Sást til Schumacher koma á sjúkrahús í París Anton Ingi Leifsson skrifar 10. september 2019 09:00 Schumacher. vísir/getty Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlunni, Michael Schumacher, er mættur til Parísar þar sem hann dvelur á sjúkrahúsi í borginni en Le Parisien greinir frá. Schumacher hefur ekki sést meðal almennings síðan hann lenti í alvarlegu skíðaslysi árið 2013 en hann sást koma á Georges-Pompidou Europea sjúkrahúsið í gær. Ekki hafa margar fréttir borist af Schumacher frá slysinu hræðilega en kona hans, Corinna Schumacher, hefur haldið spilunum þétt að fjölskyldunni. Hann mun gangast undir aðgerð á sjúkrahúsinu hjá franska lækninum, Philippe Menasche, en hinn 69 ára gamli Philippe er talinn einn sá hæfasti í bransanum. Talið er að aðgerðin fari fram í dag og hann muni snúa aftur til síns heima á morgun. Er Philippe var aðspurður um Schumacher neitaði hann að tjá sig og sagði að því yrði haldið leyndu. Hinn þýski Schumacher dvelur daglega á heimili sínu í Sviss og er hægt og rólega að ná vopnum sínum. Hann fylgist svo vel með Formúlu 1 í sjónvarpinu en þessu sagði Jean Todt, forseti formúlusambandsins, frá á dögunum. Formúla 1 Frakkland Þýskaland Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlunni, Michael Schumacher, er mættur til Parísar þar sem hann dvelur á sjúkrahúsi í borginni en Le Parisien greinir frá. Schumacher hefur ekki sést meðal almennings síðan hann lenti í alvarlegu skíðaslysi árið 2013 en hann sást koma á Georges-Pompidou Europea sjúkrahúsið í gær. Ekki hafa margar fréttir borist af Schumacher frá slysinu hræðilega en kona hans, Corinna Schumacher, hefur haldið spilunum þétt að fjölskyldunni. Hann mun gangast undir aðgerð á sjúkrahúsinu hjá franska lækninum, Philippe Menasche, en hinn 69 ára gamli Philippe er talinn einn sá hæfasti í bransanum. Talið er að aðgerðin fari fram í dag og hann muni snúa aftur til síns heima á morgun. Er Philippe var aðspurður um Schumacher neitaði hann að tjá sig og sagði að því yrði haldið leyndu. Hinn þýski Schumacher dvelur daglega á heimili sínu í Sviss og er hægt og rólega að ná vopnum sínum. Hann fylgist svo vel með Formúlu 1 í sjónvarpinu en þessu sagði Jean Todt, forseti formúlusambandsins, frá á dögunum.
Formúla 1 Frakkland Þýskaland Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira