Árneshreppur aldrei vinsælli hjá Íslendingum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. september 2019 11:20 Aldrei fleiri Íslendingar hafa sótt Árneshrepp heim og í ár að sögn oddvita sveitarfélagsins. Vísir7Stöð 2 Oddviti í einu minnsta byggðarlagi landsins segir ferðaþjónustuna á svæðinu blómstra þrátt fyrir ekki endilega jákvæða umfjöllun um svæðið á undanförum misserum. Tækifæri liggja í að efla ferðaþjónustuna með frekari afþreyingu á svæðinu. Árneshreppur hefur mikið verið til umfjöllunar í fjölmiðlum vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar en í aðdraganda síðustu sveitarstjórnakosninga skapaðist mikil umræða um fjölgun íbúa vegna lögheimilisflutninga til svæðisins. Sú umræða var ekki jákvæð og ekki hefur hún verið betri vegna deilu og kærumála vegna vegaframkvæmda og uppbyggingar fyrirhugaðrar virkjunar. Oddviti hreppsins og eigandi Hótel Djúpuvíkur, segir Íslendinga aldrei hafa sýnt svæðinu eins mikinn áhuga. „Til dæmis í fyrra, það var nú kosninga árið okkar og mikið talað um Árneshrepp þá í aðdraganda kosninga og eftir þær, og við fengum meira að Íslendingum þá hérna inn í sveitina en nokkurn tímann áður. Það er eiginlega sama sagan núna. Íslendingum hefur fjölgað frá því í fyrra, þannig að við erum mjög sátt,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti í Árneshreppi og eigandi Hótel Djúpavíkur.Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti í Árneshreppi.Vísir/Stöð 2Stundum stútfullt í sumar Hjá hótel Djúpavík eru fjórtán herbergi en þrír aðilar að auki bjóða upp á gistingu og þá hefur verið boðið uppá svefnpokagistingu í skólanum. „Þetta hefur stundum bara verið stútfullt í sumar,“ segir Eva. Eva segir að tækifæri liggi í ferðaþjónustunni á svæðinu. „Við þurfum bara aðeins að setja niður fyrir okkur hvað okkur finnst vanta. Það vantar aðeins afþreyingu,“ segir Eva. Eva segir að reynt sé að koma upp ákveðnum venjum og hefðum til framtíðar litið. Gróflega reiknað segir hún að á bilinu fjögur til fimmþúsund manns hafi komið í hreppinn í sumar.Vegurinn um Veiðileysu hefur jafnan þótt erfiður yfirferðar.Vísir/Stöð 2Vona að mokað verði oftar í vetur Nú styttist í veturinn, það er að detta í september, haustið nálgast. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur veturinn? Haldið þið að þið verðið innilokuð þegar það fer að snjóa? „Það hefur nú verið svoleiðis áratugum saman, en við erum alltaf svo bjartsýn, að minnsta kosti ég. Ég ætla að reyna að fá eitthvað rýmri mokstursreglur fyrir veturinn heldur en verið hefur, ég er alveg ákveðin í því. Ertu búin að ræða það við ráðherra? Nei ekki ennþá, en hann var nú hérna í sumar samgönguráðherra og hann var að tala um svona hluti eru framundan og vonandi verður það fljótlega. Til dæmis Veiðileysuhálsinn sem að við erum búin að vera berjast við í að minnsta kosti þrjátíu ár,“ segir Eva. Árneshreppur Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að uppbygging vegar í Árneshreppi ljúki ekki í haust Uppbygging vegarins um Ingólfs- og Ófeigsfjörð er í fullum gangi. Barna- og félagsmálaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins skoðuðu aðstæður á dögunum. 2. september 2019 21:00 Slökkva á vélunum og kalla til lögreglu ef þess þarf Birna Lárusdóttir, talsmaður Vesturverks, segist ekki reikna með neinum átökum við landeigendur í Seljanesi og að fyrirtækið muni vitaskuld forðast allt slíkt. 14. ágúst 2019 06:00 Fólkið í Árneshreppi sagt með eindæmum þrjóskt og þrautseigt Svartsýni ríkir í Árneshreppi um framtíð heilsársbúsetu en í fyrsta sinn í 89 ár er ekkert skólahald þar í vetur. Íbúarnir tóku sig þó til fyrir helgi og stofnuðu verslunarfélag. 4. febrúar 2019 21:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Oddviti í einu minnsta byggðarlagi landsins segir ferðaþjónustuna á svæðinu blómstra þrátt fyrir ekki endilega jákvæða umfjöllun um svæðið á undanförum misserum. Tækifæri liggja í að efla ferðaþjónustuna með frekari afþreyingu á svæðinu. Árneshreppur hefur mikið verið til umfjöllunar í fjölmiðlum vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar en í aðdraganda síðustu sveitarstjórnakosninga skapaðist mikil umræða um fjölgun íbúa vegna lögheimilisflutninga til svæðisins. Sú umræða var ekki jákvæð og ekki hefur hún verið betri vegna deilu og kærumála vegna vegaframkvæmda og uppbyggingar fyrirhugaðrar virkjunar. Oddviti hreppsins og eigandi Hótel Djúpuvíkur, segir Íslendinga aldrei hafa sýnt svæðinu eins mikinn áhuga. „Til dæmis í fyrra, það var nú kosninga árið okkar og mikið talað um Árneshrepp þá í aðdraganda kosninga og eftir þær, og við fengum meira að Íslendingum þá hérna inn í sveitina en nokkurn tímann áður. Það er eiginlega sama sagan núna. Íslendingum hefur fjölgað frá því í fyrra, þannig að við erum mjög sátt,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti í Árneshreppi og eigandi Hótel Djúpavíkur.Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti í Árneshreppi.Vísir/Stöð 2Stundum stútfullt í sumar Hjá hótel Djúpavík eru fjórtán herbergi en þrír aðilar að auki bjóða upp á gistingu og þá hefur verið boðið uppá svefnpokagistingu í skólanum. „Þetta hefur stundum bara verið stútfullt í sumar,“ segir Eva. Eva segir að tækifæri liggi í ferðaþjónustunni á svæðinu. „Við þurfum bara aðeins að setja niður fyrir okkur hvað okkur finnst vanta. Það vantar aðeins afþreyingu,“ segir Eva. Eva segir að reynt sé að koma upp ákveðnum venjum og hefðum til framtíðar litið. Gróflega reiknað segir hún að á bilinu fjögur til fimmþúsund manns hafi komið í hreppinn í sumar.Vegurinn um Veiðileysu hefur jafnan þótt erfiður yfirferðar.Vísir/Stöð 2Vona að mokað verði oftar í vetur Nú styttist í veturinn, það er að detta í september, haustið nálgast. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur veturinn? Haldið þið að þið verðið innilokuð þegar það fer að snjóa? „Það hefur nú verið svoleiðis áratugum saman, en við erum alltaf svo bjartsýn, að minnsta kosti ég. Ég ætla að reyna að fá eitthvað rýmri mokstursreglur fyrir veturinn heldur en verið hefur, ég er alveg ákveðin í því. Ertu búin að ræða það við ráðherra? Nei ekki ennþá, en hann var nú hérna í sumar samgönguráðherra og hann var að tala um svona hluti eru framundan og vonandi verður það fljótlega. Til dæmis Veiðileysuhálsinn sem að við erum búin að vera berjast við í að minnsta kosti þrjátíu ár,“ segir Eva.
Árneshreppur Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að uppbygging vegar í Árneshreppi ljúki ekki í haust Uppbygging vegarins um Ingólfs- og Ófeigsfjörð er í fullum gangi. Barna- og félagsmálaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins skoðuðu aðstæður á dögunum. 2. september 2019 21:00 Slökkva á vélunum og kalla til lögreglu ef þess þarf Birna Lárusdóttir, talsmaður Vesturverks, segist ekki reikna með neinum átökum við landeigendur í Seljanesi og að fyrirtækið muni vitaskuld forðast allt slíkt. 14. ágúst 2019 06:00 Fólkið í Árneshreppi sagt með eindæmum þrjóskt og þrautseigt Svartsýni ríkir í Árneshreppi um framtíð heilsársbúsetu en í fyrsta sinn í 89 ár er ekkert skólahald þar í vetur. Íbúarnir tóku sig þó til fyrir helgi og stofnuðu verslunarfélag. 4. febrúar 2019 21:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Gerir ráð fyrir að uppbygging vegar í Árneshreppi ljúki ekki í haust Uppbygging vegarins um Ingólfs- og Ófeigsfjörð er í fullum gangi. Barna- og félagsmálaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins skoðuðu aðstæður á dögunum. 2. september 2019 21:00
Slökkva á vélunum og kalla til lögreglu ef þess þarf Birna Lárusdóttir, talsmaður Vesturverks, segist ekki reikna með neinum átökum við landeigendur í Seljanesi og að fyrirtækið muni vitaskuld forðast allt slíkt. 14. ágúst 2019 06:00
Fólkið í Árneshreppi sagt með eindæmum þrjóskt og þrautseigt Svartsýni ríkir í Árneshreppi um framtíð heilsársbúsetu en í fyrsta sinn í 89 ár er ekkert skólahald þar í vetur. Íbúarnir tóku sig þó til fyrir helgi og stofnuðu verslunarfélag. 4. febrúar 2019 21:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent