Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir verkefnið vera mikið tækifæri fyrir erfðavísindin, í því sé aðferðafræði sem varð til á Íslandi, beitt til leiða heimsátak í leit að erfðavísum sjúkdóma. Alls verða raðgreind 500.000 erfðamengi í átakinu en auk ÍE mun Wellcome Sanger stofnunin, ein sú virtasta á sviði erfðavísinda í heiminum, raðgreina 225.000 erfðamengi.
Verkefnið verður fjármagnað af lyfjafyrirtækjunum Amgen, Johnson & Johnson, GlaxSmithKline og AstraZeneca, ásamt stofnana á vegum breskra heilbrigðisyfirvalda og Wellcome Sanger stofnuninni.
Yfirlýsingu Kára Stefánssonar um verkefnið má sjá hér að neðan.
Kari Stefansson um UK Biobank from Íslensk erfðagreining deCODE on Vimeo.