 12. ágúst 2019 18:45
Ratcliffe boðar nýja laxastiga og miklar hrognasleppingar Auðmaðurinn Jim Ratcliffe vill útvíkka hrygningarsvæði laxa á Norðausturlandi þar sem hann á fjölda bújarða. Í yfirlýsingu segir að hann standi að ítarlegri langtímarannsókn á afkomu laxa í íslenskum ám og í norðanverðu Atlantshafi í samstarfi við Hafrannsóknastofnun hér og íslenska og erlenda háskóla. 6. ágúst 2019 06:30
Víðtæk áhrif á Atlantshafslax af áformum Ratcliffes ólíkleg Formaður Landssambands veiðifélaga telur ekki ólíklegt að fyrirhugaðar framkvæmdir Jims Ratcliffe gætu haft jákvæð áhrif í þeim ám sem framkvæmdirnar snúa að. Hins vegar geri þær lítið fyrir stofninn í heild sinni. Sveitarstjórnarrráðherra undrast seinagang í stjórnsýslunni og vill lagafrumvarp í haust. 7. ágúst 2019 06:15