Evrópukeppnin hefur fengið nafnið Europa Conference League en lengi vel hafði UEFA keppni fyrir sigurvegara í bikarkeppnum. Þeirri keppni var hætt árið 2001.
Aleksander Ceferin, forseti FIFA, staðfesti þetta á fundi UEFA í Slóveníu í gær þar sem tilkynnt var um hinar ýmsu breytingar í knattspyrnuheiminum.
Þeir sem fá þátttökurétt í keppninni eru meðal annars sigurvegarar Carabao-bikarsins á Englandi, eða liðin í 6. og 7. sæti ensku deildarinnar, endi sigurvegari Carabao keppninnar í efstu fimm sætunum.
Confirmed: The name of the third UEFA club competition will be UEFA Europa Conference League.
The new competition will start in 2021 and is aimed at giving more clubs in more countries a chance to participate in European football. #UEFAExCo
— UEFA (@UEFA) September 24, 2019
Einungis fimm lið frá stóru deildunum; Englandi, Spáni, Þýskalandi, Ítalíu og Frakklandi munu fá þátttökurétt en leikið verður í átta fjögurra liða riðlum.
UEFA staðfesti einnig á umræddum fundi að VAR verði notað í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar og að úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni 2023 fari fram á Wembley.