Ráðherra vill aðgerðir til að vernda lundann Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. september 2019 06:00 Náttúrufræðistofnun segir lundann í bráðri hættu. Fréttablaðið/Stefán Innan umhverfisráðuneytisins eru nú til skoðunar aðgerðir til að sporna við fækkun lundans og annarra svartfuglategunda á grundvelli núverandi laga. Heildarendurskoðun á villidýralögum verður gerð í vor. „Ég óskaði eftir frekari gögnum um stofnstærðir svartfugla til að meta aðgerðir byggðar á núverandi löggjöf. Það er nú í skoðun í ráðuneytinu,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Sumt er á valdi okkar að stýra en til dæmis er erfiðara að bregðast við áhrifum loftslagsbreytinga á fæðuframboð svartfugla. Ég tel að það þurfi að grípa til einhverra aðgerða hvað varðar svartfugla og sérstaklega lundann sem flokkast í mikilli hættu.“ Samkvæmt válista Náttúrufræðistofnunar, sem birtur var haustið 2018, er lundinn metinn í bráðri hættu. Ekkert stig er fyrir ofan nema útdauði. Stærð lundastofnsins hefur farið niður á við undanfarna áratugi og er lundinn mikið veiddur til sölu á veitingastöðum. Árið 2017 var teista friðuð fyrir skotveiðum en hún er aðeins metin í hættu en ekki bráðri hættu.Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Fréttablaðið/AntonVinna er hafin við heildarendurskoðun á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum og hyggst Guðmundur leggja fram frumvarp í vor. Endurskoðunin var boðuð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar árið 2017. Fyrirhugaðar breytingar verða að einhverju leyti byggðar á viðamikilli skýrslu frá árinu 2013. Samkvæmt núverandi löggjöf er meginreglan að villt dýr séu friðuð og heimild til veiða séu undantekningar. Guðmundur segir að ekki verði hróflað við þessari reglu. „Með löggjöfinni verður sjálfbær nýting og sjálfbærar veiðar leiðarljósið,“ segir hann. „Það verður að vera góður vísindalegur grundvöllur fyrir nýtingu og veiðum. Því er mikilvægt að ráðast í að vinna stjórnunar- og nýtingaráætlanir fyrir alla þá stofna sem eru nýttir.“ Slíkt mat lægi til ákvörðunar um veiðar og nýtingu, friðun, sölubann eða aðrar aðgerðir. Lundaveiðar eru hlunnindaveiðar og það hefur flækt málin hvað varðar verndunaraðgerðir. Friðunarákvæði laganna mega ekki vera þeirri nýtingu til fyrirstöðu heldur aðeins sölu og skotveiðum. Guðmundur segir að þetta atriði verði skoðað við endurskoðun laganna. Telur hann langsótt að landeigendur gætu átt rétt á skaðabótum vegna þessa. „Hér er verið að ræða um auðlindanýtingu sem byggir á vísindum. Útgerðarmenn geta til dæmis ekki átt skaðabótakröfu vegna aflastýringar fiskistofna,“ segir Guðmundur. „Ef til kæmi almenn og gegnsæ takmörkun á vísindalegum grunni til verndar náttúrunni þá sé ég ekki að það gangi gegn sjónarmiðum um eignarrétt.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Umhverfismál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Innan umhverfisráðuneytisins eru nú til skoðunar aðgerðir til að sporna við fækkun lundans og annarra svartfuglategunda á grundvelli núverandi laga. Heildarendurskoðun á villidýralögum verður gerð í vor. „Ég óskaði eftir frekari gögnum um stofnstærðir svartfugla til að meta aðgerðir byggðar á núverandi löggjöf. Það er nú í skoðun í ráðuneytinu,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Sumt er á valdi okkar að stýra en til dæmis er erfiðara að bregðast við áhrifum loftslagsbreytinga á fæðuframboð svartfugla. Ég tel að það þurfi að grípa til einhverra aðgerða hvað varðar svartfugla og sérstaklega lundann sem flokkast í mikilli hættu.“ Samkvæmt válista Náttúrufræðistofnunar, sem birtur var haustið 2018, er lundinn metinn í bráðri hættu. Ekkert stig er fyrir ofan nema útdauði. Stærð lundastofnsins hefur farið niður á við undanfarna áratugi og er lundinn mikið veiddur til sölu á veitingastöðum. Árið 2017 var teista friðuð fyrir skotveiðum en hún er aðeins metin í hættu en ekki bráðri hættu.Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Fréttablaðið/AntonVinna er hafin við heildarendurskoðun á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum og hyggst Guðmundur leggja fram frumvarp í vor. Endurskoðunin var boðuð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar árið 2017. Fyrirhugaðar breytingar verða að einhverju leyti byggðar á viðamikilli skýrslu frá árinu 2013. Samkvæmt núverandi löggjöf er meginreglan að villt dýr séu friðuð og heimild til veiða séu undantekningar. Guðmundur segir að ekki verði hróflað við þessari reglu. „Með löggjöfinni verður sjálfbær nýting og sjálfbærar veiðar leiðarljósið,“ segir hann. „Það verður að vera góður vísindalegur grundvöllur fyrir nýtingu og veiðum. Því er mikilvægt að ráðast í að vinna stjórnunar- og nýtingaráætlanir fyrir alla þá stofna sem eru nýttir.“ Slíkt mat lægi til ákvörðunar um veiðar og nýtingu, friðun, sölubann eða aðrar aðgerðir. Lundaveiðar eru hlunnindaveiðar og það hefur flækt málin hvað varðar verndunaraðgerðir. Friðunarákvæði laganna mega ekki vera þeirri nýtingu til fyrirstöðu heldur aðeins sölu og skotveiðum. Guðmundur segir að þetta atriði verði skoðað við endurskoðun laganna. Telur hann langsótt að landeigendur gætu átt rétt á skaðabótum vegna þessa. „Hér er verið að ræða um auðlindanýtingu sem byggir á vísindum. Útgerðarmenn geta til dæmis ekki átt skaðabótakröfu vegna aflastýringar fiskistofna,“ segir Guðmundur. „Ef til kæmi almenn og gegnsæ takmörkun á vísindalegum grunni til verndar náttúrunni þá sé ég ekki að það gangi gegn sjónarmiðum um eignarrétt.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Umhverfismál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira