Erlent

Felldu til­lögu um þing­kosningar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta og formaður Íhaldsflokksins, hefur nú í tvígang mistekist að fá breska þingið til þess að samþykkja kosningar.
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta og formaður Íhaldsflokksins, hefur nú í tvígang mistekist að fá breska þingið til þess að samþykkja kosningar.
Breska þinginu var frestað í nótt undir miklum mótmælum frá þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem saka Boris Johnson, forsætisráðherra um að þagga niður í þinginu á mikilvægu augnabliki nú þegar stefnir í að Bretar fari úr Evrópusambandinu án samnings, þann 31. október.

Johnson tapaði í nótt atkvæðagreiðslu um hvort boða skyldi til kosninga, og var það í annað sinn sem hann lýtur í lægra haldi í því máli.

Þá stendur Johnson einnig frammi fyrir því að frumvarp sem stjórnarandstaðan náði í gegn og skuldbindur forsætisráðherrann til að fara fram á frest á Brexit fram í janúar á næsta ári, varð í gær að lögum.

Það er honum þó þvert um geð og herma heimildir að ríkisstjórnin leiti nú allra leiða til að fara í kringum nýju lögin með einhverjum hætti. Þinginu var síðan frestað í nótt og kemur það ekki saman aftur fyrr en um miðjan október, skömmu áður en Bretar eiga að ganga úr Evrópusambandinu, með eða án útgöngusamnings.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×