Skoða Gautaborgarmódelið við útfærslu veggjalda Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2019 12:13 Sigurður Ingi Jóhannsson ræddi þessa samgönguáætlun í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Greiða gæti þurft hátt í níu þúsund krónur á mánuði fyrir einn fjölskyldubíll, verði farið eftir Gautaborgarmódelinu svokallaða, þegar kemur að innheimtu veggjalda til að fjármagna nýsamþykkta samgönguáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta segir samgönguráðherra sem leggur þó áherslu á að önnur gjaldtaka á ökutæki myndi lækka á móti. Sigurður Ingi Jóhannsson ræddi þessa samgönguáætlun í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Er hún til fimmtán ára og er búið að heita 120 milljörðum í vegaframkvæmdir sem annars hefðu tekið 50 ár í framkvæmd ef sama takti hefði verið haldið líkt og verið hefur síðustu tíu ár. Samgönguáætlunin kveður á um borgarlínu, breikkun stofnbrauta, göngustíga og hjólastíga. Er markmiðið að íbúar geti valið fjölbreytta kosti í samgöngum. Þannig megi draga úr töfum og mengun sem geri ríkinu kleift að ná loftslagsmarkmiðum. Ríkið leggur til 45 milljarða, sveitarfélög 15 en sérstök fjármögnun á að standa straum af 60 milljörðum sem vantar, þar á meðal veggjöld. Útfærslan á veggjöldunum liggur ekki fyrir en Sigurður Ingi sagði ýmis módel til skoðunar. Þar á meðal Gautaborgarmódelið sem hefur verið við líði í um fimm ár. Seinkun í umferðinni hefur minnkað þar um helming og umferðin dregist saman um tólf prósent. Sé það gjaldamódel yfirfært á Ísland þá yrði notast við myndavélhlið og gjaldið um 50 til 200 krónur. Sem þýðir að þeir sem geta ekki ferðast nema í mestu umferðinni á morgnanna og síðdegis gætu þurft að borga 8 - 9 þúsund á mánuði. „En síðan er auðvitað í þessu Gautaborgarmódelið, þá er ókeypis á kvöldin, nóttunni, helgum og frídögum og auðvitað lægra gjald þegar umferðin er minni,“ sagði Sigurður Ingi en lagði áherslu á að veggjöldin væru enn óútfærð. Sigurður ítrekaði að með þessu væri verið að skipta um gjaldakerfi með tilkomu rafbíla, ekki væri ætlunin að innheimta einnig eldsneytis- og bifreiðagjöld með sama hætti, þau yrðu lækkuð á móti. „Það er ekki tilgangur að auka álögur á bifreiðaeigendur með því að skipta um kerfi. Það er verið að tryggja tekjur og þá yrði módelið á höfuðborgarsvæðinu hluti af þessu módeli yfir allt Ísland.“Heyra má viðtalið við Sigurð Inga í heild hér fyrir neðan: Samgöngur Vegtollar Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Greiða gæti þurft hátt í níu þúsund krónur á mánuði fyrir einn fjölskyldubíll, verði farið eftir Gautaborgarmódelinu svokallaða, þegar kemur að innheimtu veggjalda til að fjármagna nýsamþykkta samgönguáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta segir samgönguráðherra sem leggur þó áherslu á að önnur gjaldtaka á ökutæki myndi lækka á móti. Sigurður Ingi Jóhannsson ræddi þessa samgönguáætlun í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Er hún til fimmtán ára og er búið að heita 120 milljörðum í vegaframkvæmdir sem annars hefðu tekið 50 ár í framkvæmd ef sama takti hefði verið haldið líkt og verið hefur síðustu tíu ár. Samgönguáætlunin kveður á um borgarlínu, breikkun stofnbrauta, göngustíga og hjólastíga. Er markmiðið að íbúar geti valið fjölbreytta kosti í samgöngum. Þannig megi draga úr töfum og mengun sem geri ríkinu kleift að ná loftslagsmarkmiðum. Ríkið leggur til 45 milljarða, sveitarfélög 15 en sérstök fjármögnun á að standa straum af 60 milljörðum sem vantar, þar á meðal veggjöld. Útfærslan á veggjöldunum liggur ekki fyrir en Sigurður Ingi sagði ýmis módel til skoðunar. Þar á meðal Gautaborgarmódelið sem hefur verið við líði í um fimm ár. Seinkun í umferðinni hefur minnkað þar um helming og umferðin dregist saman um tólf prósent. Sé það gjaldamódel yfirfært á Ísland þá yrði notast við myndavélhlið og gjaldið um 50 til 200 krónur. Sem þýðir að þeir sem geta ekki ferðast nema í mestu umferðinni á morgnanna og síðdegis gætu þurft að borga 8 - 9 þúsund á mánuði. „En síðan er auðvitað í þessu Gautaborgarmódelið, þá er ókeypis á kvöldin, nóttunni, helgum og frídögum og auðvitað lægra gjald þegar umferðin er minni,“ sagði Sigurður Ingi en lagði áherslu á að veggjöldin væru enn óútfærð. Sigurður ítrekaði að með þessu væri verið að skipta um gjaldakerfi með tilkomu rafbíla, ekki væri ætlunin að innheimta einnig eldsneytis- og bifreiðagjöld með sama hætti, þau yrðu lækkuð á móti. „Það er ekki tilgangur að auka álögur á bifreiðaeigendur með því að skipta um kerfi. Það er verið að tryggja tekjur og þá yrði módelið á höfuðborgarsvæðinu hluti af þessu módeli yfir allt Ísland.“Heyra má viðtalið við Sigurð Inga í heild hér fyrir neðan:
Samgöngur Vegtollar Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent