Deildin fer aftur af stað í komandi viku og fóru sérfræðingarnir yfir stöðu mála hjá liðunum.
Þeir röðuðu liðunum niður í styrkleikaröð eftir því hvar þau standa nákvæmlega núna að mati sérfræðinganna.
Í níunda sæti settu þeir Þór frá Þorlákshöfn. Þórsarar hafa verið nokkuð jójó-lið á undirbúningstímabilinu og erfitt að vita hvar þeir standa.
Valur er í áttunda sæti með Pavel Ermolinskij fremstan í flokki og í sjöunda sæti eru Haukar.
Umræðuna um þessi þrjú lið má sjá í spilaranum í fréttinni.