Ný skýrsla leiðir í ljós villandi sjónarhorn á fjölgun öryrkja Birgir Olgeirsson skrifar 26. september 2019 12:00 Kolbeinn H. Stefánsson, doktor í félagsfræði. Vísir/Egill Eitthvað í lífshlaupi kvenna gerir það að verkum að þær eru mun líklegri til að fara á örorku heldur en karlar. Sá munur eykst eftir því sem líður á ævina en þetta er niðurstaða nýrrar skýrslur doktors í félagsfræði sem unnin var fyrir Öryrkjabandalag Íslands. Skýrsluna má lesa hér. Örorkulífeyrisþegum hefur fjölgað umtalsvert frá aldamótum en breytingin yfir það tímabil gefur villandi mynd af þróun undanfarinnar ára. Þetta kemur fram í skýrslu Kolbeins H. Stefánssonar, doktors í félagsfræði, sem unnin var fyrir Öryrkjabandalagið. Raunar hægði á fjölguninni eftir 2005 og benda nýjustu gögn enn fremur til að það hafi hægt enn frekar á henni frá árinu 2017. Villandi sjónarhorn Kolbeinn segir að ef stjórnvöld ætli sér að bregðast við þessar fjöldaþróun yfir þetta langa tímabil þá sé verið að bregðast við þróun sem átti sér stað fyrir 15 til 25 árum. „Þeir hlutir svo aftur eru kannski þess eðlis að það var ekkert til að bregðast við. Það urðu þarna breytingar til dæmis á kerfinu sem gerði það kleift fyrir heimavinnandi konur að fá örorkulífeyri og fleira slíkt. Kerfið varð betur í stakk búið til að takast á við geðraskanir, þannig að það er svolítið villandi að taka þetta sjónarhorn,“ segir Kolbeinn. Litið á öryrkja sem bókhaldsstærð Hann segir skýrsluna sýna að horfa eigi frekar til þeirra samfélagslegu þátta sem leiða til þess að fólk missir starfsgetuna. „Það fer stundum þannig að við ræðum öryrkja eins og þeir séu fyrst og fremst bókhaldsstærð og höfum áhyggjur af fjölgun eða þróun út frá kostnaði fremur en að horfast í augu við að bak við þessar tölur eru einstaklingar, atburðir og langvarandi ástand sem leiða að þessari niðurstöðu,“ segir Kolbeinn. Konur líklegri til að fara á örorku Því hefur verið haldið fram að fjölgun örorkulífeyrisþega megi að mestu rekja til ungra karla. Hefur það hlutfall vissulega hækkað á síðastliðnum áratug en stærsti hluti fjölgunar örorkulífeyrisþega er rakinn til kvenna 50 ára og eldri, eða rúm 42 prósent. Kolbeinn segir ljóst að eitthvað í lífshlaupi kvenna geri það að verkum að þær eru líklegri til að fara á örorku en karlar. Aðeins tilgátur geti útskýrt hvað það er á þessum tímapunkti. „Konur eru líklegri til að vinna andlega og líkamlega slítandi umönnunarstörf. Þær eru líklegri til að bera þungan af heimilishaldi og umönnun barna, þær eru líklegri til að búa við fátækt, kynbundið ofbeldi og fleiri þætti sem leiða til þess að fólk endar sem öryrkjar.“ Félagsmál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Eitthvað í lífshlaupi kvenna gerir það að verkum að þær eru mun líklegri til að fara á örorku heldur en karlar. Sá munur eykst eftir því sem líður á ævina en þetta er niðurstaða nýrrar skýrslur doktors í félagsfræði sem unnin var fyrir Öryrkjabandalag Íslands. Skýrsluna má lesa hér. Örorkulífeyrisþegum hefur fjölgað umtalsvert frá aldamótum en breytingin yfir það tímabil gefur villandi mynd af þróun undanfarinnar ára. Þetta kemur fram í skýrslu Kolbeins H. Stefánssonar, doktors í félagsfræði, sem unnin var fyrir Öryrkjabandalagið. Raunar hægði á fjölguninni eftir 2005 og benda nýjustu gögn enn fremur til að það hafi hægt enn frekar á henni frá árinu 2017. Villandi sjónarhorn Kolbeinn segir að ef stjórnvöld ætli sér að bregðast við þessar fjöldaþróun yfir þetta langa tímabil þá sé verið að bregðast við þróun sem átti sér stað fyrir 15 til 25 árum. „Þeir hlutir svo aftur eru kannski þess eðlis að það var ekkert til að bregðast við. Það urðu þarna breytingar til dæmis á kerfinu sem gerði það kleift fyrir heimavinnandi konur að fá örorkulífeyri og fleira slíkt. Kerfið varð betur í stakk búið til að takast á við geðraskanir, þannig að það er svolítið villandi að taka þetta sjónarhorn,“ segir Kolbeinn. Litið á öryrkja sem bókhaldsstærð Hann segir skýrsluna sýna að horfa eigi frekar til þeirra samfélagslegu þátta sem leiða til þess að fólk missir starfsgetuna. „Það fer stundum þannig að við ræðum öryrkja eins og þeir séu fyrst og fremst bókhaldsstærð og höfum áhyggjur af fjölgun eða þróun út frá kostnaði fremur en að horfast í augu við að bak við þessar tölur eru einstaklingar, atburðir og langvarandi ástand sem leiða að þessari niðurstöðu,“ segir Kolbeinn. Konur líklegri til að fara á örorku Því hefur verið haldið fram að fjölgun örorkulífeyrisþega megi að mestu rekja til ungra karla. Hefur það hlutfall vissulega hækkað á síðastliðnum áratug en stærsti hluti fjölgunar örorkulífeyrisþega er rakinn til kvenna 50 ára og eldri, eða rúm 42 prósent. Kolbeinn segir ljóst að eitthvað í lífshlaupi kvenna geri það að verkum að þær eru líklegri til að fara á örorku en karlar. Aðeins tilgátur geti útskýrt hvað það er á þessum tímapunkti. „Konur eru líklegri til að vinna andlega og líkamlega slítandi umönnunarstörf. Þær eru líklegri til að bera þungan af heimilishaldi og umönnun barna, þær eru líklegri til að búa við fátækt, kynbundið ofbeldi og fleiri þætti sem leiða til þess að fólk endar sem öryrkjar.“
Félagsmál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent