Dilshod Nazarov, Ólympíumeistari í sleggjukasti, hefur verið dæmdur í tímabundið bann vegna ólöglegrar lyfjanotkunar.
Sýni frá HM 2011, sem var endurprófað, innihélt stera.
Ekki liggur fyrir hversu langt bann Nazarov fær en hann missir allavega af HM í frjálsum íþróttum sem hefst í Doha í Katar á föstudaginn.
Nazarov vann silfur á HM 2015 í Peking. Ári seinna vann hann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó.
Nazarov, sem er 37 ára, er eini íþróttamaðurinn frá Tadsíkistan sem hefur unnið Ólympíugull.
Ólympíumeistari dæmdur í bann eftir að sterar fundust í átta ára gömlu sýni
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn


Skelltu sér í jarðarför Hauka
Körfubolti


„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“
Íslenski boltinn




