Meiri stuðningur við sjálfstæði Skotlands Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. september 2019 09:00 Skoskir sjálfstæðissinnar mótmæltu í Edinborg. Þessi hundur er óhress með fyrirætlanir Boris. Nordicphotos/Getty Frestun þingsins í Westminster til 14. október var dæmd ólögleg af áfrýjunardómstól í Skotlandi. Það voru 75 þingmenn sem kærðu ákvörðun Boris Johnson og hefur úrskurðinum nú verið áfrýjað til hæstaréttar Bretlands. Það er engin tilviljun að Skotland er vettvangurinn þar sem tekist var á um lögmæti frestunarinnar. Skotland var líklegasti staðurinn til að fá jákvæða niðurstöðu og þar er andstaðan við útgöngu án samnings mest. Skotar reiða sig mikið á Evrópusamstarfið, sérstaklega á innflutt vinnuafl frá Austur-Evrópu sem að stórum hluta starfar í ferðaþjónustu, veitingageiranum og byggingariðnaði. Atvinnurekendur hafa áhyggjur vegna óvissunnar um útgönguna og hvað verður um starfsfólk þeirra. Til dæmis Willie Cameron, hótelstjóri við hið sögufræga vatn Loch Ness, sem ræddi við BBC. „Þeir segja að starfsfólkið okkar fái að vera áfram, en hvernig vitum við að það sé satt? Það gæti breyst hvenær sem er,“ sagði Cameron. Skotar kusu um sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014. 55 prósent kusu gegn sjálfstæði en 45 með. Aðeins borgirnar Glasgow, Dundee og svæðið í kring kaus með sjálfstæði. Vindurinn fór hins vegar ekki úr sjálfstæðishreyfingunni og ári síðar vann Skoski þjóðarflokkurinn stórsigur í breska þinginu. Fór úr 6 sætum í 56, sem voru næstum öll þingsæti Skotlands. Í kosningunni um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu árið 2016 kusu öll kjördæmi Skotlands með áframhaldandi sambandi. Árið 2017 tapaði Skoski þjóðarflokkurinn 20 sætum, flestum til Íhaldsflokksins. Ef kosningar yrðu haldnar í dag mætti búast við því að flokkurinn ynni flest ef ekki öll sætin til baka. Nýlega sagði hin gríðarvinsæla Ruth Davidson af sér sem leiðtogi skoskra Íhaldsmanna vegna harðlínustefnu Johnsons. Enginn er í sjónmáli til að taka við af henni. Nicolu Sturgeon, og félögum í Skoska þjóðarflokknum, stafar nú mest hætta af Frjálslyndum demókrötum, en þeir vilja draga útgönguna til baka. Margir sem börðust gegn sjálfstæði Skotlands árið 2014 gerðu það til að halda Skotlandi inni í Evrópusambandinu. Til dæmis Ruaridh Hanna frá Inverness í norðurhluta landsins. Honum hefur nú alveg snúist hugur enda eru forsendurnar horfnar. Í skoðanakönnunum síðan 2014 hefur sameinað Bretland yfir leitt verið ofan á, með allt að 20 prósenta mun. Eftir að Johnson tók við hefur þetta breyst og er munurinn nú innan skekkjumarka. Sturgeon hefur lýst því yfir að hún vilji aðrar kosningar um sjálfstæði Skotlands, í lok árs 2020. Næstu vikur og mánuðir gætu breytt þeim áætlunum. Ljóst er að allt stefnir í aðrar þingkosningar og munu þær alfarið snúast um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Flokkarnir eru þegar farnir að ræða „hræðslubandalög“ sín á milli. Það gæti farið svo að Íhaldsmenn og Brexitflokkur Nigels Farage myndi kosningabandalag um harðlínustefnu og Skoski þjóðarflokkurinn og Verkamannaflokkurinn um mýkri lendingu. Opinberlega hafnar Verkamannaflokkurinn því að hafa lofað Skoska þjóðarflokknum annarri þjóðaratkvæðagreiðslu en átök innan flokksins um málefnið gefa til kynna að sterklega sé þrýst á það. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Skotland Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Frestun þingsins í Westminster til 14. október var dæmd ólögleg af áfrýjunardómstól í Skotlandi. Það voru 75 þingmenn sem kærðu ákvörðun Boris Johnson og hefur úrskurðinum nú verið áfrýjað til hæstaréttar Bretlands. Það er engin tilviljun að Skotland er vettvangurinn þar sem tekist var á um lögmæti frestunarinnar. Skotland var líklegasti staðurinn til að fá jákvæða niðurstöðu og þar er andstaðan við útgöngu án samnings mest. Skotar reiða sig mikið á Evrópusamstarfið, sérstaklega á innflutt vinnuafl frá Austur-Evrópu sem að stórum hluta starfar í ferðaþjónustu, veitingageiranum og byggingariðnaði. Atvinnurekendur hafa áhyggjur vegna óvissunnar um útgönguna og hvað verður um starfsfólk þeirra. Til dæmis Willie Cameron, hótelstjóri við hið sögufræga vatn Loch Ness, sem ræddi við BBC. „Þeir segja að starfsfólkið okkar fái að vera áfram, en hvernig vitum við að það sé satt? Það gæti breyst hvenær sem er,“ sagði Cameron. Skotar kusu um sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014. 55 prósent kusu gegn sjálfstæði en 45 með. Aðeins borgirnar Glasgow, Dundee og svæðið í kring kaus með sjálfstæði. Vindurinn fór hins vegar ekki úr sjálfstæðishreyfingunni og ári síðar vann Skoski þjóðarflokkurinn stórsigur í breska þinginu. Fór úr 6 sætum í 56, sem voru næstum öll þingsæti Skotlands. Í kosningunni um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu árið 2016 kusu öll kjördæmi Skotlands með áframhaldandi sambandi. Árið 2017 tapaði Skoski þjóðarflokkurinn 20 sætum, flestum til Íhaldsflokksins. Ef kosningar yrðu haldnar í dag mætti búast við því að flokkurinn ynni flest ef ekki öll sætin til baka. Nýlega sagði hin gríðarvinsæla Ruth Davidson af sér sem leiðtogi skoskra Íhaldsmanna vegna harðlínustefnu Johnsons. Enginn er í sjónmáli til að taka við af henni. Nicolu Sturgeon, og félögum í Skoska þjóðarflokknum, stafar nú mest hætta af Frjálslyndum demókrötum, en þeir vilja draga útgönguna til baka. Margir sem börðust gegn sjálfstæði Skotlands árið 2014 gerðu það til að halda Skotlandi inni í Evrópusambandinu. Til dæmis Ruaridh Hanna frá Inverness í norðurhluta landsins. Honum hefur nú alveg snúist hugur enda eru forsendurnar horfnar. Í skoðanakönnunum síðan 2014 hefur sameinað Bretland yfir leitt verið ofan á, með allt að 20 prósenta mun. Eftir að Johnson tók við hefur þetta breyst og er munurinn nú innan skekkjumarka. Sturgeon hefur lýst því yfir að hún vilji aðrar kosningar um sjálfstæði Skotlands, í lok árs 2020. Næstu vikur og mánuðir gætu breytt þeim áætlunum. Ljóst er að allt stefnir í aðrar þingkosningar og munu þær alfarið snúast um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Flokkarnir eru þegar farnir að ræða „hræðslubandalög“ sín á milli. Það gæti farið svo að Íhaldsmenn og Brexitflokkur Nigels Farage myndi kosningabandalag um harðlínustefnu og Skoski þjóðarflokkurinn og Verkamannaflokkurinn um mýkri lendingu. Opinberlega hafnar Verkamannaflokkurinn því að hafa lofað Skoska þjóðarflokknum annarri þjóðaratkvæðagreiðslu en átök innan flokksins um málefnið gefa til kynna að sterklega sé þrýst á það.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Skotland Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira