MDE spyr um hæfi dómara í málum allra föllnu bankanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. september 2019 06:00 Meint vanhæfi sex dómara við Hæstarétt í svokölluðum hrunmálum er til skoðunar hjá MDE Fréttablaðið/Eyþór Þrjú aðgreind mál stjórnenda allra föllnu bankana eru til efnismeðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Þau varða öll dómara við Hæstarétt sem viku ekki sæti í sakamálum þrátt fyrir fjárhagslegt tap við fall bankana. Málin eru öll komin í gegnum frávísunarsíu dómstólsins og verða því tekin til efnismeðferðar nema ríkið nái sáttum við stefnendur. Mál Elínar Vigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, fór fyrst til Strassborgar. Elín var sýknuð af þátttöku í umboðssvikum í héraði en Hæstiréttur sneri þeim dómi við og dæmdi hana til 18 mánaða fangelsisvistar. Í kæru sinni til MDE byggir hún á því að dómarar við Hæstarétt, sem áttu hlutabréf í Landsbankanum og urðu fyrir tjóni við fall bankans, hefðu átt að víkja sæti í málinu vegna vanhæfis. Fyrr á árinu var fallist á beiðni um endurupptöku dóms Hæstaréttar í málinu og bíður Elín því niðurstöðu á tvennum vígstöðvum. Mál Jóhannesar Baldurssonar og Birkis Kristinssonar hefur einnig verið tekið til efnismeðferðar hjá MDE og hefur verið óskað eftir afstöðu íslenskra stjórnvalda til kæruefna þeirra sem varða meint vanhæf i Grétu Baldursdóttur, Markúsar Sigurbjörnssonar og Ólafs Barkar Þorvaldssonar. Óskað er svara um hvort umræddir dómarar hafi átt fjárhagslegra hagsmuna að gæta í einhverjum hinna þriggja föllnu banka þegar þeir atburðir gerðust sem leiddu til málaferla og að lokum sakfellingar Jóhannesar og Birkis.Sjá einnig: Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Fjallað var um mál Ólafs Ólafssonar, eins aðaleiganda Kaupþings, í Fréttablaðinu í gær. Ólafur hlaut fangelsisdóm í svonefndu Al-Thani máli. Kæra hans til MDE lýtur að fjárfestingarumsvifum Markúsar Sigurbjörnssonar og Árna Kolbeinssonar, í aðdraganda falls stóru viðskiptabankanna. Í greinargerð Ólafs er vísað til þess að þrátt fyrir að nefndir dómarar hafi ekki átt beina hagsmuni undir vegna Kaupþings hafi fjárhagslegir hagsmunir verið svo samtvinnaðir öllu bankakerfinu að fall eins banka hafði óhjákvæmilega áhrif á hina bankana. Hefur MDE beint spurningum til ríkisins um málið, sambærilegum og í máli þeirra Jóhannesar og Birkis. Í samræmi við nýtt verklag hjá MDE fara öll mál sem tekin eru til efnismeðferðar fyrst í ferli þar sem kannað er hvort unnt sé að ná dómsátt í málinu. Eru síðarnefndu málin tvö í slíku ferli. Náist ekki sættir milli málsaðila fyrir 2. desember næstkomandi mun málunum ljúka með dómi að lokinni frekari málsmeðferð hjá MDE. Mál Elínar er lengra komið. Það hefur verið í efnismeðferð ytra í rúmt ár. Athugasemdir stjórnvalda og svör við spurningum dómsins voru send til dómsins í fyrra og viðbrögð lögmanns Elínar við þeim send dómstólnum skömmu fyrir síðustu áramót. Nú er dóms beðið í málinu. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif það hefði fyrir önnur svokölluð hrunmál sem dæmd voru af umræddum dómurum, verði kveðnir upp áfellisdómar gegn ríkinu í framangreindum málum. Þau bætast þá við fjölmarga aðra dóma sem óvissa ríkir um, vegna Landsréttarmálsins og annarra mála sem dæmd hafa verið í Strassborg á undanförnum misserum. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Tengdar fréttir Talsmaður Ólafs segir ákvörðun MDE vera viðurkenning á alvarlegum athugasemdum við málsmeðferð Talsmaður Ólafs segir að málið sé mikilvægt fyrir réttarkerfið í heild. 25. september 2019 12:55 Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni Sjá meira
Þrjú aðgreind mál stjórnenda allra föllnu bankana eru til efnismeðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Þau varða öll dómara við Hæstarétt sem viku ekki sæti í sakamálum þrátt fyrir fjárhagslegt tap við fall bankana. Málin eru öll komin í gegnum frávísunarsíu dómstólsins og verða því tekin til efnismeðferðar nema ríkið nái sáttum við stefnendur. Mál Elínar Vigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, fór fyrst til Strassborgar. Elín var sýknuð af þátttöku í umboðssvikum í héraði en Hæstiréttur sneri þeim dómi við og dæmdi hana til 18 mánaða fangelsisvistar. Í kæru sinni til MDE byggir hún á því að dómarar við Hæstarétt, sem áttu hlutabréf í Landsbankanum og urðu fyrir tjóni við fall bankans, hefðu átt að víkja sæti í málinu vegna vanhæfis. Fyrr á árinu var fallist á beiðni um endurupptöku dóms Hæstaréttar í málinu og bíður Elín því niðurstöðu á tvennum vígstöðvum. Mál Jóhannesar Baldurssonar og Birkis Kristinssonar hefur einnig verið tekið til efnismeðferðar hjá MDE og hefur verið óskað eftir afstöðu íslenskra stjórnvalda til kæruefna þeirra sem varða meint vanhæf i Grétu Baldursdóttur, Markúsar Sigurbjörnssonar og Ólafs Barkar Þorvaldssonar. Óskað er svara um hvort umræddir dómarar hafi átt fjárhagslegra hagsmuna að gæta í einhverjum hinna þriggja föllnu banka þegar þeir atburðir gerðust sem leiddu til málaferla og að lokum sakfellingar Jóhannesar og Birkis.Sjá einnig: Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Fjallað var um mál Ólafs Ólafssonar, eins aðaleiganda Kaupþings, í Fréttablaðinu í gær. Ólafur hlaut fangelsisdóm í svonefndu Al-Thani máli. Kæra hans til MDE lýtur að fjárfestingarumsvifum Markúsar Sigurbjörnssonar og Árna Kolbeinssonar, í aðdraganda falls stóru viðskiptabankanna. Í greinargerð Ólafs er vísað til þess að þrátt fyrir að nefndir dómarar hafi ekki átt beina hagsmuni undir vegna Kaupþings hafi fjárhagslegir hagsmunir verið svo samtvinnaðir öllu bankakerfinu að fall eins banka hafði óhjákvæmilega áhrif á hina bankana. Hefur MDE beint spurningum til ríkisins um málið, sambærilegum og í máli þeirra Jóhannesar og Birkis. Í samræmi við nýtt verklag hjá MDE fara öll mál sem tekin eru til efnismeðferðar fyrst í ferli þar sem kannað er hvort unnt sé að ná dómsátt í málinu. Eru síðarnefndu málin tvö í slíku ferli. Náist ekki sættir milli málsaðila fyrir 2. desember næstkomandi mun málunum ljúka með dómi að lokinni frekari málsmeðferð hjá MDE. Mál Elínar er lengra komið. Það hefur verið í efnismeðferð ytra í rúmt ár. Athugasemdir stjórnvalda og svör við spurningum dómsins voru send til dómsins í fyrra og viðbrögð lögmanns Elínar við þeim send dómstólnum skömmu fyrir síðustu áramót. Nú er dóms beðið í málinu. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif það hefði fyrir önnur svokölluð hrunmál sem dæmd voru af umræddum dómurum, verði kveðnir upp áfellisdómar gegn ríkinu í framangreindum málum. Þau bætast þá við fjölmarga aðra dóma sem óvissa ríkir um, vegna Landsréttarmálsins og annarra mála sem dæmd hafa verið í Strassborg á undanförnum misserum.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Tengdar fréttir Talsmaður Ólafs segir ákvörðun MDE vera viðurkenning á alvarlegum athugasemdum við málsmeðferð Talsmaður Ólafs segir að málið sé mikilvægt fyrir réttarkerfið í heild. 25. september 2019 12:55 Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni Sjá meira
Talsmaður Ólafs segir ákvörðun MDE vera viðurkenning á alvarlegum athugasemdum við málsmeðferð Talsmaður Ólafs segir að málið sé mikilvægt fyrir réttarkerfið í heild. 25. september 2019 12:55
Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00