Johnson gæti orðið skammlífasti forsætisráðherra Breta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. september 2019 18:45 Spjótin beinast nú að Boris Johnson, breska forsætisráðherranum, eftir að hæstiréttur úrskurðaði ákvörðun hans um að fresta þingfundum ólögmæta. Brenda Hale, forseti hæstaréttar, tilkynnti um úsrkurðinn í morgun og sagði þingfrestunina ólögmæta þar sem hún hafi komið í veg fyrir að þingið sinnti sínu hlutverki í samræmi við bresk stjórnlög. „Áhrifin á grundvallarstoðir bresks lýðræðis voru gríðarleg,“ sagði Hale.Krefjast afsagnar Miðað við þá stöðu sem komin er upp, og háværar kröfur stjórnarandstöðunnar um að Johnson segi af sér vegna málsins, er ekki útilokað að hann verði skammlífasti forsætisráðherra í sögu Bretlands. Hann hefur í dag setið í 62 daga en sá sem hefur styst verið í embætti var George Canning, forsætisráðherra sumarið 1827, sem sat í 119 daga. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, reið á vaðið í morgun og bauð Johnson að íhuga stöðu sína alvarlega. Jo Swinson, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, tók undir og sagði: „Þessi afdráttarlausa og samróma ákvörðun hæstaréttar sýnir svart á hvítu að Boris Johnson er vanhæfur til að gegna embætti forsætisráðherra.“ Það gerði Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, einnig. „Séu reglur lýðræðis raunverulegar tel ég að allir forsætisráðherrar með vott af sómakennd myndu segja af sér í dag.“Vill ekki fresta útgöngu Johnson tjáði sig ekki um mögulega afsögn þegar hann ræddi við fjölmiðla. Sagðist ósammála niðurstöðunni og að málið snerist um að trufla Brexit-ferlið. Ítrekaði hann einnig ákall sitt um nýjar kosningar. „Núgildandi lög kveða á um að við göngum út þann 31. október og ég er vongóður um að við náum nýjum samningi.“ Þing kemur aftur saman á morgun. Þingforseti útilokar ekki að veita þingmönnum dagskrárvald. Þá gætu stjórnarandstæðingar komið í veg fyrir að ríkisstjórnin fresti þingfundum aftur, en þann möguleika útilokaði lögmaður ríkisstjórnarinnar ekki fyrir hæstarétti. Ef þingið samþykkir ekki útgöngusamning í síðasta lagi 19. október, og heimilar ekki samningslausa útgöngu, mun Johnson þurfa að biðja Evrópusambandið um frest. Ljóst er að Johnson vill komast hjá því og hefur hann sagst ekki ætla að biðja um frestun útgöngu. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Úrslitastund fyrir þingfrestun Boris Hæstiréttur Bretlands mun núna klukkan 9:30 að íslenskum tíma fella dóm sinn um hvort þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafi verið lögleg eður ei. 24. september 2019 06:50 Þingfrestun Boris dæmd ólögleg Hæstiréttur Bretlands segir þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafa verið ólögleg. 24. september 2019 09:38 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Sjá meira
Spjótin beinast nú að Boris Johnson, breska forsætisráðherranum, eftir að hæstiréttur úrskurðaði ákvörðun hans um að fresta þingfundum ólögmæta. Brenda Hale, forseti hæstaréttar, tilkynnti um úsrkurðinn í morgun og sagði þingfrestunina ólögmæta þar sem hún hafi komið í veg fyrir að þingið sinnti sínu hlutverki í samræmi við bresk stjórnlög. „Áhrifin á grundvallarstoðir bresks lýðræðis voru gríðarleg,“ sagði Hale.Krefjast afsagnar Miðað við þá stöðu sem komin er upp, og háværar kröfur stjórnarandstöðunnar um að Johnson segi af sér vegna málsins, er ekki útilokað að hann verði skammlífasti forsætisráðherra í sögu Bretlands. Hann hefur í dag setið í 62 daga en sá sem hefur styst verið í embætti var George Canning, forsætisráðherra sumarið 1827, sem sat í 119 daga. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, reið á vaðið í morgun og bauð Johnson að íhuga stöðu sína alvarlega. Jo Swinson, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, tók undir og sagði: „Þessi afdráttarlausa og samróma ákvörðun hæstaréttar sýnir svart á hvítu að Boris Johnson er vanhæfur til að gegna embætti forsætisráðherra.“ Það gerði Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, einnig. „Séu reglur lýðræðis raunverulegar tel ég að allir forsætisráðherrar með vott af sómakennd myndu segja af sér í dag.“Vill ekki fresta útgöngu Johnson tjáði sig ekki um mögulega afsögn þegar hann ræddi við fjölmiðla. Sagðist ósammála niðurstöðunni og að málið snerist um að trufla Brexit-ferlið. Ítrekaði hann einnig ákall sitt um nýjar kosningar. „Núgildandi lög kveða á um að við göngum út þann 31. október og ég er vongóður um að við náum nýjum samningi.“ Þing kemur aftur saman á morgun. Þingforseti útilokar ekki að veita þingmönnum dagskrárvald. Þá gætu stjórnarandstæðingar komið í veg fyrir að ríkisstjórnin fresti þingfundum aftur, en þann möguleika útilokaði lögmaður ríkisstjórnarinnar ekki fyrir hæstarétti. Ef þingið samþykkir ekki útgöngusamning í síðasta lagi 19. október, og heimilar ekki samningslausa útgöngu, mun Johnson þurfa að biðja Evrópusambandið um frest. Ljóst er að Johnson vill komast hjá því og hefur hann sagst ekki ætla að biðja um frestun útgöngu.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Úrslitastund fyrir þingfrestun Boris Hæstiréttur Bretlands mun núna klukkan 9:30 að íslenskum tíma fella dóm sinn um hvort þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafi verið lögleg eður ei. 24. september 2019 06:50 Þingfrestun Boris dæmd ólögleg Hæstiréttur Bretlands segir þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafa verið ólögleg. 24. september 2019 09:38 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Sjá meira
Úrslitastund fyrir þingfrestun Boris Hæstiréttur Bretlands mun núna klukkan 9:30 að íslenskum tíma fella dóm sinn um hvort þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafi verið lögleg eður ei. 24. september 2019 06:50
Þingfrestun Boris dæmd ólögleg Hæstiréttur Bretlands segir þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafa verið ólögleg. 24. september 2019 09:38