Stuðningsmenn Everton unnu sér inn mikla virðingu hjá nágrönnunum í Liverpool er þeir bláklæddu léku í Carabao-bikarnum gegn Sheffield Wednesday á þriðjudagskvöldið.
Stuðningsmennirnir voru með borða í stúkunni þar sem minnst var fórnarlambanna í Hillsborough slysinu en á borðanum var mynd af strák í Everton búning og öðrum í Liverpool búning.
„Tvö félög, ein borg,“ stóð á borðanum.
Great to see the positive comments on the banner taken to Hillsborough and displayed on behalf of all Evertonians.
— Everton Fans' Forum (@EFC_FansForum) September 26, 2019
A pity it wasn't placed as prominent as we had hoped but the message remains loud ...Two Clubs One City pic.twitter.com/eVpTjF7DRJ
96 manns krömdust til bana á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield 15. apríl 1989 þegar Liverpool og Nottingham Forest léku þar undanúrslitaleik í ensku bikarkeppninni. Leikurinn var flautaður af eftir sex mínútur.
Everton vann 2-0 sigur á Sheffield Wednesday í leiknum en Gylfi Þór Sigurðsson lék síðasta stundarfjórðunginn í liði Everton.