"Barnið mitt hefði dáið í bílnum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. september 2019 14:30 Helga Dís Svavarsdóttir varar foreldra við því að skilja börn eftir ein í bíl. Aðsent/Helga Dís Svavarsdóttir „Mér ber skylda gagnvart samborgurum að láta vita af þessu, sérstaklega öðrum mæðrum. Farið varlega og ég bið ykkur um að skilja börnin ykkar aldrei ein eftir í bíl. Slys gera ekki boð á undan sér,“ segir Helga Dís Svavarsdóttir. Foreldrar Helgu lentu í þeirri leiðu lífsreynslu um síðustu helgi að það kviknaði í bíl þeirra. Helga áttaði sig á því að barn hennar hefði vel getað verið í bílnum og fann sig knúna til þess að segja frá atvikinu. „Ég hef séð mæður játa að þær skilji börnin sín eftir ein í bíl ef þau sofna, hvort sem það er í stutta stund eða ekki. Við höldum flestar að ekkert geti gerst og sumar töldu að öruggara væri fyrir barnið að vera út í bíl en úti í vagn. Síðustu helgi kviknaði í 2015 Nissan Qashqai bílnum hjá foreldrum mínum. Bíllinn var kyrrstæður fyrir utan heimili þeirra þegar hann byrjaði að fyllast af reyk.“Aðsent/Helga Dís SvavarsdóttirEkki hægt að aflæsa hurðum Helga skrifar í færslu sinni á Facebook að bíllinn hafi verið keyrður aðeins fimmtán mínútum áður og engin viðvörunarljós hafi verið sjáanleg. „Reykurinn var svartur og svo þykkur að ekki var hægt að koma að bílnum, framrúðan byrjaði að springa. Það kviknaði í bílnum, hann bráðnaði að innan og kom risa gat fyrir neðan stýrið. Það sem var verst, var að hurðarnar í aftursætunum læstust og þar sem rafmagnið eyðilagðist, þá var ekki hægt að aflæsa þær, eins með skottið.“ Hún segir að þetta hefði getað farið virkilega illa ef einhver hefði verið inni í bílnum þegar eldurinn kom upp. „Ef mamma og pabbi hefðu verið á ferðinni með barnabörnin í aftursætinu þá hefðu þau ekki náð að bjarga þeim út. Barnið mitt hefði dáið í bílnum. Hann er bara tveggja ára og getur ekki losað sig sjálfur. Þetta gerðist svo hratt og þessi bíll er nýlegur, dísel bíll sem hafði aldrei verið með neitt vesen.“Aðsent/Helga Dís Svavarsdóttir„Ég vil að sem flestir séu meðvitaðir um þetta því þetta getur gerst fyrir hvaða bíl sem er,“ segir Helga í samtali við Vísi. „Við héldum aldrei að þetta gæti gerst fyrir bíl foreldra minna, þau hafa alltaf hugsað svo vel um hann og þetta er náttúrulega svo nýlegur bíl.“ Helga vonar að þetta verði til þess að fólk hugsi sig um tvisvar áður en börn eru skilin eftir ein í kyrrstæðum bíl. „Maður heldur aldrei að neitt gerist, maður er bara á Íslandi og allt þetta slæma er allt að gerast í útlöndum. Veðrið er svo milt hérna, barnið er kannski sofandi í aftursætinu og maður ætlar rétt að skjótast inn og kaupa eina mjólk eða eitthvað og hugsar að það gerist ekkert. En ég meina, þetta gerðist fyrir bíl foreldra minna. Ef að þetta getur gerst hjá þeim og gerst hjá öðrum, þá finnst mér mikilvægt að aðrir viti af þessu líka. Þetta getur gerst.“Boðið að kaupa nýjan bíl Eftir atvikið fór hún að lesa sér til um bílinn og sambærileg atvik erlendis. Helga segir að sér hafi brugðið þegar hún skoðaði leitarniðurstöðurnar. „Það voru innkallaðir 240 þúsund svona alveg eins bílar í Bandaríkjunum út af þessum galla, árgerðir 2015 til 2017.“ Fjölskyldan er ekki sátt við viðbrögð BL umboðsins í kjölfar atviksins. „Þeir vildu ekkert gera fyrir okkur, annað en að bjóða okkur að kaupa nýjan bíl eins og allir aðrir þar sem foreldrar mínir urðu bíllaus,“ segir Helga. Loftur Ágústsson, markaðsstjóri B&L umboðsins , segir í samtali við RÚV að málið sé tekið alvarlega og verði tilkynnt til framleiðanda. Helga segir að þetta hefði getað farið miklu verr ef barn hefði verið í bílstól í aftursætinu.Aðsent/Helga Dís SvavarsdóttirGerðist hryllilega hratt Eftir að Helga vakti athygli á atvikinu á Facebook frétti hún af annarri konu sem hafði svipaða sögu að segja. „Hún sagðist hafa lent í því nákvæmlega sama með alveg eins bíl, Nissan Qashqai 2015, sex mánuðum eftir að hún keypti hann. Hún þurfti að fara í mál við umboðið af því að þeir vildu ekki vera neitt samvinnuþýðir og hún þurfti að fá matsmann til þess að skoða bílinn. Þeir eru ekki að standa sig í að upplýsa viðskiptavini eða almenning þannig að mér finnst mikilvægt að þetta fréttist þá.“ Hún ítrekar hve illa hefði getað farið hefði einhver verið í bílnum. „Hefði sonur minn verið í aftursætinu og hurðarnar alveg læstar. Þú kemst ekkert til að opna og hleypa honum út og hann getur ekkert losað sig sjálfur. Þetta gerðist svo hryllilega hratt. Það var svo mikill þrýstingur að framrúðan bara sprakk. Þetta getur gerst hjá hverjum sem er.“ Helga segir að sonur sinn sé oft í bílstól í aftursæti bílsins. „Við erum alltaf svo örugg með að hafa hann þarna af því að við höldum að það sé nóg að vera með góðan bílsstól. En það er ekkert nóg. Þetta er bara raftæki og það getur kviknað í þeim.“Bráðnaði að innan Móðir helgu ætlaði að fara að nota bílinn en þegar hún kom að honum var hann fullur af reyk. „Hún hleypur inn og öskrar að það sé búið að kvikna í bílnum.“ Helga segir að faðir sinn, sem er á hækjum þar sem hann er nýkominn úr aðgerð, hafi farið út með slökkvitæki. „Hann var í sjokki. Hann opnaði framhurðina til þess að athuga hvort að hann gæti eitthvað gert en það var ekki séns, þetta var allt of langt gengið þannig að hann lokaði bara hurðinni aftur. Hann vildi ekki hleypa súrefni inn að eldinum.“ Þau hringdu strax eftir aðstoð og slökkviliðsbíll var sendur í forgangsakstri á vettvang. Eftir að þeim hafði tekist að slökkva eldinn var bíllinn dreginn í burtu. „Þeir voru rosalega fljótir að mæta. Götunni var lokað og enginn mátti koma að. Slökkviliðsmennirnir voru allir með grímur til að byrja með þar sem reykurinn var svo þykkur og mikill, alveg svartur. Þeir fara varlega að honum og þurftu að brjóta rúður til þess að hleypa reyknum út og slökkva eldinn. Þegar það var búið opnuðu þeir hurðina vinstra megin og það lak bara út plastið beint á malbikið. Það var svo mikill hiti í bílnum að hann bráðnaði að innan.“Fjölskyldunni var boðið að athuga hvort hægt væri að bjarga einhverjum persónulegum eigum úr bílnum og þá komust þau að því að ekki var hægt að opna afturhurðar bílsins eða skottið. „Við vorum með lyklana og reyndum að opna en það var ekki séns, það hafði kviknað í öllum vírum og öðru tengt rafmagninu í bílnum. Þá var bara ekkert hægt að opna. Ef að það hefði verið barn í aftursætinu hefðum við ekki getað komist að því. Það var rosaleg heppni að enginn hafi verið í bílnum.“ Helga segir að eldur hafi logað fremst í bílnum og ekki var hægt að opna afturhurðar eða skottið. Helga segir í samtali við Vísi að hún ætli að kaupa tól sem hægt er að nota til þess að brjóta bílrúðu og klippa bílbelti. Það hefði getað bjargað miklu ef eldurinn hefði kviknað á meðan barn væri í bílnum. „Þá hefði ég getað brotið rúðuna og klippt bílbeltið og komið honum út mikið hraðar en ef ég hefði þurft að skríða á milli framsætana, losa hann og fara svo með hann yfir allan bílinn. Ég veit samt ekki hvar þetta er til sölu en mér finnst að allir ættu að eiga svona og lítið slökkviliðstæki til að hafa í bílnum líka. Maður veit aldrei.“Geta liðið vökvaskortÁ vef Miðstöðvar slysavarna barna má finna eftirfarandi leiðbeiningar um slys á börnum í bílum. „Skiljið aldrei ung börn eftir ein í bíl. Það getur verið freistandi að skjótast inn í búð á meðan litla barnið sefur en biðröðin á kassanum getur verið löng og barnið vaknað,“ segir í tilmælunum. „Dæmi er um að börn hafi þornað upp (liðið vökvaskort) þegar mikil sól hefur verið úti og þau grátið mikið. Þrisvar sinnum hefur það komið fyrir hér á landi að bílum var rænt með sofandi barni í vegna þess að þeir voru skildir eftir opnir og í gangi eða opnir með lykilinn í. Það geta allir ímyndað sér hversu illa foreldrunum brá þegar þau uppgötvuðu það. Engu barnanna varð meint af.“ Bílar Börn og uppeldi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
„Mér ber skylda gagnvart samborgurum að láta vita af þessu, sérstaklega öðrum mæðrum. Farið varlega og ég bið ykkur um að skilja börnin ykkar aldrei ein eftir í bíl. Slys gera ekki boð á undan sér,“ segir Helga Dís Svavarsdóttir. Foreldrar Helgu lentu í þeirri leiðu lífsreynslu um síðustu helgi að það kviknaði í bíl þeirra. Helga áttaði sig á því að barn hennar hefði vel getað verið í bílnum og fann sig knúna til þess að segja frá atvikinu. „Ég hef séð mæður játa að þær skilji börnin sín eftir ein í bíl ef þau sofna, hvort sem það er í stutta stund eða ekki. Við höldum flestar að ekkert geti gerst og sumar töldu að öruggara væri fyrir barnið að vera út í bíl en úti í vagn. Síðustu helgi kviknaði í 2015 Nissan Qashqai bílnum hjá foreldrum mínum. Bíllinn var kyrrstæður fyrir utan heimili þeirra þegar hann byrjaði að fyllast af reyk.“Aðsent/Helga Dís SvavarsdóttirEkki hægt að aflæsa hurðum Helga skrifar í færslu sinni á Facebook að bíllinn hafi verið keyrður aðeins fimmtán mínútum áður og engin viðvörunarljós hafi verið sjáanleg. „Reykurinn var svartur og svo þykkur að ekki var hægt að koma að bílnum, framrúðan byrjaði að springa. Það kviknaði í bílnum, hann bráðnaði að innan og kom risa gat fyrir neðan stýrið. Það sem var verst, var að hurðarnar í aftursætunum læstust og þar sem rafmagnið eyðilagðist, þá var ekki hægt að aflæsa þær, eins með skottið.“ Hún segir að þetta hefði getað farið virkilega illa ef einhver hefði verið inni í bílnum þegar eldurinn kom upp. „Ef mamma og pabbi hefðu verið á ferðinni með barnabörnin í aftursætinu þá hefðu þau ekki náð að bjarga þeim út. Barnið mitt hefði dáið í bílnum. Hann er bara tveggja ára og getur ekki losað sig sjálfur. Þetta gerðist svo hratt og þessi bíll er nýlegur, dísel bíll sem hafði aldrei verið með neitt vesen.“Aðsent/Helga Dís Svavarsdóttir„Ég vil að sem flestir séu meðvitaðir um þetta því þetta getur gerst fyrir hvaða bíl sem er,“ segir Helga í samtali við Vísi. „Við héldum aldrei að þetta gæti gerst fyrir bíl foreldra minna, þau hafa alltaf hugsað svo vel um hann og þetta er náttúrulega svo nýlegur bíl.“ Helga vonar að þetta verði til þess að fólk hugsi sig um tvisvar áður en börn eru skilin eftir ein í kyrrstæðum bíl. „Maður heldur aldrei að neitt gerist, maður er bara á Íslandi og allt þetta slæma er allt að gerast í útlöndum. Veðrið er svo milt hérna, barnið er kannski sofandi í aftursætinu og maður ætlar rétt að skjótast inn og kaupa eina mjólk eða eitthvað og hugsar að það gerist ekkert. En ég meina, þetta gerðist fyrir bíl foreldra minna. Ef að þetta getur gerst hjá þeim og gerst hjá öðrum, þá finnst mér mikilvægt að aðrir viti af þessu líka. Þetta getur gerst.“Boðið að kaupa nýjan bíl Eftir atvikið fór hún að lesa sér til um bílinn og sambærileg atvik erlendis. Helga segir að sér hafi brugðið þegar hún skoðaði leitarniðurstöðurnar. „Það voru innkallaðir 240 þúsund svona alveg eins bílar í Bandaríkjunum út af þessum galla, árgerðir 2015 til 2017.“ Fjölskyldan er ekki sátt við viðbrögð BL umboðsins í kjölfar atviksins. „Þeir vildu ekkert gera fyrir okkur, annað en að bjóða okkur að kaupa nýjan bíl eins og allir aðrir þar sem foreldrar mínir urðu bíllaus,“ segir Helga. Loftur Ágústsson, markaðsstjóri B&L umboðsins , segir í samtali við RÚV að málið sé tekið alvarlega og verði tilkynnt til framleiðanda. Helga segir að þetta hefði getað farið miklu verr ef barn hefði verið í bílstól í aftursætinu.Aðsent/Helga Dís SvavarsdóttirGerðist hryllilega hratt Eftir að Helga vakti athygli á atvikinu á Facebook frétti hún af annarri konu sem hafði svipaða sögu að segja. „Hún sagðist hafa lent í því nákvæmlega sama með alveg eins bíl, Nissan Qashqai 2015, sex mánuðum eftir að hún keypti hann. Hún þurfti að fara í mál við umboðið af því að þeir vildu ekki vera neitt samvinnuþýðir og hún þurfti að fá matsmann til þess að skoða bílinn. Þeir eru ekki að standa sig í að upplýsa viðskiptavini eða almenning þannig að mér finnst mikilvægt að þetta fréttist þá.“ Hún ítrekar hve illa hefði getað farið hefði einhver verið í bílnum. „Hefði sonur minn verið í aftursætinu og hurðarnar alveg læstar. Þú kemst ekkert til að opna og hleypa honum út og hann getur ekkert losað sig sjálfur. Þetta gerðist svo hryllilega hratt. Það var svo mikill þrýstingur að framrúðan bara sprakk. Þetta getur gerst hjá hverjum sem er.“ Helga segir að sonur sinn sé oft í bílstól í aftursæti bílsins. „Við erum alltaf svo örugg með að hafa hann þarna af því að við höldum að það sé nóg að vera með góðan bílsstól. En það er ekkert nóg. Þetta er bara raftæki og það getur kviknað í þeim.“Bráðnaði að innan Móðir helgu ætlaði að fara að nota bílinn en þegar hún kom að honum var hann fullur af reyk. „Hún hleypur inn og öskrar að það sé búið að kvikna í bílnum.“ Helga segir að faðir sinn, sem er á hækjum þar sem hann er nýkominn úr aðgerð, hafi farið út með slökkvitæki. „Hann var í sjokki. Hann opnaði framhurðina til þess að athuga hvort að hann gæti eitthvað gert en það var ekki séns, þetta var allt of langt gengið þannig að hann lokaði bara hurðinni aftur. Hann vildi ekki hleypa súrefni inn að eldinum.“ Þau hringdu strax eftir aðstoð og slökkviliðsbíll var sendur í forgangsakstri á vettvang. Eftir að þeim hafði tekist að slökkva eldinn var bíllinn dreginn í burtu. „Þeir voru rosalega fljótir að mæta. Götunni var lokað og enginn mátti koma að. Slökkviliðsmennirnir voru allir með grímur til að byrja með þar sem reykurinn var svo þykkur og mikill, alveg svartur. Þeir fara varlega að honum og þurftu að brjóta rúður til þess að hleypa reyknum út og slökkva eldinn. Þegar það var búið opnuðu þeir hurðina vinstra megin og það lak bara út plastið beint á malbikið. Það var svo mikill hiti í bílnum að hann bráðnaði að innan.“Fjölskyldunni var boðið að athuga hvort hægt væri að bjarga einhverjum persónulegum eigum úr bílnum og þá komust þau að því að ekki var hægt að opna afturhurðar bílsins eða skottið. „Við vorum með lyklana og reyndum að opna en það var ekki séns, það hafði kviknað í öllum vírum og öðru tengt rafmagninu í bílnum. Þá var bara ekkert hægt að opna. Ef að það hefði verið barn í aftursætinu hefðum við ekki getað komist að því. Það var rosaleg heppni að enginn hafi verið í bílnum.“ Helga segir að eldur hafi logað fremst í bílnum og ekki var hægt að opna afturhurðar eða skottið. Helga segir í samtali við Vísi að hún ætli að kaupa tól sem hægt er að nota til þess að brjóta bílrúðu og klippa bílbelti. Það hefði getað bjargað miklu ef eldurinn hefði kviknað á meðan barn væri í bílnum. „Þá hefði ég getað brotið rúðuna og klippt bílbeltið og komið honum út mikið hraðar en ef ég hefði þurft að skríða á milli framsætana, losa hann og fara svo með hann yfir allan bílinn. Ég veit samt ekki hvar þetta er til sölu en mér finnst að allir ættu að eiga svona og lítið slökkviliðstæki til að hafa í bílnum líka. Maður veit aldrei.“Geta liðið vökvaskortÁ vef Miðstöðvar slysavarna barna má finna eftirfarandi leiðbeiningar um slys á börnum í bílum. „Skiljið aldrei ung börn eftir ein í bíl. Það getur verið freistandi að skjótast inn í búð á meðan litla barnið sefur en biðröðin á kassanum getur verið löng og barnið vaknað,“ segir í tilmælunum. „Dæmi er um að börn hafi þornað upp (liðið vökvaskort) þegar mikil sól hefur verið úti og þau grátið mikið. Þrisvar sinnum hefur það komið fyrir hér á landi að bílum var rænt með sofandi barni í vegna þess að þeir voru skildir eftir opnir og í gangi eða opnir með lykilinn í. Það geta allir ímyndað sér hversu illa foreldrunum brá þegar þau uppgötvuðu það. Engu barnanna varð meint af.“
Bílar Börn og uppeldi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira