Hafa stofnað nokkurskonar fiskveiðistjórnunarkerfi fyrir ferðaþjónustuna Birgir Olgeirsson skrifar 27. september 2019 18:55 Megináherslan í nýrri framtíðarsýn og leiðarljósum ferðaþjónustunnar til ársins 2030 er sjálfbær þróun. Ferðamálaráðherra kynnti framtíðarsýnina í dag þar sem hún sagði að búið væri að skapa nokkurskonar fiskveiðistjórnunarkerfi utan um ferðaþjónustuna. Erlendir ferðamenn eru ánægðir með dvöl sína á Íslandi en þetta er meðal þess sem kom fram þegar ferðamálaráðherra kynnti framtíðarsýn ferðaþjónustunnar í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kynnti framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til ársins 2030 sem unnið er af atvinnugreininni sjálfri og yfirvöldum. „Þar sem við erum búin að koma okkur saman um hvert við viljum stefna, það eru tímamót að við séum öll sammála um það,“ segir Þórdís Kolbrún. Þá kynnti ráðherra Jafnvægisás ferðamála sem er þolmarkagreining á ferðaþjónustunni. Er það í fyrsta sinn í heiminum sem slíkt verkefni er unnið á landsvísu.Var þetta kynnt á Nordica-hótelinu í dag þar sem aðilar innan ferðaþjónustunnar létu sig ekki vanta.Vísir/Sigurjón„Við getum þá núna í dag séð hvar við stöndum. Þannig að við erum búin að ákveða hvert við ætlum að fara, erum með stöðuna eins og hún er núna og þá er þriðja og síðasta stigið að fara í aðgerðir til að komast þangað.“ Stefnt er að sjálfbærri ferðaþjónustu þar sem jafnvægi er á milli efnahags, umhverfis og samfélags. Þá er meiri áhersla lögð á arðsemi greinarinnar. „Við ætlum að byggja íslenska ferðaþjónustu þannig upp að landið allt njóti góðs af, við séum með ferðamenn út um allt land, allt árið um kring.“ Jafnvægisásinn metur áhrif ferðaþjónustunnar á umhverfi, innviði, samfélag og efnahag landsins. Einnig er lagt mat á hvort grípa þurfi til aðgerða varðandi svæðisstýringu eða vegaframkvæmdir. „Við ætlum að ná samfélagslegri sátt um ferðaþjónustuna og að Íslendingar séu tilbúnir að taka á móti gestum og svo framvegis. Við erum í rauninni að búa til nokkurskonar fiskveiðistjórnunarkerfið fyrir ferðaþjónustuna.“ Greiningin leiðir í ljós að ferðaþjónustan er með mjög hátt meðmælaskor frá ferðamönnum Þórdís segir að stórfyrirtæki geti mörg hver ekki látið sig dreyma um svo hátt skor. Er markmiðið að halda því. „Það er mjög krefjandi en við höfum öll tækifæri til að gera það. Erlendu ferðamennirnir sem koma til landsins eru langflestir alveg ótrúlega ánægðir með veru sína hér.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira
Megináherslan í nýrri framtíðarsýn og leiðarljósum ferðaþjónustunnar til ársins 2030 er sjálfbær þróun. Ferðamálaráðherra kynnti framtíðarsýnina í dag þar sem hún sagði að búið væri að skapa nokkurskonar fiskveiðistjórnunarkerfi utan um ferðaþjónustuna. Erlendir ferðamenn eru ánægðir með dvöl sína á Íslandi en þetta er meðal þess sem kom fram þegar ferðamálaráðherra kynnti framtíðarsýn ferðaþjónustunnar í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kynnti framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til ársins 2030 sem unnið er af atvinnugreininni sjálfri og yfirvöldum. „Þar sem við erum búin að koma okkur saman um hvert við viljum stefna, það eru tímamót að við séum öll sammála um það,“ segir Þórdís Kolbrún. Þá kynnti ráðherra Jafnvægisás ferðamála sem er þolmarkagreining á ferðaþjónustunni. Er það í fyrsta sinn í heiminum sem slíkt verkefni er unnið á landsvísu.Var þetta kynnt á Nordica-hótelinu í dag þar sem aðilar innan ferðaþjónustunnar létu sig ekki vanta.Vísir/Sigurjón„Við getum þá núna í dag séð hvar við stöndum. Þannig að við erum búin að ákveða hvert við ætlum að fara, erum með stöðuna eins og hún er núna og þá er þriðja og síðasta stigið að fara í aðgerðir til að komast þangað.“ Stefnt er að sjálfbærri ferðaþjónustu þar sem jafnvægi er á milli efnahags, umhverfis og samfélags. Þá er meiri áhersla lögð á arðsemi greinarinnar. „Við ætlum að byggja íslenska ferðaþjónustu þannig upp að landið allt njóti góðs af, við séum með ferðamenn út um allt land, allt árið um kring.“ Jafnvægisásinn metur áhrif ferðaþjónustunnar á umhverfi, innviði, samfélag og efnahag landsins. Einnig er lagt mat á hvort grípa þurfi til aðgerða varðandi svæðisstýringu eða vegaframkvæmdir. „Við ætlum að ná samfélagslegri sátt um ferðaþjónustuna og að Íslendingar séu tilbúnir að taka á móti gestum og svo framvegis. Við erum í rauninni að búa til nokkurskonar fiskveiðistjórnunarkerfið fyrir ferðaþjónustuna.“ Greiningin leiðir í ljós að ferðaþjónustan er með mjög hátt meðmælaskor frá ferðamönnum Þórdís segir að stórfyrirtæki geti mörg hver ekki látið sig dreyma um svo hátt skor. Er markmiðið að halda því. „Það er mjög krefjandi en við höfum öll tækifæri til að gera það. Erlendu ferðamennirnir sem koma til landsins eru langflestir alveg ótrúlega ánægðir með veru sína hér.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira