Rannsökuðu slóð minnisblaðsins og yfirheyrðu vitni Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2019 18:54 Rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi eigenda Euro-Market hófst árið 2017. Fréttablaðið/Eyþór Embætti ríkissaksóknara aflaði upplýsinga um vörslu minnisblaðs, sem rataði til verjanda í svokölluðu EuroMarket-máli, og tók skýrslur af vitnum innan hlutaðeigandi embætta. Þetta kemur fram í svari ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. Ekki náðist þó að upplýsa hver hefði lekið skjalinu, sem innihélt viðkvæmar trúnaðarupplýsingar, og rannsókn var hætt í júlí síðastliðnum, líkt og Mbl greindi frá í vikunni. Í svari ríkissaksóknara segir jafnframt að enginn hafi fengið réttarstöðu sakbornings í málinu. Ekki er unnt að veita upplýsingar um það hversu margir hafi verið yfirheyrðir í málinu eða hversu margir starfsmenn lögregluembætta, ríkislögreglustjóra og tollstjóra hafi haft aðgang að skjalinu. Yfirmönnum viðkomandi embætta sé þó kunnugt um að rannsakað hafi verið hverjir innan embættanna hefðu haft minnisblaðið í sinni vörslu. Þá hefði nefnd um eftirlit með lögreglu einnig verið upplýst um það. „Ríkissaksóknara er ekki kunnugt um hvort gripið hafi verið til ráðstafana af hálfu þessara aðila í tengslum við rannsókn málsins.“ Umrætt EuroMarket-mál er ein umfansgmesta rannsókn lögreglu á skipulagðri brotastarfsemi hér á landi og sneri m.a. að fíkniefnainnflutningi, peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu.RÚV greindi frá því í október í fyrra að lögregla hefði til rannsóknar leka á viðkvæmu trúnaðarskjali frá lögreglu sem rataði til verjanda sakbornings í EuroMarket-málinu. Á blaðinu voru talin upp ýmis sakamál sem lögregla hafði meintað höfuðpaur í málinu grunaðan um að tengjast undanfarin áratug.Umræddur lögmaður, Steinbergur Finnbogason, var í febrúar kvaddur til skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna minnisblaðsins, sem hann lagði fyrir dóm í máli skjólstæðings síns. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið eftir skýrslutökuna að hann hefði ekki brugðist trúnaðarskyldu við skjólstæðing sinn. Lögreglan Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Ákærð fyrir peningaþvætti en segjast einfaldlega heppin í spilakössum Pólsk hjón sem sæta ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti gefa þá skýringu að þau hafi lifað hátt vegna þess hve vel manninum gekk að vinna í spilakössum. 24. september 2019 12:31 Pólverjar hætta við kröfu um framsal Pólsk yfirvöld hafa dregið til baka kröfu um framsal eins eigenda Euro-Market verslananna og fellt niður alþjóðlega handtökuskipun. Málið hefur velkst um í kerfinu í eitt og hálft ár. 15. júlí 2019 06:00 Spurður um gagnaleka lögreglu Verjandi var kvaddur fyrir dóm eftir úrskurð Landsréttar um vitnaskyldu. Lagði fram trúnaðarupplýsingar frá lögreglu í máli skjólstæðings. Lögfræðilegt sprengjusvæði að krefja verjendur svara, segir lögmaður hans. 1. febrúar 2019 06:00 33 milljóna úttektir í spilasölum og 4,3 milljóna bíll greiddur með reiðufé Meðal þeirra útgjalda pólskra hjóna sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir peningaþvætti og telur að sé ekki trúverðugar skýringar á eru 33,4 milljóna króna úttektir í spilakössum og kaup eiginmannsins á Hyunday Tucson að andvirði 4,3 milljóna, sem hann greiddi fyrir með reiðufé. 24. september 2019 20:30 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Embætti ríkissaksóknara aflaði upplýsinga um vörslu minnisblaðs, sem rataði til verjanda í svokölluðu EuroMarket-máli, og tók skýrslur af vitnum innan hlutaðeigandi embætta. Þetta kemur fram í svari ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. Ekki náðist þó að upplýsa hver hefði lekið skjalinu, sem innihélt viðkvæmar trúnaðarupplýsingar, og rannsókn var hætt í júlí síðastliðnum, líkt og Mbl greindi frá í vikunni. Í svari ríkissaksóknara segir jafnframt að enginn hafi fengið réttarstöðu sakbornings í málinu. Ekki er unnt að veita upplýsingar um það hversu margir hafi verið yfirheyrðir í málinu eða hversu margir starfsmenn lögregluembætta, ríkislögreglustjóra og tollstjóra hafi haft aðgang að skjalinu. Yfirmönnum viðkomandi embætta sé þó kunnugt um að rannsakað hafi verið hverjir innan embættanna hefðu haft minnisblaðið í sinni vörslu. Þá hefði nefnd um eftirlit með lögreglu einnig verið upplýst um það. „Ríkissaksóknara er ekki kunnugt um hvort gripið hafi verið til ráðstafana af hálfu þessara aðila í tengslum við rannsókn málsins.“ Umrætt EuroMarket-mál er ein umfansgmesta rannsókn lögreglu á skipulagðri brotastarfsemi hér á landi og sneri m.a. að fíkniefnainnflutningi, peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu.RÚV greindi frá því í október í fyrra að lögregla hefði til rannsóknar leka á viðkvæmu trúnaðarskjali frá lögreglu sem rataði til verjanda sakbornings í EuroMarket-málinu. Á blaðinu voru talin upp ýmis sakamál sem lögregla hafði meintað höfuðpaur í málinu grunaðan um að tengjast undanfarin áratug.Umræddur lögmaður, Steinbergur Finnbogason, var í febrúar kvaddur til skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna minnisblaðsins, sem hann lagði fyrir dóm í máli skjólstæðings síns. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið eftir skýrslutökuna að hann hefði ekki brugðist trúnaðarskyldu við skjólstæðing sinn.
Lögreglan Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Ákærð fyrir peningaþvætti en segjast einfaldlega heppin í spilakössum Pólsk hjón sem sæta ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti gefa þá skýringu að þau hafi lifað hátt vegna þess hve vel manninum gekk að vinna í spilakössum. 24. september 2019 12:31 Pólverjar hætta við kröfu um framsal Pólsk yfirvöld hafa dregið til baka kröfu um framsal eins eigenda Euro-Market verslananna og fellt niður alþjóðlega handtökuskipun. Málið hefur velkst um í kerfinu í eitt og hálft ár. 15. júlí 2019 06:00 Spurður um gagnaleka lögreglu Verjandi var kvaddur fyrir dóm eftir úrskurð Landsréttar um vitnaskyldu. Lagði fram trúnaðarupplýsingar frá lögreglu í máli skjólstæðings. Lögfræðilegt sprengjusvæði að krefja verjendur svara, segir lögmaður hans. 1. febrúar 2019 06:00 33 milljóna úttektir í spilasölum og 4,3 milljóna bíll greiddur með reiðufé Meðal þeirra útgjalda pólskra hjóna sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir peningaþvætti og telur að sé ekki trúverðugar skýringar á eru 33,4 milljóna króna úttektir í spilakössum og kaup eiginmannsins á Hyunday Tucson að andvirði 4,3 milljóna, sem hann greiddi fyrir með reiðufé. 24. september 2019 20:30 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Ákærð fyrir peningaþvætti en segjast einfaldlega heppin í spilakössum Pólsk hjón sem sæta ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti gefa þá skýringu að þau hafi lifað hátt vegna þess hve vel manninum gekk að vinna í spilakössum. 24. september 2019 12:31
Pólverjar hætta við kröfu um framsal Pólsk yfirvöld hafa dregið til baka kröfu um framsal eins eigenda Euro-Market verslananna og fellt niður alþjóðlega handtökuskipun. Málið hefur velkst um í kerfinu í eitt og hálft ár. 15. júlí 2019 06:00
Spurður um gagnaleka lögreglu Verjandi var kvaddur fyrir dóm eftir úrskurð Landsréttar um vitnaskyldu. Lagði fram trúnaðarupplýsingar frá lögreglu í máli skjólstæðings. Lögfræðilegt sprengjusvæði að krefja verjendur svara, segir lögmaður hans. 1. febrúar 2019 06:00
33 milljóna úttektir í spilasölum og 4,3 milljóna bíll greiddur með reiðufé Meðal þeirra útgjalda pólskra hjóna sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir peningaþvætti og telur að sé ekki trúverðugar skýringar á eru 33,4 milljóna króna úttektir í spilakössum og kaup eiginmannsins á Hyunday Tucson að andvirði 4,3 milljóna, sem hann greiddi fyrir með reiðufé. 24. september 2019 20:30