Barbie kynnir kynhlutlausar dúkkur til leiks Atli Ísleifsson skrifar 25. september 2019 11:13 Talsmenn Mattel segjast hafa unnið náið með sérfræðingum, foreldrum, heilbrigðisstarfsfólki og ekki síst börnum til að skapa þau sex dúkkusett sem nú koma á markaðinn. mattel Barbie-dúkkuframleiðandinn Mattel hefur hafið sölu á kynhlutlausum dúkkum sem framleiðendur segja að munu gefa börnum kleift að „tjá sig frjálslega“. Með nýju dúkkulínunni, sem kölluð er Sköpunarheimur (e. Creatable World), fylgja nokkrir möguleikar til að klæða dúkkuna, fylgihlutir og hárgreiðslur. Þannig geti börn klætt og mótað dúkkurnar með stuttu eða síðu hári, klætt þær í pils, buxur eða jafnvel bæði. Talsmenn Mattel segjast hafa unnið náið með sérfræðingum, foreldrum, heilbrigðisstarfsfólki og ekki síst börnum til að skapa þau sex dúkkusett sem nú koma á markaðinn. Með hverju setti fylgir ein dúkka, tveir möguleikar á hárgreiðslu og „endalausir“ möguleikar til að stílfæra dúkkuna.Staðalímyndir skilgreini ekki leikinn Kim Culmone, aðstoðarforstjóri Mattel, segir nýju línuna til marks um breytta tíma, endurspeglun menningar og að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi talið tímabært að skapa dúkkulínu „lausa við merkimiða“. „Með rannsóknum höfum við komist að því að krakkar vilji ekki að staðalímynd kynja skilgreini leikföng sín,“ segir Culmone. Börn og uppeldi Hinsegin Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Barbie-dúkkuframleiðandinn Mattel hefur hafið sölu á kynhlutlausum dúkkum sem framleiðendur segja að munu gefa börnum kleift að „tjá sig frjálslega“. Með nýju dúkkulínunni, sem kölluð er Sköpunarheimur (e. Creatable World), fylgja nokkrir möguleikar til að klæða dúkkuna, fylgihlutir og hárgreiðslur. Þannig geti börn klætt og mótað dúkkurnar með stuttu eða síðu hári, klætt þær í pils, buxur eða jafnvel bæði. Talsmenn Mattel segjast hafa unnið náið með sérfræðingum, foreldrum, heilbrigðisstarfsfólki og ekki síst börnum til að skapa þau sex dúkkusett sem nú koma á markaðinn. Með hverju setti fylgir ein dúkka, tveir möguleikar á hárgreiðslu og „endalausir“ möguleikar til að stílfæra dúkkuna.Staðalímyndir skilgreini ekki leikinn Kim Culmone, aðstoðarforstjóri Mattel, segir nýju línuna til marks um breytta tíma, endurspeglun menningar og að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi talið tímabært að skapa dúkkulínu „lausa við merkimiða“. „Með rannsóknum höfum við komist að því að krakkar vilji ekki að staðalímynd kynja skilgreini leikföng sín,“ segir Culmone.
Börn og uppeldi Hinsegin Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira