Hafa stofnað nokkurskonar fiskveiðistjórnunarkerfi fyrir ferðaþjónustuna Birgir Olgeirsson skrifar 27. september 2019 18:55 Megináherslan í nýrri framtíðarsýn og leiðarljósum ferðaþjónustunnar til ársins 2030 er sjálfbær þróun. Ferðamálaráðherra kynnti framtíðarsýnina í dag þar sem hún sagði að búið væri að skapa nokkurskonar fiskveiðistjórnunarkerfi utan um ferðaþjónustuna. Erlendir ferðamenn eru ánægðir með dvöl sína á Íslandi en þetta er meðal þess sem kom fram þegar ferðamálaráðherra kynnti framtíðarsýn ferðaþjónustunnar í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kynnti framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til ársins 2030 sem unnið er af atvinnugreininni sjálfri og yfirvöldum. „Þar sem við erum búin að koma okkur saman um hvert við viljum stefna, það eru tímamót að við séum öll sammála um það,“ segir Þórdís Kolbrún. Þá kynnti ráðherra Jafnvægisás ferðamála sem er þolmarkagreining á ferðaþjónustunni. Er það í fyrsta sinn í heiminum sem slíkt verkefni er unnið á landsvísu.Var þetta kynnt á Nordica-hótelinu í dag þar sem aðilar innan ferðaþjónustunnar létu sig ekki vanta.Vísir/Sigurjón„Við getum þá núna í dag séð hvar við stöndum. Þannig að við erum búin að ákveða hvert við ætlum að fara, erum með stöðuna eins og hún er núna og þá er þriðja og síðasta stigið að fara í aðgerðir til að komast þangað.“ Stefnt er að sjálfbærri ferðaþjónustu þar sem jafnvægi er á milli efnahags, umhverfis og samfélags. Þá er meiri áhersla lögð á arðsemi greinarinnar. „Við ætlum að byggja íslenska ferðaþjónustu þannig upp að landið allt njóti góðs af, við séum með ferðamenn út um allt land, allt árið um kring.“ Jafnvægisásinn metur áhrif ferðaþjónustunnar á umhverfi, innviði, samfélag og efnahag landsins. Einnig er lagt mat á hvort grípa þurfi til aðgerða varðandi svæðisstýringu eða vegaframkvæmdir. „Við ætlum að ná samfélagslegri sátt um ferðaþjónustuna og að Íslendingar séu tilbúnir að taka á móti gestum og svo framvegis. Við erum í rauninni að búa til nokkurskonar fiskveiðistjórnunarkerfið fyrir ferðaþjónustuna.“ Greiningin leiðir í ljós að ferðaþjónustan er með mjög hátt meðmælaskor frá ferðamönnum Þórdís segir að stórfyrirtæki geti mörg hver ekki látið sig dreyma um svo hátt skor. Er markmiðið að halda því. „Það er mjög krefjandi en við höfum öll tækifæri til að gera það. Erlendu ferðamennirnir sem koma til landsins eru langflestir alveg ótrúlega ánægðir með veru sína hér.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Megináherslan í nýrri framtíðarsýn og leiðarljósum ferðaþjónustunnar til ársins 2030 er sjálfbær þróun. Ferðamálaráðherra kynnti framtíðarsýnina í dag þar sem hún sagði að búið væri að skapa nokkurskonar fiskveiðistjórnunarkerfi utan um ferðaþjónustuna. Erlendir ferðamenn eru ánægðir með dvöl sína á Íslandi en þetta er meðal þess sem kom fram þegar ferðamálaráðherra kynnti framtíðarsýn ferðaþjónustunnar í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kynnti framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til ársins 2030 sem unnið er af atvinnugreininni sjálfri og yfirvöldum. „Þar sem við erum búin að koma okkur saman um hvert við viljum stefna, það eru tímamót að við séum öll sammála um það,“ segir Þórdís Kolbrún. Þá kynnti ráðherra Jafnvægisás ferðamála sem er þolmarkagreining á ferðaþjónustunni. Er það í fyrsta sinn í heiminum sem slíkt verkefni er unnið á landsvísu.Var þetta kynnt á Nordica-hótelinu í dag þar sem aðilar innan ferðaþjónustunnar létu sig ekki vanta.Vísir/Sigurjón„Við getum þá núna í dag séð hvar við stöndum. Þannig að við erum búin að ákveða hvert við ætlum að fara, erum með stöðuna eins og hún er núna og þá er þriðja og síðasta stigið að fara í aðgerðir til að komast þangað.“ Stefnt er að sjálfbærri ferðaþjónustu þar sem jafnvægi er á milli efnahags, umhverfis og samfélags. Þá er meiri áhersla lögð á arðsemi greinarinnar. „Við ætlum að byggja íslenska ferðaþjónustu þannig upp að landið allt njóti góðs af, við séum með ferðamenn út um allt land, allt árið um kring.“ Jafnvægisásinn metur áhrif ferðaþjónustunnar á umhverfi, innviði, samfélag og efnahag landsins. Einnig er lagt mat á hvort grípa þurfi til aðgerða varðandi svæðisstýringu eða vegaframkvæmdir. „Við ætlum að ná samfélagslegri sátt um ferðaþjónustuna og að Íslendingar séu tilbúnir að taka á móti gestum og svo framvegis. Við erum í rauninni að búa til nokkurskonar fiskveiðistjórnunarkerfið fyrir ferðaþjónustuna.“ Greiningin leiðir í ljós að ferðaþjónustan er með mjög hátt meðmælaskor frá ferðamönnum Þórdís segir að stórfyrirtæki geti mörg hver ekki látið sig dreyma um svo hátt skor. Er markmiðið að halda því. „Það er mjög krefjandi en við höfum öll tækifæri til að gera það. Erlendu ferðamennirnir sem koma til landsins eru langflestir alveg ótrúlega ánægðir með veru sína hér.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“